Leita í fréttum mbl.is

Töfrar og tíu tær

Ég veit að lífið er allt fullt af töfrum.

Töfrarnir sveima stöðugt í kringum mann og syngja dansa og pota í mann. En meðan maður er Þyrnirós og sefur vært trúandi á veröld sem á enga töfra þá galdrast ekki neitt til manns. Það hreinlega nær ekki í gegnum svefninn.

Þess vegna sagði ég alltaf þegar ég var lítil að ég ætlaði að verða Vekjaraklukka þegar ég yrði stór.

Mér fannst það göfugasta hlutverkið af öllum.

Að vekja allt sofandi fólkið og leyfa því að njóta töfranna. Hvað getur verið betra starf en það?

trees

Og það sem meira er. Ég er enn ákveðin í að vera VEKJARAKLUKKA.

Snara inn atvinnuauglýsingu í Moggann og býð mig fram til starfa.

Er handviss um að það verður brjálað að gera hjá mér. Allir stjórnmálaflokkarnir munu örugglega vilja fá mig til starfa til að vekja upp kjósendur.

Umferðarráð fær mig til að vekja upp sofandi ökumenn svo við fáum betri umferðarmenningu og svo get ég alveg séð fyrir mér að skólarnir þurfi mig líka. Já og fjöldi vinnustaða.

Vá hvað það verður mikið að gera hjá mér!!!

skúlptúr klukka

Kirkjan gæti líka alveg notað vekjarklukku til að vekja upp sofandi sauði sína. Svo þarf auðvitað að vekja upp alla sem hafa sofnað á verðinum gagnvart vísitölunni og kærleikanum.

Það eru töfrar í sjálfu sér að vera með tíu tær.

 Þannig heldur maður jafnvægi á þessari jörðu. Og töfrarnir og töfrabrögðin snúast öll um að að finna jafnvægi.

Gera ekki of mikið eða of lítið. Vera í þessum heimsfræga "ballance" sem allir tala um en fæstir eru í. Líkamlega, andlega og tilfinningalega.

samræmi

                                 HeartJAFNVÆGIHeart                                 

 


Bloggfærslur 17. apríl 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband