29.11.2007 | 11:43
Með hnullung í hausnum
Þegar ég halla höfðinu er eins og ég sé með steinhnullung sem dettur út í hliðar hauskúpunnar og kremur í mér heilann. Ef ég beygi mig fram er eins og risabjörg fari fram af brún og skelli í enninu á mér rétt fyrir ofan augun. Þar fyrir utan hef ég það nokkuð gott. Fékk myndirnar mínar úr römmun í gær hjá honum Markúsi sem er sannur íslendingur og "reddar" hlutunum þó hann sé að drukkna í vinnu. Svo hentist ég að sækja printið fyrir hana Guðný Svövu af tvíburakonunni sem hún valdi sér sem verðlaun fyrir flotta ljóðið hennar sem vann í síðustu sögukeppninni hér.
Þar sem ég fór að sækja printið rakst ég að mjög góðlegan mann sem spurði hvort ég væri systir systur minnnar sem ég játti auðvitað. Hann sagði að þau ynnu stundum saman..og svo sagðist hann lesa bloggið mitt og kynnti sig. Mér varð eitthvað svo mikið um þennan myndarmann að ég hreinlega yfirgaf staðinn í einhvers konar huliðsskýi og skildi veskið mitt eftir með öllum milljónunum eftir á borðinu hjá þeim. Öðlingurinn hringdi svo til mín þar sem ég var með fullan bíl af málverkum, dóttur, vinkonu og barnabarni fyrir utan innrömmunarversktæðið og bauðst bara til að skutla því heim til mín þar sem hann væri að fara á einn stað úti í bæ. Svo vel vildi til að staðurinn var akkúrat vinnustaður mannsins míns svo hann skutlaði veskinu mínu bara til hans. Svona spinna nú örlaganornirnar vefi sína á snilldarlegan hátt, það fer ekkert framhjá þeim þegar þær eru í vinnunni get ég sagt ykkur...og eins og það væri ekki nóg hitti ég Lísu bloggvinkonu hjá tryggingafélaginu þar sem ég skaust inn til að fá endurskinsmerki fyrir börnin. Ekki hægt að þau labbi í skólann á morgnana í dökkum fötum og kolsvarta myrkri. Og bara svo þið vitið það..því ég var búin að leita út um allt af endurskinsmerkjum.... þá fást þau ókeypis hjá tryggingafélögunum.
Núna ætla ég að gleypa verkjalyf..sem ég geri næstum aldrei nokkurn tímann en kona verður að halda áfram með sitt þrátt fyrir hnullunga í höfði. Ég elti bara á mér hausinn sem er þyngsti hluti líkamans núna og reyni að halda andlegu og líkamlegu jafnvægi meðan þessi flensa fer í gegnum ónæmiskerfið mitt. Hef sólhattsdropana í mínu liði og sturta þeim reglulega í minn kropp og veit að þeir gera sitt besta til að vinna orustuna svo ég geti staðið fallega án þess að vera með hausinn í gólfinu, horslóð á eftir mér og rauð sokkin augu á myndlistarsýningunni minni á laugardaginn.
Mikið eru nú málverkin fín og falleg komin í svona ramma..bara eins og þau hafi verið sköllótt og alsber áður en þau fengu þessa fínu búninga til að vera á hátíðinni. Allt annað að sjá þau núna.
Það er ekkert unaðslegra en hörpuleikur við höfuðverk...Nú ætla ég að hlusta á jólalega geisladiskinn með Palla og Moniku þar sem hún leikur svo fallega á Hörpuna.
Diskóið hans Palla verður hins vegar að bíða betri tíma.
Munið svo að nota endurskinsmerkin í svartasta skammdeginu elskurnar mínar.
Sjáumst!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Bloggfærslur 29. nóvember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari