Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
12.2.2008 | 19:22
Athugun 21
Hvað dettur þér í hug, upplifir eða hugsar þegar þú sérð þessa mynd??
Vinsamlegast skráið niðurstöðu ykkar í athugasemdir.
Takk fyrir.
P.s þarf að setja inn kjúklingasalatsuppskrift bráðlega sem er betri en allt sem ég hef áður smakkað. Alger himnasæla bara.
p.s.s Og fer ekki alveg að koma tími á almennilega ljóða og sögukeppni hér á nýju ári??
Takk aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.2.2008 | 15:10
Hversu lengi getur gott batnað???
Svei mér þá ef þessi hrikalegi stormur um helgina hafi ekki feykt burtu einhverjum hindrunum í mannshafinu.
...og eftir magnaða málverka og listasýningu hjá Söru Vilbergs á laugardeginum í Gallerí Fold Rauðarárstíg þar sem var stórskemmtilegt fólk og hittingar með alls konar flækjum eins og íslendingum einum er lagið..þar tóku líka lagið strákar sem heilluðu konu uppúr skóm og sokkum.. og fyrir utan kvennapartýið á laugardagskvöldið þar sem örlaganornir hlupu sveittar á milli að tengja örlagavefinn og prjóna saman ætlanir og áætlanir sem eiga eftir að sýna og sig og margsanna...já fyrir utan alla þessa skemmtun og gleði sem náði að rúmast á einni helgi þá lágu bara skemmtilegheitin og fyrirboðin um betri tíð og blóm í haga um allar lendur okkar. Ísland er svoleiðis nýskúrað og skínandi eftir öll lætin að það er hægt að spegla nýþvegna þjóðarsálina í því.
Það er bara eins og fjársjóðskistunni hafi skolað á land og nú sé bara okkar að munda lykilinn og opna hana. Og nota bene..hún er ekki troðfull af silfurpeningum heldur einhverju allt öðru sem mun koma okkur öllum svo til góða.
Svei mér þá ef hún er ekki bara troðfull af bjartsýni, batnandi fólki sem best er að lifa í sátt og samlyndi, hellings samkennd og ilmandi berjalyngi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 10:13
Það er alveg sama hvað ég rígheld í lakið...
......ég er alveg við það að fjúka út úr rúminu. Og það er varla farið að birta. Hef það á tilfinningunni að það búi eitthvað í rokinu og regninu sem lemur á gluggann minn. Best að klæða sig fallega og fara þarna út dansandi og hlusta á þessa tónlist sem kemur í gegnum votviðrið og vindinn.
Ég er með lag á heilanum sem er alltaf í útvarpinu og það er svo fallegt og ljúft. Verði ljós..syngur söngvarinn og ég sem held mest uppá þessi tvö orð..Verði ljós og það að koma í ljós. Á endanum kemur allt í ljós. Mjúkt og hlýtt.
tra la la la la.
En nú er ég rokin af stað að kaupa mér fallega hvíta skyrtu því ég hef verið boðin í dömupartý og er ekki að hugsa um neitt annað en í hverju ég ætti að vera. Og að ég verði að muna eftir að fá systur mína til að gera á mér hárstrýið.
Og ekki nóg með að mér hafi verið boðið í dömupartý heldur fékk ég sérstakt boð til að koma og skoða bíl í dag. Léttar veitingar og magnaðar ljósmyndir á veggjum hef ég heyrt.
Já..mér líður eins og ég sé eitthvað svona important lady og eins og dömupartý og bílaýning séu ekki nóg, stendur mér líka til boða að fara til Köben með æskuvinkonunum að rifja upp minningar sem eiga ekki heima á prenti. Og ég sem var að fá mér bókasafnskort og er hrikalega upptekin við að lesa Heilræði Lásasmiðsins eftir Elísabetu Jökuls.
Sé ekki hvernig kona kemst yfir allt þetta.
Byrja á hvítu skyrtunni og tek þetta þaðan...Það er engin kona með englum nema klæðast hvítu.
Fokin!!!!
Já eitt enn...þar sem myndlistasýningunni minni fer að ljúka og ég hef hvergi pláss fyrir allar þessar myndir ætla ég að gera eitthvað bráðsniðugt eins og það að halda brunaútsölu..af því að það er búinn að vera brunagaddur skiljiði..og senda þessar yndir þangað sem þær munu njóta sín á yndislegan hátt.
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.2.2008 | 11:53
Ég og heilladísirnar mínar þurfum aðeins að skreppa....
Útsýnið sem við virðum fyrir okkur núna er okkur framandi og alveg nýtt. Allt það gamla sem þvældist fyrir fótum okkar er fokið út í buskann í þessum vindum sem ganga yfir landið og það er tímabært að sigla að ókunnri strönd og sjá hvað bíður okkar þar.
Við erum mjög spenntar að sjá og skoða þessa nýju veröld en um leið erum við líka svolítið á tánum því við vitum ekki hvort við erum klæddar við hæfi. Hvort við munum falla í kramið á óþekktum undrastað.
Og hvað við munum bera með okkur aftur heim eftir þessa óvissuferð verður bara að koma í ljós. Tókum allavega með okkur marga og stóra kistla til að setja dýrmætin í. Og pössum vel upp á lyklana. Það eru engin not af dýrindis fjársjóðum læstum og lokuðum í kistum sem engir ganga að lyklarnir.
Hvort það er gáfulegt að senda saman 5 síðklæddar konur með svört höfuðföt og hanska til að ákveða sín á milli um framtíðir er örugglega ekkert mjög niðurstöðuvænlegt. Tala líklegast allar í kór og öllum finnst þær hafa réttast fyrir sér . Látið mig þekkja það. Það var nú ekkert smá mál að verða bara sammála um það að vera allar í svörtu.
Þetta verður furðuleg og frábær ferð hjá okkur heilladísum eða óheillakrákum..fer svona eftir því hvernig á það er litið. Segjum bara að við séum fagurlitaðar konur í svörtu og síðu utan yfir okkur. Er eitthvað sérstakt sem þið vilduð fá með heim úr þessari ferð til undralands sem myndi bæta og kæta ykkur lífið????
Það sakar aldrei að óska sér..ef maður er viss um hvað maður vill!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2008 | 01:30
Hvernig fannst ykkur sunnudagsbíómyndin..Bagdad Café??
Merkilegt..ég sá þessa mynd fyrir tuttugu árum og hún hefur setið í mér síðan því mér fannst hún svo æðisleg.. Svo þegar ég sá hana í kvöld mundi ég varla nokkurt atriði úr henni en tilfinningin fyrir henni var sú sama. Bara æðisleg!!!!!
Veit samt ekki hvað það var nákvæmlega sem fangaði hug minn og hjarta svona sterkt áður en sé það núna og finnst svolítið sniðugt að ég hafi á einhvern hátt verið á sömu nótum þá og nú. Breytist maður aldrei neitt???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
1.2.2008 | 10:19
..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari