3.9.2013 | 22:47
Einu sinni var...
Það er orðið afskaplega laaaangt síðan ég bloggaði síðast en eins og með svo margt í lífinu kemur sumt til baka og heimtar að fá að vera til aftur..vill ekki láta gleyma sér. Þannig er einmitt með þetta blogg mitt sem hefur verið að kalla mig til baka lengi lengi en ég þráast við eins og geðillur uxi.
En svo gefur eitthvað eftir...reyndar bara mjúklega og býr til pláss fyrir öll ósögðu orðin sem vilja birta sig og segja í sínu eigin samhengi sögurnar sem vildu ekki gleymast. Um upplifunina af því að vera í og af þessum heimi. Heimta að fá að vera til og vera með. Og þær eru margar sögurnar sem hafa safnast saman í vitundinni og vilja vera sagðar og skrifaðar. Láta deila sér út í veröldina og vera með í heiminum meðal manna og kvenna sem kannski vilja lesa. Felast á bak við bókina sem verður kannski aldrei skrifuð. En svona konublogg miðaldra kerlingar sem liggur margt á hjarta er kannski örlítil lækjarspræna sem vill fá að fljóta með í lífsins niði. Svo kemur bara í ljós hvað stendur skrifað þarna hinu megin. Þetta er allavega einhver byrjun á einhverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2010 | 20:21
Litfögur regnhlíf yfir Reykjavík.
Mikið er spennandi að fylgjast með þeim breytingum sem nú eru að verða á landslaginu í pólitíkinni.
Til hamingju Reykjavík og borgarbúar með nýja og spennandi borgarstjórn.
Ég trúi því að hið gamla og úrelta sé nú að víkja fyrir raunverulegum gildum eins og samvinnu, heiðarleika og kærleika.
Við skulum ekki vanmeta hugtök eins og ímyndunarafl,gleði og sköpunarkraft.
Þetta eru sterkustu drifkraftar mannsins og löngu tímabært að færa þau inn í alvöru stjórnmál. Samfélag sem byggir á þessum gildum er samfélag sem ég vil búa í og leggja mitt af mörkum að smíða.
Gangi ykkur vel kæru borgarfulltrúar hvar í flokki sem þið standið.
Undir þessari litfögru regnhlíf getur allt gott gerst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2010 | 10:13
Vatnaganga
Vildi bara minna á Vatnagönguna kl 12.00 á hádegi í dag 14. júní.
Safnast verður saman við Reykjavíkurtjörn Ráðhúsmegin til stuðnings afnámi Vatnalaganna. Takið með ykkur könnur, vaskaföt, skúringafötur og hvaðeina sem heldur vatni og svo verður gengið að Kirkjustræti 0.
Vatnið er lífæð okkar mannkynsins og jarðarinnar. Ef það er eitthvað sem við verðum að standa vörð um er það vatnið. Vitið það að sum staðar er fólki bannað að safna sér regnvatni þegar búið er að takmarka aðgengi þess að vatninu. Það er í einkaeigu og skal greitt fyrir.
Hvað ætli Herrann á himnum segi við svona yfirgangi og frekju græðgispúkanna á jörðinni?
Sagði hann ekki einmitt að það skyldi rigna jafnt á réttláta sem rangláta þegar hann skapaði rigninguna? Hellidemba og úrhelli jafn fyrir góða sem og græðgispúka. Einn dropi fyrir þig og einn dropi fyrir mig.
Jamm. Þannig á það einmitt að vera. Vatn fyrir ALLA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2010 | 20:20
Hjartablöðrur og bloggskuggar.
Gamli bloggskugginn minn er farinn að elta mig. Segir að það sé tími til kominn að vera með í bloggheimum aftur eftir langa fjarveru. Minnir mig á hversu gaman það getur verið að skiptast á skoðunum, segja sögur og deila reynslu.
Kannski að hann hafi bara rétt fyrir sér sá gamli. Freistar mín með hjartablöðru sem á víst að tákna það að maður eigi að elta í sér hjartað og ef hjartað fyllist löngun sé stundum gott að láta undan henni. Og ef maður bloggi ekki á slíkum ögurstundum sem nú eru þá verði maður bara eins og skugginn af sjálfum sér. Haldið þið að þetta sé rétt?
Kannski ég gefi sjálfri mér það í afmælisgjöf að byrja aftur að blogga. Ég á nefninlega afmæli í dag og er orðin vel rúmlega árinu eldri en síðast þegar ég bloggaði af einhverju viti. 13 er líka happatalan mín og sumir vitringar segja að hún sé englatala.
Æ ég stenst hann ekki þennan skugga með hjartablöðruna.
Hann er búinn að standa yfir mér svo lengi þetta grey:)
Gaman að sjá ykkur aftur bloggvinir. Ef einhverjir eru hér enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2009 | 14:33
Ég er svoleiðis búin að steingleyma hvernig maður bloggar.
Alveg sama hvað ég rembist eins og rjúpan við staurinn...ég get bara ekki bloggað. Alltaf þegar ég sest niður og ætla að skrifa eitthvað yndisaukandi og hjartahlýjandi tæmist mitt kvenhöfuð og fingurnir sitja lamaðir á lyklaborðinu. Ætli hjartað í mér sé frosið og hausinn á mér loksins orðinn tómur? Bara galtómur.
Hugleiðslumeistarar myndu eflaust hrósa mér fyrir tómið og segja að ég væri bara í núinu...en svei mér þá ef ég vil bara ekki vera einhversstaðar allt annarsstaðar en í þessu raunveruleika núi sem við okkur blasir.
Var að lesa bloggið mitt frá upphafi og skoða hvernig bloggið hefur breyst eftir tímabilum í lífi konu. Fyrst var allt í álfum, ævintýrum , ljóðum og myndasögum. hugleiðingum um lífið og tilveruna, svo tók við heimflutningurinn og yfirgegnileg ást mín á landi, veðrum vindum, stormum og alíslenskri eftirvæntingu. Sú eftirvænting breyttist svo snögglega í bandóða byltingarhúsmóður sem bloggaði um mótmæli og mótmælti og barði bumbur og vonaðist til að með því yrði hægt að flytja björgin sem standa fyrir því að við getum hafið uppbygginguna á fallega draumórakennda framtíðarsamfélaginu sem ég ber í hjartanu.
Svo komu kosningarnar. framboðin og loforðarunurnar um að nú skyldi sannleikurinn verða sagður og allt sett upp á hið margumtalaða borð sem aldrei hefur fundist.. og enn heldur "ástandið " áfram og versnar bara ef eitthvað er.
Og ég get bara ekki bloggað meir. Er hvort eð er ekki búið að segja allt sem hægt er að segja, hugsa, halda og ímynda sér? Verður maður ekki að fara að gera eitthvað??
Einhverja hugmyndir kæru bloggvinir. Ég hef saknað ykkar mikið mikið....
Lífið fer í hringi og kannski ég fari bara aftur að yrkja ævintýraleg ljóð um hlýju og hjartalag hirðingja. Eða töfrastundir og trúverðugleika heimsins. Eða bara eitthvað...gott.
En samt...þetta myndi flokkast sem bloggfærsla..er það ekki:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.5.2009 | 16:56
Walk your talk!
Það er gott að þingmenn og ráðamenn hvetji þjóðina til góðra verka. Eftir að hafa hlustað á margar ræður frá Alþingi þar sem við fólkið erum hvött til að sýna samstöðu, vera kjarkmikil, skapandi, nota hug og hyggjuvitið ásamt því að taka nú höndum saman, snúa bökum saman og virkja mannauðinn til góðra verka og endurreisnar samfélagsins okkar, láta nú verkin tala og bretta upp ermarnar þá segi ég nú bara..."Hvernig væri nú að þingið og ráðamenn gangi á undan með góðu fordæmi og þingmenn og konur tækju nú höndum saman, sýndu samtöðuna, hugvitið, skapandi hugsun, brettu upp ermarnar og létu nú verkin tala. Að þeir sem senda þessi skilaboð frá sér geri þau að sínum eigin?
Einhversstaðar stendur að eftir höfðinu dansa limirnir og það er lágmark að þetta fólk gangi á undan með góðu fordæmi og hvetji svo þjóðina til að gera eins og þeir gera. Það þýðir lítið að standa í ræðupúlti og tala og mala um hvað við eigum að gera og hvernig við eigum að vera þegar þeir sjálfir eru svo uppteknir af því að gera alveg öfugt.
Ég hef engar áhyggjur að þessir eiginleikar búi ekki með þjóðinni og að þá sé alla hægt að virkja til góðra verka....en hvatningin og fordæmið þarf að koma frá þeim sem voru kjörnir til slíkra verka og smitast svo þaðan út í samfélagið.
Ég er stolt af félögum mínum úr Borgarahreyfingunni sem nú eru á þingi og finnst þau bera með sér ferska vinda og mikla von um breytingar á mörgum sviðum. Sérstaklega þeirri afstöðu að skoða hvert mál fyrir sig og fylgja því sem er gott fyrir þjóðarhag hvort sem tillögurnar koma frá stjórn eða stjórnarandstöðu í stað þess að vera í einhliða gallharðri stjórnarandstöðu sama hvað tautar og raular eins og sumir. Vonandi ná þessir vindar að hreyfa við hári á höfðum þeirra sem enn eru rígfastir í úreltum vinnubrögðum sem skila þegar upp er staðið akkúrat engu. Alþingismönnum ber fyrst og fremst að fara eftir eigin samvisku og sannfæringu og ég vona innilega að þeir geri svo og setji hag þjóðar framar hag flokksins eða flokkseigenda. Núna verðum við öll að vera nógu hugrökk til að uppræta spillinguna, samtrygginguna og hagsmunagæsluna og umbylta samfélaginu til góðs fyrir okkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2009 | 23:05
Myndir segja meira en þúsund orð.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2009 | 16:39
Nýir vendir sópa....
...stolt af mínu fólki!
Núna verðum við öll að taka höndum saman og vinda okkur í verkin sem bíða..og þau mega ekki bíða lengur!
Lýsa áhyggjum af foringjastjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2009 | 13:51
Framtíðarsýn?
Eitt vantar alveg í umræðuna um Ísland og það er hver framtíðarsýnin er. Hvernig sjáið þið framtíðarlandið og af hverju?
Eftir allt sem á undan er gengið...hvernig samfélag viljum við sjá rísa á rústum þess gamla. Hvaða gildi og hvers konar áherslur? Endilega deilið hugsunum ykkar og skoðunum með mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2009 | 15:29
Samtakamáttur og samkennd.....
Nú verðum við að bera gæfu til að taka saman höndum öll sem eitt og takast á við öll þau stóru verkefni sem bíða okkar.
Verum bjartsýn og hugrökk... og óhrædd við að gera þær breytingar sem þarf að gera til að hér verði til öflugt lýðræðisríki og samfélag sem hugsar vel um allt sitt fólk. Ég er sannfærð um að við stöndum á merkum tímamótum og nýjir kraftar séu komnir til leiks. Bara það að konur eru nú tæp 43% á alþingi mun breyta áherslunum og við þurfum á visku og kvenvitundinni að halda eftir þessi hörðu stjórnmál sem hafa átt heiminn í árþúsund.
Ég er vongóð og bjartsýn og sé fyrir mér að við..og þá er ég að tala um okkur þjóðina alla... getum með sameiginlegu átaki og jákvæðu viðhorfi fundið magnaðan samtakamátt og umbylt samfélaginu okkar eins og við viljum hafa það. Nú er þetta ekki um að halda með liðum heldur með okkur öllum.
Hugsum vel um hvort annað næstu mánuði og ár og hjálpumst að við að komast á fætur aftur í heilu lagi.
Blikkum gæfuna og góðvildina og sýnum okkur sjálfum og umheiminum sem nú horfir á okkur með eftirvæntingu úr hverju fólkið í þessu landi er gert. Krafti, dugnaði, heiðarleika og samtakamætti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari