Leita í fréttum mbl.is

Gef þér 5 myndir og þú býrð til sögu

sjónhverfingar

218639

10046791200293410-001

clownsand the bible

Notaðu nú hugmyndaflugið og búðu til sögu út frá þessum myndum.

Verðlaun í boði fyrir bestu söguna!!! Sá/sú sem kemur með bestu söguna fær að velja sér print úr galleríinu mínu. Printin eru stærð A4 eða A3.

Bloggarar kjósa svo bestu söguna á miðvikudaginn!!! Og látið nú hugmyndaflugið fljúga!!Wizard

 


255 færslur

Ég lofaði að gefa ykkur eitthvað sætt eftir ferð mína til London í gær. Eftir að hafa skoðað rauðu tveggja hæða strætóana, Tindátana fyrir utan höll drottningar og postulínsveggdiska með mynd af Díönu prinsessu þá fannst mér að ég ætti að gefa ykkur eitthvað sem skipti meira máli.  Eitthvað sem fengi ykkur til að hugsa og humma og velta fyrir ykkur. Ég ætla að deila með ykkur minningu frá London. Og engri venjulegri minningu. Hún er súrrealísk og óraunveruleg en dagsönn. Líf mitt er troðfullt af óraunverulegum upplifunum og atburðum sem eru samt eins sannir og ég sit hér og hamra á lapptoppinn minn. Af hverju veit ég ekki. Það er lífsverkefnið mitt að finna út úr þessu öllu.

Café London

Fyrir nokkrum árum þegar ég var liststúdent fórum við nemendur til London að sjá sýningu í Tate safninu í London. Fórum að sjá samsýningu Picasso og Matisse. Svarnir óvinir var sagt um þá í lifanda lífi og voru víst alltaf að metast um hvor væri betri málari og máttu varla hvorn annan sjá. Man eftir einu verki Picasso. Auður stóll í herbergi með yfirgefinn pensilinn liggjandi á stólnum, ærandi þögnin og söknuður eftir vini og samherja.  Málaði þá mynd eftir dauða Matisse. Held þeir hafi nefninlega elskað hvorn annan svona í alvörunni. Skilið og deilt listinni og á stundum þjáningarfullri leið hennar.

Til að ég myndi nú ekki gleyma þessari skemmtilegu ferð í listasafnið keypti ég tímarit sem selt var niðri í miðasölunni og fjallaði um þessa sýningu. Eftir miklar háfleygar pælingar og viturleg ummæli um öll þessi listaverk ákváðum við nokkrir vinir að fá okkur kaffitár á kaffihúsinu á 7. hæð safnsins og njóta um leið útsýnisins yfir Thames ánna. Vinir mínir úr skólanum voru skondnir og skemmtilegir. Við vorum flest mjög hippalega til fara enda að koma úr listaskólanum í sveitinni og djúpum pælingum Steiners alla daga . Áttum aldrei peninga fyrir neinu og það skipti máli hvað kaffi kostaði. Sátum einmitt við borð saman, ég og kona frá Búkarest sem skellihló alltaf af öllu, og tveir karlar. Annar sérvitur prentari úr sveitunum fyrir norðan og hinn gamall hippi sem hafði miklar áhyggjur á þessu okri á kaffinu í London. Meðan þau voru að skoða kaffilistann og bera saman verð á kaffi víða um evrópu fór ég að fletta tímaritinu sem ég hafði keypt mér. Þar rakst ég á grein sem vakti athygli mína. Hún eiginlega greip mig og hélt mér fastri. Fjallaði um Brasilískan eða belgískan ljósmyndara sem tekur myndir af hinum Landlausu. Fólkinu sem á hvergi heima. Á hvergi land sem það hefur rétt á að ganga á. Hvernig er hægt að vera jarðarbúi og mega ekki ganga og lifa á jörðinni??

Með þessari grein fylgdu magnaðar myndir. Ein var heilsíða af lítilli stúlku. Ekki meira en svona 9 ára gamalli. Standandi ein í rykugri auðn svo skítug og svo sorgmædd og týnd. Með dökkt flókið hár og illa klædd í einhverjar fatatægjur. Og augu. Augu sem heltóku mig og soguðu mig inn í sig. Full af áleitnum spurningum og landleysi. Allt í einu var ég hún. Ég stóð í auðninni og fann þreytuna og vonleysið heltaka mig. Reyndi með þurri tungunni að sleikja rykið af vörunum og fann fyrir litlum steinvölunum sem ég stóð berfætt á. Svo magnvana og aum, en samt á sama tíma svo dugleg að lifa af hvern dag í einskis manns landi. Finna mér pláss þar sem ég væri ekki rekin burtu rétt á meðan ég hvíldi mig fyrir óendanlega gönguna. Vitandi að fætur mínir áttu engan réttinn til að ganga á landinu. Það væri brot gegn lögum og reglum einhverra að leyfa steinvölunum að meiða fætur mína. Jarðarbúi sem mátti ekki vera á jörðinni. Og ég var hún og var búin að vera alla hennar ævi. Hafði enga vitund  um að "ég" væri í raun húsmóðir sem ákvað á miðjum aldri að fylgja minningu um að vera listakona og rithöfundur til annars lands og láta á sjálfa sig reyna. Sem mátti stíga niður fæti hvar sem henni þóknaðist og labba berfætt og eiga réttinn til landsins. Jarðarinnar.

Ég flaug, sogaðist. Eins og með krafti sem náði í gegnum tíma og rúm og hávaðinn var á við herþotu á ógnarhraða. Kom utan úr fjarskanum og í gegnum vegginn á kaffihúsinu þar sem safngestir hvíldu lúna fætur og fengu sér kaffisopa. Veggurinn splundraðist og ég lenti á borðum og stólum og fólki og kaffibollum áður en ég magalenti á miðju gólfinu. Lá þarna hreyfingarlaus og þorði ekki að anda. Þorði ekki að opna augun og sjá allt messið í kringum mig. Gat samt ekki alveg skilið hvernig og hvað gerðist. Tók mér óratíma að opna augun og mæta augnaráði hinna sem eflaust vildu skýringar á hvað ég héldi eiginlega að ég væri að gera. Opnaði augun varfærnislega með dúndrandi hjartslátt.

Ég sat í stólnum við kaffiborðið með vinum mínum og þeir voru enn að spá og spekúlera í verðinu á kaffinu. Mikael vinur minn var bara rétt að sleppa orðinu sem hann var að byrja að segja mörgum árum áður. Níu árum áður. Þau höfðu ekkert tekið eftir fjarveru minni og lífið gekk sinn vanagang. Klukkur tifuðu, fólk drakk kaffi og ég var uppfull af tilfinningu um að lífið er ótrúlega skrítið og óútskýranlegt á stundum.  En samt alveg hreina satt. Og eftir situr tilfinning og vitund um að við erum öll eitt.  Að það sé blekking að halda að aðrir komi okkur ekki við. Ég geymi þetta tímarit og skoða stundum myndina til að minna mig á. Set hana hér með svo þið megið velta fyrir ykkur, hugsa og humma á sunnudegi.

landlaus

Þessi færsla er endurbirt. Þar sem þetta er færsla númer 255 fannst mér við hæfi að birta eina af uppáhaldsfærslunum mínum núna.


Góðan dag

thumbs up

Life is good!

Í morgun er ég búin að.....

Fara á fætur klukkan hálf sjö og gera ákveðið morgunverkefni.

Vekja krakkana í góðan morgunverð og spjalla í rólegheitum áður en farið var í skólann.

Fórum svo í yndislega skógargöngu og skoðuðum bláklukkurnar og kanínurnar með kærum vini og Kalla hundinum hans.

Tókum á móti öðrum kærum vini sem kom í morgunkaffi og áttum fróðlegt og skemmtilegt spjall um merkilega hluti.

Svo ég býst ekki við neinu öðru en að dagurinn haldi áfram að vera frábær og vona að þú eigir líka frábæran dag.

blóm og bý

Best að athuga hvað er næst á "to do" listanum mínum og ..

Then just do it!!!!

 


Bloggfærslur 23. apríl 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband