Leita í fréttum mbl.is

Fjúkandi rjúkandi rokhviður í lífsins ólgujólasjó

Ég var rétt aö fjúka heim úr Hafnarfirðinum þar sem er kolvitlaust veður eftir aö hafa kíkt í heimsókn til mágs míns með blóm í tilefni afmælis hans í sl viku. Ætlaði auðvitað fyrir löngu að vera farin með blómin en það hefur verið svo mikið að gera. Veit ekki hvað hefur gerst síðan ég kom heim. Ég er bara á spani og ani alla daga út og suður.

Stikla bara á stóru hér og tylli niður tám á þeim stöðum sem mér finnst bloggverðir.

Á föstudagssíðdeginu þegar ég keyrði í gegnum hringtorgið í vesturbænum í kulda og frosti næstum því kúrandi og volandi við stýrið sá ég skemmtilega sjón sem hlýjaði mér um hjartarætur. Á miðju hringtorginu í fönn sat maður á postulínsklósetti með brækurnar niður um sig og las í bók. "Það er ekki einleikið hvað jólabókavertíðin nær víða þessa dagana" hugsaði ég með sjálfri mér og kímdi. Ég sjálf nýbúin að lesa bók Arnaldar Indriðasonar Harðskafi liggjandi í flensu undir sæng og það hefði aldrei hvarflað að mér að setjast út á hringtorgið og pissa þar meðan ég las. Alltof kalt fyrir utan það að vera kannski of spéhrædd til að gera slíkt. Ég veit reyndar ekki hvað maðurinn var að lesa þarna...en það hlýtur að hafa verið mjög spennandi!!!!! Mæli hins vegar mjög með Harðskafanum og myndinni sem ég fór með krökkunum að sjá um helgina...Duggholufólkið.  Þrjár gelgjur sem sátu á næsta bekk fyrir aftan okkur flúðu salinn argandi og gargandi vegna spennunnar. Algerlega frábær mynd og mæli ég eindregið með henni fyrir alla fjölskylduna. Bloggvinir mínir koma víða við..Ásthildur Cesil kemur þar við sögu og svo Beta bloggari sem klippir myndina. Bara fimmstjörnubíó þarna á ferðinni.Smile

Ekki finnst þó öllum málverkasýningin mín vera fimmstjörnu virði og fékk ég póst um það í gestabókina á blogginu sem ég vil endilega að þið lesið. Get því miður ekki kópíað og peistað það hingað inn. Það er alltaf lærdómsríkt að sjá hvernig aðrir upplifa það sem maður er að gera.

Að halda sýningu er eins og að setja sjálfan sig á vegginn allsberan og bíða dómsins. Og maður fær hann beint í æð. Bæði jákæðan og neikvæðan. Og við það verður maður að lifa eða deyja. Þannig er bara lífið og listin að lifa. Maður gerir aldrei öllum til geðs...þess vegna er mest um vert að vera sjálfum sér trúr  hvað sem tautar og raular.  Við erum jú eina manneskjan sem við þurfum að lifa með í gegnum súrt og sætt alla tíð og það er engin undankomuleið út úr því.

Annars er það helst að frétta að jólaskapið er í góðu formi og jólaljósið komið í eldhúsgluggann ásamt 6 glitrandi jólaeplum og heilsan í fínu lagi eftir smá aðlögun að íslensku veðurfari með hósta hnerrra og hálsbólgum.

Og hið íslenska rok sem nú hvín fyrir utan gluggann minn finnst mér einstaklega sjarmerandi og hressandi og ég finn bara hvernig það feykir burtu því sem þarf að fara. Best ég kíki út á hringtorgið og athugi með manninn sem les þar á klóinu...trúii ekki öðru en að hann sé kominn í skjól og búinn að hysja upp um sig brækurnar og bækurnar.

Óskabókin mín í ár er Sköpunarsögur með viðtölum við rithöfunda. Þá verður minn jóladagur fullkominn..á náttbuxum með appelsín og malt og Nóakonfekt að lesa í snjókomu.

Bara perfect!!!Heart

Knús og Jólamús.

trees

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 11. desember 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband