Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
9.1.2008 | 09:05
Ritstofan og stúdíóið..sín hvoru megin við hurðina
Þurfti að breyta og bæta og búa til pláss heima hjá mér. Snyrtiborðið stendur nú í borðstofunni og er að fá nýttt hlutverk. Tróð því fyrir framan bókahillurnar í fallegt horn, losaði það við hárvörur, maskara og blóðrauða varaliti til að rýma fyrir tölvu og hugmyndum. Þetta er núna rithornið mitt og þarna munu himneskar hugmyndir eiga greiðan aðgang til jarðar og enda sem fullgerðar bækur. Gamall grænn baststóll ansi mikið veðraður eftir langa útiveru í garði í utlöndum er sætið og þar situr skinnpúði til að ylja maddömmunni á botninum þegar hún situr og ritar..nú eða dagdreymir. Kannski verð ég eini rithöfundurinn án bóka?? Að þær búi bara áfram innra með mér sögurnar og fái aldrei litið dagsins ljós. Annað eins getur nú gerst í þessari skrítnu hringsnúandi veröld.
Mér til halds og trausts og hvatningar í þessu eru svo allar bækurnar sem nú þegar eru fæddar af öðrum konum og körlum í löngum röðum í hillunni við hliðina á mér og til að styrkja enn frekar ætlun mína les ég Sköpunarsögur hvert kvöld sem eru sannkallaður gleðilestur. Þar eru viðtöl við 12 rithöfunda um vinnuferli og sköpunarferli...sérdeilis fínn lestur fyrir konu eins og mig.
Hinu megin við hurðina í horninu þar sem stóri pottofninn stendur hlýr og fagur standa trönurnar og striginn. Ég þarf að finna mér borðskrifli fyrir pennsla og málningu svo ég geti farið að draga frumdrögin af myndunum sem ég ætla að sýna í Ráðshúsinu í haust með nokkrum bloggvinkonum mínum. Sé samt ekki alveg að sá gjörningur fái að vera í friði þar sem Alice Þórhildur barnabarn er farin að ganga um á jörðinni og nær núna í dót sem var utan hennar seilingarfjarlægðar og ég sé fyrir mér að henni muni finnast spennandi að ata sig í olíulitum og setja sitt mark á myndir ömmu sinnar. Rétt eins og hún hefur sett mark sitt á hjarta hennar.
En það besta við þetta nýja og fína vinnupláss mitt er hurðin þarna á milli. Um hana get ég gengið í aðra heima og lokað á eftir mér þegar andinn lætur á sér standa. Og hvað er þar svo beint fyrir framan??
Jú litla krúttlega eldhúsið með gamla bláhjartaða plastdúknum og útvarpinu á litla borðinu. Og kaffikannan. Þar sit ég á stól sem er orðinn jafngamall mér og sómdi sér svo vel við eldhúsborðið hjá mömmu fyrir fjörtíu og eitthvað árum. Þarna eru rólegheitin og þarna safna ég hugmyndum og kröftum. Svo geng ég aftur um dyrnar í miðjunni og vel annað hvort ritborðið og græna baststólinn með skinnpúðanum vinstra megin eða trönurnar og litina hægra megin. Gái hvoru megin sköpunargyðjan bíður og tek mér far með henni.
En af því að ég er kona, móðir meyja og treyja..þarf ég fyrst að brjóta þvottinn, strjúka rykið úr hornunum og búa um rúmin svo ég hafi pláss fyrir verkefnin. Óreiðan utanfrá á það til að trufla mínar innri lendur og vellíðan. Það þarf að harmonera þetta sem er hið innra við hið ytra og öfugt.
Gleðidagur og skoppandi kvenhjarta.
Þannig er lífstakturinn góði.
Kannski kona skoppi nú upp úr fyrra fari og hoppi svo hátt að hún nái markmiðum sínum á nýju ári.
Tími tími segðu mér
hvar verðum vér
að liðnu ári??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég er búin að liggja og bylta mér svo lengi að ég er búin að skrifa heila bók í huganum....alger heimsbókmennt þó ég segi sjálf frá... og dekkoreita alla íbúðina aftur þegar ég gafst upp og fór fram að gá hvað klukkan væri. Hún er að ganga fimm og mér hefur ekki komið dúr á auga. Minnir mig á símtalið frá vinkonu minni sem ég fékk á föstudaginn..."Hæ Katrín..hvernig stendur á því að ég er ekkert að sofa...hvað er eiginlega í gangi"??
Ég vissi það auðvitað ekkert og var þar að auki að labba um í Kringlunni að leita af afmælisgjöf og gat ekkert hugsað almennilega. En núna velti ég þessu fyrir mér...eru bara allir glaðvakandi um miðjar nætur þessa dagana..? Mér þætti gaman að vita hvort þetta er ástand sem fleiri eru að glíma við núna.
Hvernig ætli dagurinn verði hjá mér á morgun..ég meina á eftir.... þegar kona á að fara að gera stórkostlegar framkvæmdir í lífi sínu algerlega ósofin?? Það verður eflaust eitthvað skrautlegt..eða kannski bara akkúrat galdurinn sem ég er búin að vera að bíða eftir. Kannski er það best að vera bara kolrangeygur af syfju til að finna réttu stefnuna og beinustu brautina?
Kemur í ljós!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
6.1.2008 | 22:23
Jæja strákar..eretta ekki að verða komið??
Það er einhver nágranni minn sem er sprengisjúkur. Ég veit ekki hver hann er en hann býr í næstu götu og hefur núna sprengt u.þ.b 42 sprengjur og í hverri eru svona 150 hvellkúlur, blossar, læti og ljós og ég er búin að fá nóg. Er með hausverk af hávaða og kannski smá eftirköst eftir algerlega svakalega skemmtilegan gærdag,gærkvöld og örlítið næturbrölt. Segi kannski aðeins frá því ævintýri síðar!!!
Jésús minn..here he goes again. Getur maður verið þekktur fyrir að standa með vatnsfötur og hella yfir þessar sprengjur hjá manninum?? Svo kemur í mogganum á morgun..Húsmóðir í vesturbænum handtekin á náttfötum í næstu götu við sína með tug stolinna vatnsfata.. Pirraður nágranni hringdi á lögregluna eftir að hún hafði eyðilagt lager af áramótabombum með því að skvetta vatni yfir draslið...
Hef ekki meiri þolinmæði..þarf aðeins að skreppa!!!!!
Bloggar | Breytt 7.1.2008 kl. 03:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2008 | 10:37
Nú er það brúnt....
....hárið.
Nýtt ár, nýtt hár og ný kápa.
Engin áramótaheit fyrir svona heita konu.
Bara skemmtileg verkefni og nokkur markmið.
Mikið væri ég til í SPA
og spekúleringar um Lotte Berk æfingar.
Gerði slíkar í útlandinu einu sinni og get svarið það að ég lengdist og mittið kom í ljós um leið og ég fór að svífa tígulega um í stað þess að hengslast.
Býður einhver upp á Lotte Berk á Íslandi??
Tími kominn á að kona verði aftur tignarleg og mittismjó svífandi um með brúna hárið. Allt er að verða eins og það á að sér að vera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.1.2008 | 01:26
Sit hér og öfundast....
Er bara gjörsamlega GRÆN úr öfund út í þá sem þora að skrifa svona eins og ein flottasta bloggvinkona mín...Zordís. Og ekki eru myndirnar hennar síðri. Ég er steinhætt við öll mín fyrri áform og ætla nú bara að láta haföldur lífsins bera mig á réttan stað. Hvar sem hann nú er.
Öfundast er kannski ekki rétta orðið..það er ekki fallegt að ÖFUNDAST..en dást að má vera réttara. Dáist að þessu bloggi , einlægni og myndmáli.
"Einu sinni var."....þannig byrjar sagan okkar allra en hvernig hún endar er okkar val.
Hvernig birtist þín saga??
Hvað myndir þú helst af öllu vilja vera að gera??
Hvað kemur í veg fyrir að þú þorir eða gerir??
Spurning sem hentar nýrri byrjun á nýju ári.
Ég ætla að hugsa mig aðeins um.
Langar að sjá þína pælingu um efnið.
Hvað væri langskemmtilegast að gera væri ég þú???
Eða þú ég??
Ekki það að ég haldi að það séu til svör við svona spurningum... en spurningin er kannski sú hvort fólk sé að gera það sem það vildi helst vera að gera og ef ekki ....af hverju ekki???
Hvað ræður dvalarstað/næturstað í lífinu??
Af hverju ertu þar sem þú ert??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 21:35
Ble blogg...
ble ble ble....litlir puttar ýttu á einhvern takka sem sendu bloggið mitt um krúttlegustu búðina í bænum út í buskann. Fyrir þá sem ekki vita og vilja upplifa eitthvað alveg sérstakt mæli ég með Kjötborg á Blómvallagötunni.
Nenni bara ekki að blogga um það allt aftur fyrr en litlir puttar eru sofnaðir. Eru enn vakandi og að kÍkja á ömmu sín meðan tönnin er að koma. Getur verið truflandi fyrir svefn lítilla mannvera að fá tennur.
Mikið er ég fegin að vera komin með allar mínar. Urra bíta...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.1.2008 | 18:49
Nýársgaldur
Ekki hafði ég um það grænan grun á gamlárs 2006 að eftir ár yrði ég komin aftur heim á eyjuna fögru í Norðri..segið þetta hratt tíu sinnum...og farin að umbreytast í aðdánda þjóðar number Uno. Meira að segja veðráttan hérna heillar mig upp úr stígvélunum og þeytir mér marga gleðihringi í Vesturbænum.
Svo nú sit ég og velti fyrir mér hvernig staðan verði að ári og hvar kona verður þá í lífi sínu. Þetta nýja ár er óskrifað blað hjá mér í bili.... Vonandi bara stuttu bili eða svona millibili. Kallast millibilsástand þegar maður er á milli vita og veit ekki hvar maður lendir eða endar. Það eru allir í familíunni komnir á sinn stað og ef ég geri ekki eitthvað róttækt í málunum gæti svo farið að minn staður yrði inni á heimilinu röltandi niður í kjallara að setja í vél eða í eldhúsinu að fást við mat og uppvask. Það má að sjálfsögðu ekki gerast nema þegar ég sjálf kýs og nenni svo nú ætla ég að fremja nýársgjörning og galdra til mín draumastarfið.
Til þess þarf ég
12 nýsprengdar miðæturrisatertubombur...heppin er ég að það standa einmitt 12 svoeliðis fyrir utan hús nágrannans..
Gleði í grænum ormi
Úlfahvin í gormi
og svolítið af gisinni krabbakló af Ströndum.
Þar sem þetta er leynigaldur og illt væri í efni ef ALLIR gætu bara farið að gera það sem þeir vildu helst....segi ég ekki nánar frá hvernig hann er gerður. Samt er ég alveg að skipta um skoðun á því sem ég var að skrifa rétt í þessu þar sem ég trúi í hjarta mínu að ALLIR ættu að fá að starfa og gera það sem þeim hugnast best og sem betur fer erum við svo ólík og mörg að við myndum alls ekki öll vilja verða forstjórar Baugs eða eitthvað svoleiðis. Sumir myndu meira að segja helst vilja eyða lífi sínu í að sópa sbr Sóparinn góði í sögunni um hana MÓMÓ.
Gling gló eldhúsklukkan sló..og ég verð að fara og aðgæta með matinn áður en ég fer í þvottahúsið. Þarf sko að hengja úr einni vél. Eins og þið sjáið er greinilegt að kona þarf út á vinnumarkaðinn ekki seinna en strax...best ég klári svo galdurinn eftir kvöldmat. Það er enginn dagur betri í slíkan gjörning en nýársdagur bjartur og fagur. En fyrst verð ég væntanlega að ákveða hvað ég vil.
Sef á því og sé hvort mig dreymi ekki dramatiskar ákvarðanir teknar af himneskum atvinnumiðlurum...því það eru jú þeir helst sem hafa fundið fyrir mig skemmtilegustu og bestu djobbin á þessari jörðu.
Heyrumst !!
Og já eitt enn..fékk e mail sem segir að eina sem maður þurfi að gera til að láta allt annað rætast..áramótaheitin og markmiðin og allt það sem fólk gerir á ögurstundum eins og áramótunum... SÉ AÐ LÁTA SÉR LÍÐA VEL...þá komi allt hitt.
Sé það núna að eldhúsið er besti staðurinn fyrir mig.....ilmurinn af hryggnum sem er að hægsteikjast í ofninum lætur mér allavega líða alveg rosalega vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari