Leita í fréttum mbl.is

Töfrar og tíu tær

Ég veit að lífið er allt fullt af töfrum.

Töfrarnir sveima stöðugt í kringum mann og syngja dansa og pota í mann. En meðan maður er Þyrnirós og sefur vært trúandi á veröld sem á enga töfra þá galdrast ekki neitt til manns. Það hreinlega nær ekki í gegnum svefninn.

Þess vegna sagði ég alltaf þegar ég var lítil að ég ætlaði að verða Vekjaraklukka þegar ég yrði stór.

Mér fannst það göfugasta hlutverkið af öllum.

Að vekja allt sofandi fólkið og leyfa því að njóta töfranna. Hvað getur verið betra starf en það?

trees

Og það sem meira er. Ég er enn ákveðin í að vera VEKJARAKLUKKA.

Snara inn atvinnuauglýsingu í Moggann og býð mig fram til starfa.

Er handviss um að það verður brjálað að gera hjá mér. Allir stjórnmálaflokkarnir munu örugglega vilja fá mig til starfa til að vekja upp kjósendur.

Umferðarráð fær mig til að vekja upp sofandi ökumenn svo við fáum betri umferðarmenningu og svo get ég alveg séð fyrir mér að skólarnir þurfi mig líka. Já og fjöldi vinnustaða.

Vá hvað það verður mikið að gera hjá mér!!!

skúlptúr klukka

Kirkjan gæti líka alveg notað vekjarklukku til að vekja upp sofandi sauði sína. Svo þarf auðvitað að vekja upp alla sem hafa sofnað á verðinum gagnvart vísitölunni og kærleikanum.

Það eru töfrar í sjálfu sér að vera með tíu tær.

 Þannig heldur maður jafnvægi á þessari jörðu. Og töfrarnir og töfrabrögðin snúast öll um að að finna jafnvægi.

Gera ekki of mikið eða of lítið. Vera í þessum heimsfræga "ballance" sem allir tala um en fæstir eru í. Líkamlega, andlega og tilfinningalega.

samræmi

                                 HeartJAFNVÆGIHeart                                 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er vöknuð.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Velkomin á fætur Jenný mín. Það jafnast ekkert á við það að vera vel vakandi. Sjáðu mig t.d.

Fór upp á loft til að ná í tölvutöskuna mína og kom niður með gloss.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einu sinni þegar ég var ódæll strákur og prakkarapúki, þá gisti ég hjá vini mínum og svaf á dýnu á gólfinu. Um morguninn kom mamma hans inn til að vekja okkur og ég heyrði í gegnum svefninn. Guð minn góður hvað hann er fallegur og friðsæll þessi drengur svona sofandi.  Ég tími varla að vekja hann.  Ég hugsaði þá með mér að ég ætti kannski bara að sofa það sem eftir væri, svo fólki þætti vænt um mig og fyndist ég fallegur.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 11:04

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

..... Æ blessaður engillinn!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 11:09

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert engillinn

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2007 kl. 14:16

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Það eru töfrar í sjálfu sér að vera með tíu tær, yndisleg setning

þú ert yndisleg og færð örugglega fullt af verkefnum. flotta kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:26

7 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hélt að þú hefðir ákveðið - to be a wake - þá myndu þeir sem væri í kringum þig líka vakna.

Vilborg Eggertsdóttir, 18.4.2007 kl. 00:04

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ertu að meina út af glossinu???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.4.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 311096

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband