13.2.2008 | 19:42
Ha ha ha ha ha......
Í morgun þegar ég var í svefnrofunum og fjölskyldan var að taka sig til að mæta í vinnu og skóla heyrði ég eftirfarandi þegar pabbinn var að vesenast eitthvað inni í borðstofu við að strauja skyrtuna sína áður en hann fór í vinnu og klæða sig.
Sonurinn..Pabbi í hverju ertu eiginlega??
Pabbinn..Nú vinnuskyrtunni minni.
Sonurinn.. Nei,þetta getur ekki verið þín skyrta.
Pabbinn..Jú víst, þetta er nýja skyrtan sem ég keypti mér um daginn. Hún er bara meira stælis en hinar skyrturnar mínar.
Sonurinn Ertu viss..mér finnst hún eitthvað skrítin á þér..straujaðir þú hana eitthvað vitlaust??
Pabbinn...Nei hvaða vitleysa, hún er fín á mér og á að vera svona. Byrjaði að hneppa að sér
Dóttirin.. Pabbi þetta er ekkert þín skyrta
Pabbinn..Jú víst...eins og ég sagði..þetta er skyrtan sem ég keypti í voða flottri tískubúð í Kringlunni um daginn!! Skoðar sig í speglinum og finnst hann bara voða fínn. Þegar þarna var komið sögu hafði ég augun opin og horfði fram eftir ganginum á það sem fram fór.
Sonurinn..Nei þetta er hvíta spariskyrtan sem mamma fékk lánaða hjá systur sinni um daginn. Hrikalega hneykslaður á pabbanum að sjá þetta ekki
Pabbinn..Nohj..hvaða vitleysa..þetta er mín skyrta..hélt áfram að hneppa og sollis
Dóttirin..Pabbi það eru mittissaumar á henni og hún er aðsniðin
Pabbinn..Nei hvað er að ykkur Haldiði að ég myndi fara í konuskyrtu í vinnuna..eruð þið ekki almennilega vöknuð???.Setur á sig bindi og alles Skyrtan samt eitthvað þröng utan um bumbuna svo hann fer að tékka og finnur sína skyrtu í þvottabalanum.....!!!!
Þetta var semsagt morguninn sem maðurinn minn gerði allt hvað hann gat til að fara í vinnuna í hvítu flottu dömuskyrtu systur minnar....
Mikið rosalega hefði ég viljað sjá upplitið á vinnufélögunum hans ef krakkaormarnir hefðu ekki stoppað kallinn í að fara svona í vinnuna. Ég er búin að gefa þeim skýr fyrirmæli að leiðrétta ekki svona skemmti-uppákomur í framtíðinni og leyfa pabba sínum bara að ráða sínum eigin fatastíl. Hann fylgist nebbla svooo vel með tískunni.
Þegar hann fór kallaði ég..."Hey Óli minn færðu ekki að fara í vinnuna sem aðalpæjan..ha?? Og svo lá ég bara og brosti út í myrkrið.
Lengi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.2.2008 | 19:22
Athugun 21
Hvað dettur þér í hug, upplifir eða hugsar þegar þú sérð þessa mynd??
Vinsamlegast skráið niðurstöðu ykkar í athugasemdir.
Takk fyrir.
P.s þarf að setja inn kjúklingasalatsuppskrift bráðlega sem er betri en allt sem ég hef áður smakkað. Alger himnasæla bara.
p.s.s Og fer ekki alveg að koma tími á almennilega ljóða og sögukeppni hér á nýju ári??
Takk aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.2.2008 | 15:10
Hversu lengi getur gott batnað???
Svei mér þá ef þessi hrikalegi stormur um helgina hafi ekki feykt burtu einhverjum hindrunum í mannshafinu.
...og eftir magnaða málverka og listasýningu hjá Söru Vilbergs á laugardeginum í Gallerí Fold Rauðarárstíg þar sem var stórskemmtilegt fólk og hittingar með alls konar flækjum eins og íslendingum einum er lagið..þar tóku líka lagið strákar sem heilluðu konu uppúr skóm og sokkum.. og fyrir utan kvennapartýið á laugardagskvöldið þar sem örlaganornir hlupu sveittar á milli að tengja örlagavefinn og prjóna saman ætlanir og áætlanir sem eiga eftir að sýna og sig og margsanna...já fyrir utan alla þessa skemmtun og gleði sem náði að rúmast á einni helgi þá lágu bara skemmtilegheitin og fyrirboðin um betri tíð og blóm í haga um allar lendur okkar. Ísland er svoleiðis nýskúrað og skínandi eftir öll lætin að það er hægt að spegla nýþvegna þjóðarsálina í því.
Það er bara eins og fjársjóðskistunni hafi skolað á land og nú sé bara okkar að munda lykilinn og opna hana. Og nota bene..hún er ekki troðfull af silfurpeningum heldur einhverju allt öðru sem mun koma okkur öllum svo til góða.
Svei mér þá ef hún er ekki bara troðfull af bjartsýni, batnandi fólki sem best er að lifa í sátt og samlyndi, hellings samkennd og ilmandi berjalyngi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 10:13
Það er alveg sama hvað ég rígheld í lakið...
......ég er alveg við það að fjúka út úr rúminu. Og það er varla farið að birta. Hef það á tilfinningunni að það búi eitthvað í rokinu og regninu sem lemur á gluggann minn. Best að klæða sig fallega og fara þarna út dansandi og hlusta á þessa tónlist sem kemur í gegnum votviðrið og vindinn.
Ég er með lag á heilanum sem er alltaf í útvarpinu og það er svo fallegt og ljúft. Verði ljós..syngur söngvarinn og ég sem held mest uppá þessi tvö orð..Verði ljós og það að koma í ljós. Á endanum kemur allt í ljós. Mjúkt og hlýtt.
tra la la la la.
En nú er ég rokin af stað að kaupa mér fallega hvíta skyrtu því ég hef verið boðin í dömupartý og er ekki að hugsa um neitt annað en í hverju ég ætti að vera. Og að ég verði að muna eftir að fá systur mína til að gera á mér hárstrýið.
Og ekki nóg með að mér hafi verið boðið í dömupartý heldur fékk ég sérstakt boð til að koma og skoða bíl í dag. Léttar veitingar og magnaðar ljósmyndir á veggjum hef ég heyrt.
Já..mér líður eins og ég sé eitthvað svona important lady og eins og dömupartý og bílaýning séu ekki nóg, stendur mér líka til boða að fara til Köben með æskuvinkonunum að rifja upp minningar sem eiga ekki heima á prenti. Og ég sem var að fá mér bókasafnskort og er hrikalega upptekin við að lesa Heilræði Lásasmiðsins eftir Elísabetu Jökuls.
Sé ekki hvernig kona kemst yfir allt þetta.
Byrja á hvítu skyrtunni og tek þetta þaðan...Það er engin kona með englum nema klæðast hvítu.
Fokin!!!!
Já eitt enn...þar sem myndlistasýningunni minni fer að ljúka og ég hef hvergi pláss fyrir allar þessar myndir ætla ég að gera eitthvað bráðsniðugt eins og það að halda brunaútsölu..af því að það er búinn að vera brunagaddur skiljiði..og senda þessar yndir þangað sem þær munu njóta sín á yndislegan hátt.
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.2.2008 | 11:53
Ég og heilladísirnar mínar þurfum aðeins að skreppa....
Útsýnið sem við virðum fyrir okkur núna er okkur framandi og alveg nýtt. Allt það gamla sem þvældist fyrir fótum okkar er fokið út í buskann í þessum vindum sem ganga yfir landið og það er tímabært að sigla að ókunnri strönd og sjá hvað bíður okkar þar.
Við erum mjög spenntar að sjá og skoða þessa nýju veröld en um leið erum við líka svolítið á tánum því við vitum ekki hvort við erum klæddar við hæfi. Hvort við munum falla í kramið á óþekktum undrastað.
Og hvað við munum bera með okkur aftur heim eftir þessa óvissuferð verður bara að koma í ljós. Tókum allavega með okkur marga og stóra kistla til að setja dýrmætin í. Og pössum vel upp á lyklana. Það eru engin not af dýrindis fjársjóðum læstum og lokuðum í kistum sem engir ganga að lyklarnir.
Hvort það er gáfulegt að senda saman 5 síðklæddar konur með svört höfuðföt og hanska til að ákveða sín á milli um framtíðir er örugglega ekkert mjög niðurstöðuvænlegt. Tala líklegast allar í kór og öllum finnst þær hafa réttast fyrir sér . Látið mig þekkja það. Það var nú ekkert smá mál að verða bara sammála um það að vera allar í svörtu.
Þetta verður furðuleg og frábær ferð hjá okkur heilladísum eða óheillakrákum..fer svona eftir því hvernig á það er litið. Segjum bara að við séum fagurlitaðar konur í svörtu og síðu utan yfir okkur. Er eitthvað sérstakt sem þið vilduð fá með heim úr þessari ferð til undralands sem myndi bæta og kæta ykkur lífið????
Það sakar aldrei að óska sér..ef maður er viss um hvað maður vill!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2008 | 01:30
Hvernig fannst ykkur sunnudagsbíómyndin..Bagdad Café??
Merkilegt..ég sá þessa mynd fyrir tuttugu árum og hún hefur setið í mér síðan því mér fannst hún svo æðisleg.. Svo þegar ég sá hana í kvöld mundi ég varla nokkurt atriði úr henni en tilfinningin fyrir henni var sú sama. Bara æðisleg!!!!!
Veit samt ekki hvað það var nákvæmlega sem fangaði hug minn og hjarta svona sterkt áður en sé það núna og finnst svolítið sniðugt að ég hafi á einhvern hátt verið á sömu nótum þá og nú. Breytist maður aldrei neitt???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
1.2.2008 | 10:19
..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
30.1.2008 | 11:29
Frostrósir, þungur hnöttur og kerlingaspor.
Ég var að spá í hvort það væri ekki tímabært að drífa sig í svona gjörning sem hefur það markmið að hafa aðeins minna af mér á þessari jörðu..Eru ekki einhver þyngdartakmörk fyrir svona hnetti svo þeir haldist örugglega á flugi eitthvað áfram?? Var að spá í að kannski myndi það hjálpa mér og jörðinni að fækka kílóunum um svona 5. Svo aftur spurning hvort svona strekkingur um mig miðja eins og Jóna Á notar á Árshátíðum geri gagnið??
Ég er farin að breiða fullmikið úr mér fyrir minn smekk og grey fötin mín geta varla andað þegar ég treðst í þau. Hvar fást aftur þægilegu velúrgallarnir sem vaxa með frjálsum konum? Kannski eru það samt ekkert endilega aukakíló sem eru að íþyngja þessari jörð eða kvennahjörð sem hér hoppar? Kannski bara eitthvað allt annað eins og t.d skortur á skilningi eða skápaplássi fyrir dýrmæti eins og hamingju og innri hugarró?
Annars er ég hætt að blogga...er í svona stuði að hætta hinu og þessu og helst flestu þessa dagana. En ég ætla samt ekki að hætta við suma hluti eins og t.d þann draum að láta mig fljóta í litríkum loftbelg yfir heimsins höf þegar ég verð gömul og lenda bara til að ná mér í meira púrtvín og paprikkuskrúfur. Og kannski eina og eina Capri.
Mun örugglega mest halda mig fyrir ofan París og Flórens á ítalíu, Prag eða Barcelóna og kannski taka eins og eina og eina bunu yfir London svona rétt til að rifja upp árin mín þar.
Listinn yfir það sem ég ætla að hætta að gera núna er svo langur að það væri firra og vitleysa að reyna að koma honum fyrir í einni bloggfærslu. Listinn yfir það sem ég svo ætla að halda áfram að gera eða byrja á að gera er hins vegar enn í mótun eða ódreymdur.
Sjáum bara hvað setjur og hvernig hlutir raðast í kolli konu sem man aldrei í hvorn fótinn hún á að stiga. Þann hægri eða þann vinstri?? Já og meðan ég man..eigið þið ekki örugglega velgerða kuldagalla fyrir komandi kuldakast? Það verður lítið stuð hérna ef við ætlum öll að verða frostrósir þó þær séu alveg einstaklega fallegar. Fegurð er nefninlega ekki það sama og hlýja..munið það elskurnar. Það er alveg einstaklega mikilvægt að auka hjartahlýjuna í samræmi við frostið þarna fyrir utan...Mér segir svo hugur að hjartahlýjan okkar sprengi alla skala á næstunni og það er einmitt og akkúrat það sem frostpinnar eins og við þurfum.
Knús.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.1.2008 | 03:09
Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn......
Hver/ Hvað er veikasti hlekkurinn í íslensku þjóðlífi???
Hvað gerir þessa þjóð veika???
Hvað heldur henni saman...hver er hennar styrkur???
Bloggar | Breytt 27.1.2008 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.1.2008 | 00:27
Þetta æðislega ísland.....
Vá hvað landið okkar er smart og kröftugt!!! Verð bara að viðurkenna að sumt sem fór í taugarnar á mér hér áður fyrr er fokið út í veður og vind enda ekki annað hægt í svona djúpum og kröftugum lægðum sem ganga yfir reglulega og kenna okkur að kúra saman og standa saman þegar á reynir. Og eftir þannig veðurofsa kemur hvítur og hreinsandi snærinn og leggur mjúka og hreina sængina yfir okkur öll og gerir allt bara fallegt og hreint. Hindrar okkur á stundum að fara of hratt..að æða áfram án þess að vita fótum okkar forráð. Lætur okkur hægja ferðina og stundum að festast...og svei mér þá ef það er ekki bara hollt fyrir þessa ofur-kröftugu þjóðarsál að slappa af í hundaslappadrífu endrum og sinnum. Ísland er bara FLOTT!!!
Í dag þurfti ég að fara með dósir og gler og flöskur í Sorpu því sonurinn er að safna fyrir ferð til spánar svo þeir strákarnir geti sparkað bolta á spáni í sumar. Á móti mér tóku menn sem töluðu bjagaða íslensku en það fyrsta sem þeir sögðu svo sætt var..Velkomin í sorpu..get ég hjalpad?? Og þeir voru svo hjálpsamir og fallegir og í hjarta mínu bauð ég þá hjartanlega velkomna til landsins.
Svo týndumst við dóttirin og ég uppi á Höfðum.Fundum ekki rétta Höfðann enda búið að breyta og bæta vegakerfið þannig að maður endar einhvernveginn alltaf á vitlausum stöðum..sá þar ungann mann með ljóst liðað hár undan húfu og spurði...Hey hvar er Stórhöfðinn staðsettur núna??
Hann vissi það ekki alveg og ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur við myndum bara keyra og leita þar til við finndum. Hann gekk alveg að bílnum okkar og brosti svo fallega og sagði svo með einlægni í rómnum..Góða skemmtun!!! Og vitiði bara hvað..þessi orð hans urðu áhrínisorð dagsins...Við skemmtum okkur konunglega að taka vitlausar beygjur, keyra rangar götur og enda einhversstaðar allt annars staðar en við ætluðum. Eitt lærðum við...ef þú ætlar vestur beygir þú og tekur götuna sem sýnist snúa í austur og þá kemstu vestur. Slaufurnar fallegu leiða alltaf í þá átt sem þú ætlar ekki. Magnað!!! Og ferlega skemmtileg gestaþraut að leysa svona í dagsins önn.
Svo fórum við Theodóra yngsta dóttir mín í bíó í kvöld og sáum Brúðgumann. Jesús minn hvað ég ætla að senda þessa mynd til bestu vina minna í Englandi...Algerlega stórkostleg landkynning og kynning á löndum mínum. Kom heim með bros í hvarmi og titrandi hjarta yfir hvað við erum stór þó við séum fá og hvað við erum dugleg og sterk og skemmtilega klikkuð þjóð. Já hér á ég Heima.
Bara elska þetta land og þessa þjóð...þó að misvitrir ráðamenn fari ekki alltaf að lögum og reglum...eða kannski frekar rétt að segja að gildum okkar hinna...þá hef ég tru á því að svona kerlingar og karlar sem byggja svona eyju láti á endanum ekki allt yfir sig ganga. Íslendingar reyna meira að segja að stjórna náttúruröflunum og sprauta bara vatni á iðandi hraun sem ógnar þeirra veruleika og sveigja náttúruna sér í hag. Það geta ekki allir. Bara í gallharðir íslendingar. Og engum öðrum myndi detta í hug. að reyna slíkt.
Ekki í eitt einasta augnablik halda að við getum ekki byggt hér dýrðar dásemdar samfélag sem stendur uppúr......bara þora að láta í sér heyra og aldrei gleyma þessum eyjarkrafti sem gerir okkur engum öðrum lík. Íslendingar eru Náttúruandar sem munu skapa eitthvað einstakt. Ryðja burtu hindrunum þegar þeir muna hverjir þeir eru og láta ekki einhverja kafsoðna karla og kerlingar sem hafa gleymt gildunum taka yfir. Við þekkjum og skiljum hvert annað....eigum eitthvað sem er svo dýrmætt og einstakt að við bara eigum að standa vörð um gjöfina okkar. Og vera um leið megnug að deila henni með öllum öðrum...sem vilja við henni taka.
Segi það og skrifa.
Algerlega einstök þjóð!!!! Aldrei gleyma því
Enn kem ég til þín íslenska þjóð
sem átt þér sagnaminningar og ljóð
og byggt hefur þetta blessaða land
í ellefu hundruð ár
Goldið afhroð , glaðst og sigrað
grátið svo þín tár eru perlum öllum dýrri
okkur þeim sem hafa lifað.!!!
Þetta er 1. erindið af ljóði sem ég flutti 12 ára gömul standandi á kókkassa bak við risastórt ræðupúlt sem fjallkonan í Hafnarfirði og ég gleymi aldrei!!!
Undir okkar heiðskýra yfirborði blundar kraftur sem þarf útrás...... út í þessa veröld. Margt býr í vetrarmyrkrinu og björtu sumarnóttunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 311443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari