Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
12.11.2007 | 10:18
Stund milli stríða...
Jeminn hvað maður er fljótur að sogast inn í íslenska athafnasemi og gera sér tímaplan sem gerir ekki ráð fyrir tíma til neins...svei mér þá. Þrátt fyrir öll mín góðu áform um að halda í rólegheitin hið innra og lifa bara í mínum takti hefur ekki verið stundlegur friður í mínu lífi undanfarið. Svo ég verð að blogga örblogg núna á næstunni. Þetta er sko alíslenskt hugarfar og veðurfar...og mér líkar það bara ljómandi vel eftir allt lognið.
Það sem er helst að frétta í bili er að ég er að undirbúa myndlistarsýningu í miðbænum og er einmitt að hendast út í þessum töluðu orðum með myndir í innrömmun. Færi nánari fréttir af þeim gjörningi þegar nær dregur. Alice Þórhildur ömmustelpa er komin í heimsókn ásamt mömmu sinni og brunar um bæinn í bílnum með okkur á milli mikilvægra staða. Örblogga meira næst...
Eigið góðan dag elskurnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
9.11.2007 | 10:47
Er ekki kominn tími til að tengja????
Sko..ég er á hraðferð..stoppaði bara örlitla stund hjá mömmu til að kíkja á mailið mitt og auðvitað ykkur líka. Símamenn eru bara ekki að tengja mig við umheiminn þessa dagana. Það þýðir að ég er símalaus, tölvulaus og sjónvarpslaus og þetta allt gerir mig vitlausa. Segjast hvern dag munu kippa þessu sambandsleysi í lag en ....ekkert gerist.
Þar til ég er komin í alvöru samband mun ég bara senda ykkur hugskeyti og vona að þið séuð móttækileg og opin. Látið ykkur ekkert bregða þó eitthvað af mínum furðulegu hugsunum fljóti með..þetta getur verið svolítið flókið að notast við svona einfaldar aðferðir á tölvuöld. Rafmagnsbylgjur sem trufla sambandið skiljiði. Vona svo bara að þið hafið það gott þar til næst elskurnar. Hlakka mikið til að fara á bloggvinarúntinn. En það er auðvitað allt undir blessuðum símamönnunum komið...þeir eru örlagavaldar í lífi mínu núna og hafa líkast til ekki einu sinni hugmynd um það og húka bara í kaffi á Grandanum eða eitthvað meðan ég lognast útaf. Konur bara verða að vera í sambandi..annars er allt ónýtt!!!
Það segir sig sjálft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.11.2007 | 09:43
Kæri herra Veðurguð!!!
Rosalega leggst þessi dagur vel í mig. Ég skildi eftir orðsendingu undir rúðuþurrkunni hjá Herra Veðurguði í morgun. Ég fór fram á að hann tiplaði bara á tánum um sunnanvert íslandið þennan daginn og sparaði sér skarpar skapbreytingar...sem valda haglélum og byljum ásamt skafrenningi. Sagði honum að þar sem við værum að flytja í dag og værum enn svolítið óvön svona landsynningi og hretum værum við honum mjög þakklát að hafa veðurblíðu og jafnvel smá hita svona fram yfir kvöldmat. Þegar ég væri svo búin að setja upp rúm og hlýja sængur ásamt því að tendra kertaljós í hverjum glugga væri honum velkomið að sleppa sér algerlega og bjóða okkur velkomin með alíslenskum veðralátum og vindgangi. Enda svo kannski gjörninginn á dúndrandi dansi Norðurljósa. Þá færi ég sko sæl að sofa...alveg hreint undursæl bara.
Mér sýnist að hann hafi lesið þennan litla snepil sem lá undir rúðuþurrkunni hans í mogun og sé fram á góðan dag til flutninga. Takk fyrir það kæri herra Veðurguð að taka svona vel í þetta. Þér verður boðið í kakó og piparkökur í desember í Vesturbæinn sem þakklætisvott fyrir greiðann.
Knús..Þín Katrín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari