Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
eða var það einhver annar..bara man það ekki!!
Og ég hvet hvert einasta mannsbarn á þessu landi að horfa vel og vandlega á Rúv annað kvöld þegar Borgarafundurinn sem var í gærkveldi verður sendur út til að sjá og heyra með eigin augum það sem við megum ekki vita..og hvernig sumir ráðamenn halda að þeir geti leyft sér að vinna.
Annars fer ég bara VARLEGA og haga mér eins og þaulvanur fréttamaður
Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun
Og ekki gleyma því að þegar hrókeringarnar byrja hjá ráðamönnunum að það er eins og með þursinn..Þó þú höggvir af honum hausinn sprettur bara annar eins upp í staðinn frá sama búknum.
ERGO Engin breyting bara nýr haus á gömlum grunni.
p.s ég vil samt þakka Rúv fyrir að senda þáttinn út þó hann hafi ekki verið í beinni..sem hefði verið betra..og þar með koma mjög mikilvægu efni til allra landsmanna sem eiga rétt á því að vita hvað er að gerast. Magnað að sjá þögnina sem ríkir á flestum fjölmiðlunum um efni fundarins í gær. Ekki stafkrókur í dagblöðunum í morgun t.d.
Hvað er eiginlega í gangi og hver stjórnar þessari þöggun svona vel?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.1.2009 | 12:31
Er öll þjóðin andvaka???
Undanfarnar nætur hef ég átt erfitt með að sofna og það sama hefur átt um aðra fjölskyldumeðlimi. Við verðum syfjuð og þreytt en getum svo bara alls ekki sofnað og erum að ráfa og rápa hálfa nóttina. En við erum ekki þau einu..ég heyri frá alls konar fólki sömu sögu og hef rekist á það á blogginu líka að fólk er ekki að sofa vel eða hreint ekkert. Hvað ætli valdi..liggur eitthvað í loftinu lævísa eða erum við bara orðinn yfirspennt og kvíðin öll sömul??
Og veðrið er alltof rólegt miðað við árstímann að mínu mati. Kannski er þetta lognið á undan storminum. Það er hver taug þanin en hvað veldur veit enginn. Sumir segja að þegar miklar hörmungar ganga yfir marga í einu finni samvitundin þjáninguna og þar með við öll. Vonandi kemur að því að við lærum að skynja og finna þjáningar bræðra okkar og systra sem okkar eigin. Þá væru svona hörmungarstríð eins og við horfum upp á núna á Gaza ekki möguleg né svona græðgisvæðng fárra á kostnað heillar þjóðar ekki liðin. Þjóðin sæti ekki og spekúleraði hvort réttlætanlegt væri að mótmæla hófsamlega eins og fjármálaráðherra leggur til eða með aðeins meiri ólátum eins og "ungmenni þjóðarinnar! vilja...eða hvort við ættum ekki bara að bíða og sjá hvort lastabælin muni ekki bara lúsahreinsa sig sjálf með vorinu.
Nei þjóðin væri mætt út á göturnar og myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en réttlætið sigraði og þjóðararfinum væri rétt og jafnt skipt. Já ég hlakka til þegar við slikjum betur að á einhverjum stað erum við öll eitt og það sem við gerum öðrum gerum við líka okkur sjálfum.
Vá hvað sumir eiga eftir að verða hissa þegar þeir fá sitt tsunami karma yfir sig. Heila flóðöldu af eigin verkum óklippt. Þá þýðir ekkert að reyna að kaupa sér syndaaflausnir fyrir 370 millur. Ó nei.
p.s
ég ætla ekki að byltingarblogga á næstunni því ég er að halda vörð um andlega og líkamlega heilsu mína. Í staðinn ætla ég að stunda skapandi skrif og skrifa ævintýri og ljóð um framtíð án helvítis pakksins..afsakið orðbragðið... ég meina háttvirtra ráðamanna eins og Sigmundur Ernir myndi kalla skrílinn sem týndi hjartanu og lét svo greypar sópa um hirslur gamla fólksins sem var flutt nauðungaflutningum af dvalarstað sínum til margra ára og troðið í herbergi með ókunnugum og geymt þar....
Sko!!! Get ekki hamið mig yfir fáránleikanum og firringunni á þessu skeri.
Eins gott að ég snúi mér bara að ævintýrunum og ljóðunum núna!!!
Bloggar | Breytt 13.1.2009 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
3.1.2009 | 12:45
Seðlar og svæfingar..það sem kom fyrir ísland.
Seðlarnir tóku völdin og græðgin réði för og meðan sváfu ráðamenn og embættismenn djúpum svefni. Og nú vaknar þjóðin upp í miðri martröð afleiðinganna og reynir að mótmæla spillingarfnyknum sem svífur yfir vötnunum. Grímurnar falla hratt þessa dagana og Stöð tvö hefur sýnt að aflið sem rekur hennar fréttir eru auglýsingatekjur og út á þær má afbaka og beygla fréttir fyrir landsmenn, Sigmundur Ernir missir sig í fjálglegar lýsingar og ýkjur sem eru ekki sæmandi fréttamanni sem vill vera tekinn alvarlega af stórfelldum skemmdum og líkamsmeiðingum sem svo þegar nánar sr skoðað eru sundurbrenndur kapall og hald af blysi sem einhver óviti henti í hópinn og lenti því miður undir auga eins starfsmanns stöðvar tvö.
Ef ég hefði verið áskrifandi væri ég búin að segja upp áskriftinni..en ég bíð þó spennt eftir að sjá fréttirnar af framgöngu starfsmanns seðlabankans og bróður hans svæfingarlæknisins gagnvart mótmælendum á gamlársdag í kvöld á fréttastöðvunum. Að myndbandið verði sýnt svo fólk þekki vinnubröðgin og útlit þeirra sem standa vaktina fyrir valdið í landinu. Það er ef sannleiksástin ræður för á fréttastofunum.
Krafa almennings hlýtur hins vegar að vera sú að þessir menn hætti í störfum sínum eftir fauta og fantaskap sem þeir sýndu almenningi.
Á svona tímum þurfum við að vera vakandi og athugul og sjá hvað kemur hvaðan. Núna þegar það er farið að hitna verulega í kolunum og kröfurnar verða æ háværari um óspillt stjórnvöld og embættismenn og kröfurnar verulega farnar að velgja þeim undir uggum mun það gerast sem er þekkt hjá svo mörgum þjóðum.
Okkur verður att gegn hvort öðru svo öll orkan og baráttan snúist frá stjórnvöldum og verði innbyrðis milli þegnanna. Þetta getur orðið ávísun á borgarastyrjöld gott fólk ef við höldum ekki vöku okkar. Svona lið sem poppar upp til að gera læti og hvetja til ofbeldis í þeim eina tilgangi að ná akkúrat þessum erjum fram. Þetta er þegar byrjað að sýna sig og við skulum virkilega vara vakandi og eins fyrir þeim fréttum sem fjölmiðlarnir flytja okkur. Núna höfum við engar afsakanir til að láta afvegaleiða okkur og skammta okkur upplýsjngar sem henta ráðamönnum. Lesum bloggið vel og skoðum allt sem sett er inn..myndbönd , myndir og fréttir og hugsum sjálfstætt og metum hlutlaust eins vel og við getum það sem er raunverulega í gangi. Verum vakandi og athugul.
Það er 13 mótmælafundurinn í dag á Austurvelli og krafan er skýrari en nokkru sinni. Við viljum óspillt stjórnvöld og embættismenn.
Öðruvísi verða engar breytingar hér á landi og svona "embættismenn" eins og við sjáum verða sjálfum sér og embættum sínum til verulegrar skammar eins og Ólafur Klemensson hefur gert ásamt bróður sínum svæfingarlækninum munu halda áfram að stjórna í skjóli frekju og yfirgangs ásamt góðum skammti af hroka og vanvirðingu fyrir borgurum landsins. Þetta er samt skemmtilega táknræn tvenna..Herra Seðill og svæfingarlæknirinn...segir svolítið um hvað gerðist. Þjóðin var svæfð með peningum..eða von um peninga og nú reynir svæfingarlæknirinn allt sem hann getur til að halda vaknandi þjóð sofandi meðan Hr Seðill reynir að lumbra á helvítis kommadruslunum sem skilja ekki að peningar eru það eina sem vert er að lifa fyrir. Að það leyfist allt í valdi fjármagnsins og þeir sem hafa völdin og peningana munu ekki sleppa gerræðinu sínu átakalaust. Fyrr munu .þeir skríða út úr rottuholunum og sýna almenningi sitt rétta andlit.
Og í guðanna bænum ekki trúa öllu sem sagt er í sjónvarpinu..ég er hreinlega gapandi yfir þeirri skrumskælingu sem ég hef sjálf persónulega orðið vitni að. Rúv tók til dæmis ítarlegt og flott viðtal við prúðbúna konu á gamlárs sem var að mótmæla fyrir utan Borgina. Þar sem ég stóð álengdar gat ég heyrt hvert orð sem hún sagði. Viðtalið var mjög flott..hún gerði skýra grein fyrir hverju væri verið að mótmæla og af hverju..var virkilega skýr og skorinorð og ég hugsaði með mér. Loksins fengu fréttamenn verulega sterkar og skýrar ástæður og nú skilur fólkið sem setið hefur heima mun betur afstöðu og aðgerðir mótmælenda. En var viðtalið svo birt í fréttum Rúv??? Nei auðvitað ekki!!
Las pistil einhversstaðar um heimskulegar spurningar heimskra fréttamanna..en er nokkuð von á öðru þegar þeir ganga erinda eigenda sinna sem eiga þeirra hagsmuna að gæta að ekki verði hröflað við neinu??
Ég ætti eiginlega að minnast á Ara Edwalds þ´ðo mér verði hreinlega illt í maganum að hugsa um þann kjána. Hvernig hann telji sig umkominn að stíga fram í fjölmiðli sem hann stýrir og hvetja lögregluna til að nota frekara ofbeldi og harkalegri aðgerðir gegn fólki er mér óskiljanlegt. Samt ekki þegar maður skoðar hvaðan hann er sprottinn og hverja hann hefur umgengist og unnið með sl ár af auðmannagenginu. Þetta er alltaf sama sagan. Samtryggingar og einkavinavæðingar allt rækilega hnýtt saman og ekkert getur grandað. Allra síst lýðurinn arðrændi sem á að nýtast lengur og meir sem vinnuafl fyrir þessa herra.
Sjáumst á Austurvelli í dag klukkan 15.00 og stöndum saman sem fólkið í landinu. Látum ekki glepjast til að fara í erjur við hvort annað..við erum öll saman í þessari hrikalegu krísu og þurfum hvort annað og samstöðuna til að losa okkur við spillingaröflin og byrja svo upp á nýtt. Að byggja land sem er bjóðandi afkomendum okkar. Laust við gerræði, spillingu og hroka.
Svo ætla ég að senda nokkur mail...t.d til Seðlabankans og krefjast þess að Ólafi Klemenssyni hagfræðingi verði gefin lausn frá starfi sínu sem hann er greinilega engan veginn að höndla og svo bið ég til Guðs að ég lendi aldrei í höndum vonda svæfingalæknisins. Hann gæti fattað að ég væri mótmælandi sem er örugglega verra en kommúnisti í hans huga og þá efast ég um að ég fái að vaka lengi og segja það sem mér finnst. Sem er þetta....just in case ef þeir finna mig á austurvelli í dag..Mér finnst þið hallærislegir og ljótir og heimskir í þokkabót. Og hana nú!!!
p.s Ég er samt ferlega fegin að þið skylduð gera þetta Hr Seðill og Svæfingarlæknir. Nú þurfum við ekkert að reyna að sannfæra fólk um hvernig þið eruð og hvað býr að baki. Þið sýnduð sjálfir ykkar rétta andlit og ég bara þakka ykkur innilega fyrir hjálpina. Það verður örugglega metaðsókn í mótmælin núna þegar fólk sér svart á hvítu hverju er verið að mótmæla. Takk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari