Leita í fréttum mbl.is

Einu sinni á jólanótt...

...er rétt komin heim af einni af nýju hefðunum mínum. Hefð er ekki hefð fyrr en maður hefur endurtekið efnið nokkrum sinnum en stundum gerist það að maður þarf bara að fara einu sinni og þá veit maður í hjarta sínu að hefðin er fædd og það á heilagri jólanótt.

Fórum í miðnæturmessu í Fríkirkjunni og hlustuðum á Pál Óskar og Moniku..Palli tók eitt af sínum eðaldiskólögum með hörpu-undirleik og prestsskonan var svo fallega hvítklædd með fjaðraskraut í hárinu og maðurinn fyrir framan mig felldi tár þegar Palli söng með mér..ok ...líka öllum hinum...við semsagt sungum viðlag við lag um geimverumanninn og engilinn sem hann var í raun. Bara MAGNIFICENT miðnæturs jólastund!!!Heart

Og ég bara veit að þetta er núna orðin hefð í mínu lífi að mæta...þó ég sé bara búin að fara einu sinni.

Núna ætla ég að skríða uppí rúm og byrja að lesa Sköpunarsögur..tek með mér örfáa konfektmola og einn dropa af appelsíni. Pabbinn og drengurinn halda eflaust áfram að reyna að pússla pússlinu saman á borðstofuborðinu. Hva..það þarf enginn að vakna í fyrramál nema hrafnarnir og spörfuglarnir og á morgun munum við hvort eð er ekki gera neitt nema að spranga um heimilið á JOE BOXER náttbuxum...sumir í þrennum.... lesa, spila, horfa á jólamyndir og borða afganga meðan magamál leyfir. Sofið vel og njótið jólanna alla leið.

Bíð svo spennt eftir áramótunumm...þau eru bara best!!!

Jólakoss um nótt!!!

snow_carpet


Bloggfærslur 25. desember 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband