23.3.2007 | 22:48
Útsýnið og draumlífið
Lífið er bara jafn létt og fjöður ef maður getur látið sér líða þannig.
Hvað er það sem léttir lund og líf?
Hverjir eru hlekkirnir sem halda aftur af öllu því sem leyfir manni og þér að fljúga?
Hugmyndir?
Fly baby fly!!!!!!
Í draumum þýðir hús alltaf þú sjálfur. Hvernig er húsið'?
Eru kjallarar fullir af drasli..háaloft af ókönnuðum leyndarmálum...opnir og bjartir gluggar eða myrkvaðir salir huldir þungum gluggatjöldum? Allt opið og bjart..ljósið skín inn og þú horfir út?
Um hvað er húsið þitt í draumi?
Vatn er svo alltaf merki um tilfinningar og eldur um innri tilfinningar. Svoleiðis má lesa margt úr undirvitundarverundinni. Hundar eru tryggir vinir og snákar um ótrygga vini sem bíða eftir að bíta og meiða. Undirferli og lygi. Okkar að vita og finna út hvað er hvað. Man þegar mig dreymdi ógeðissnákinn sem reyndi að bíta af mér tærnar ....nagaði eins og hann gat með opið ginið skóna mína....vissi ekki að ég var með stáltá!!!! Þann dag gat illgjörðarmaður minn ekki gert mér neitt mein. Nagaði sig bara í hel.
Eigið góða drauma.
Bloggar | Breytt 24.3.2007 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.3.2007 | 20:44
Jedúddamía...næstum 10 milljón heimsóknir...
....ehhhh...ég meina 10 þúsund heimsóknir á bloggið mitt sem er það sérvitrasta ever í bloggheimum. Er ekki dásamlegt hversu mörg við erum sem erum svona sérvitur inn við beinið??? Man fyrst þegar það var sagt við mig að ég væri sérvitur þá varð ég bara móðguð. Núna finnst mér gott að vera sérvitur. Veit semt ekki alveg hvað það orð þýðir samkvæmt orðabókinni en kýs að trúa að það þýði að vera vitur í sér..sjálfum sér.
Og leyfa hinum að vera sérvitrir í sér sjálfum. Sérvitringar koma nú oft upp með eitthvað sér-stakt ...eða sér-kennilegt. Jafnvel sér-lundað eða sér-hmmmm. Þarf aðeins að búa til eitt enn orð sem byrjar á sér eitthvað. Ahhha...sérviskulegt.
Hver er þín sérviska????? Og upp nú þar til við komumst í 10 milljón heimsóknir...
Afsakið óskhyggjan að gera útaf við mig. Meina auðvitað 10 þúsund. Hitt kemur seinna. Nema það sé alger sérviska að vilja fá 10 milljón heimsóknir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.3.2007 | 17:55
Garðálfar og góð orka yfir og allt um kring!
Meðan garðálfarnir vinna í garðinum hjá mér um helgina ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldunni minni.
Horfa á Little Miss Sunshine sem ég hef heyrt svo margt frábært um.
Elda kjúkling fahitas
Finna ilminn af Madagaskar vanillu ilmkertunum.
Njóta nýju lífgefandi orkunnar sem ég fékk úr dásamlegu Reiki hjá nýja nágrannanum eftir göngu um akra og lendur englalandsins með Kalla hundinum hans. Gott að hafa aðgengi að óendanlegri endurnærandi orku og trú á hið góða sem umlykur okkur allsstaðar og alltaf.
Hugsa um fréttina sem ég las í blaðinu í dag. Hún fjallaði um að samtök kvenna gegn heimilisofbeldi sem eru að setja upp neyðarskýlli fyrir ofbeldismenn til að dvelja í og fá þar meðferð gegn ofbeldishneygð sinni. Móðirin þarf þá ekki að yfirgefa heimilið með börnin og leita í skýli heldur sá sem beitir ofbeldinu. Mér fannst þetta frábær hugmynd sem fjarlægir þann sem er að valda skaðanum af heimilinu í neyðarathvarf sem unnið er markvisst með viðkomandi til að stoppa ofbeldið. Það er eftir allt fullt af góðum hlutum að gerast í veröldinni.
Horfa á túlípanana sem eru í öllum vösum um allt hús og kúra við kertaljósin með meðan það rignir svona. Elska kallinn minn mest eins og alltaf.
Góða helgi bloggvinir og gestir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 23. mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari