12.7.2007 | 09:04
Skafarinn, skafarinn.
Man eftir því þegar skafarinn keyrði um göturnar þegar ég var lítil. Þetta var risastórt gult tryllitæki sem skóf göturnar og sléttaði úr öllum almennilegum drullupollum og stíflum sem við dunduðum okkur við að gera þegar ringdi. Og þegar skafarinn kom og keyrði eftir götunum hlupum við krakkarnir í hópum á eftir honum og öskruðum til að yfirgnæfa hávaðann..skafarinn skafarinn!!!!
Aldrei grunaði mig þá að einn góðan veðurdag yrði ég svo sjálf skafari með meiru. Ekki það að ég æði hér um götur og skafi þær..enda allar malbikaðar og fínar og ekkert pláss fyrir almennilega drullupolla. Nei ég er annars konar skafari.
Ég er skafmiðaskafari.
Þegar ég fór í litlu matvörubúðina í miðbænum í gær var afgreiðslumaðurinn upptekinn við að brjóta saman langa lengju af svona skafmiðum. Mér hefur einhvernveginn aldrei dottið í hug að fá mér einn, en þarna hvíslaði einhver rödd að mér.."Fáðu þér einn, fáðu þér einn". Og áður en ég vissi af var ég búin að kaupa mér skafmiða og á leið með að verða skafari.
Þegar ég kom heim skóf ég með viðhöfn af miðanum og viti menn. Haldiði ekki að ég hafi unnið heil 12 pund!!! Svo ég rölti mér aftur þangað úteftir í gærkveldi og rétti afgreiðslumanninum sem þá var á vakt miðann minn. Hann er krúttikarl sá afgreiðslukarl. Með skjannahvítt liðað hár og myndi örugglega heita Glókollur ef mamma hans væri íslensk. Það liðast fallega um allan kollinn á honum og alveg niður á háls. Hann borgaði mér 12 pund. Ég rétti honum þau strax til baka og sagðist ekki hafa áhuga á peningunum..ég vildi frekar fá 12 skafmiða í staðinn. Hann horfði á mig og sagði.."Ef þú vinnur hundrað þúsund pund þýðir ekkert að koma hingað og fá borgað...þá verður þú að fara í höfuðstöðvarnar" Sagði mér svo frá karli sem hafði aldrei á ævinni tekið þátt í neins konar happdrætti en keypti sér svo skafmiða og vann hundrað þúsund pund og dó svo stuttu seinna. Svo ég er mjög fegin að vera að byrja á þessu ekki nema 44 ára gömul. Svo nú sit ég með 12 skafmiða í hendi og undirbý mig fyrir að skafa og skafa . Hugsið ykkur...það getur bara vel verið að eftir allt skafið hafi líf mitt breyst og ég geti bara rölt upp á fasteignsölu og borgað inn á óðalssetrið sem á að vera svona heillahreiður fyrir fólk í leit að sjálfu sér. Þar er líka draumastúdíóið mitt og frábær galleríssaðstaða. Skrifstofa, nokkrar litlar íbúðir og vinkjallri undir húsinu. Og í endanum er lítið cottage..íbúð sem hentar mér og mínum milljón prósent vel. Hobbitastigi upp á loft..og...úff best að halda áfram með skafmiðana.
Það skyldi þó aldrei vera...??? Ég verð svo spennt að hugsa um alla möguleikana sem geta falist á bak við þetta silfurgráa skaf að ég tími hreinlega ekki að skafa alveg strax. Geri það kannski bara síðdegis.
Legg svo á og mæli um
að pottur minn fyllist
af gulli og geimsteinum.
Þegar ég hef lokið sköfuninni geri ég tilkall um að verða hér eftir nefnd..Skafarinn mikli frá Skagafirði. Þó ég sé ekki beint og alveg þaðan þá hljómar skafari og skagafjörður eitthvað svo vel saman.
Rosalega er gaman að vera svona eftirvæntingarfull.
Það getur vel verið að ég skafi bara aldrei af þessum 12 skafmiðum. Geymi þá í silfurkonfektkassanum og alltaf þegar ég held að mig vanti eitthvað sárlega þá get ég handfjatlað þá og hugsað um hvað sé undir silfurgráa skafinu. Kemst svo að því að ég hafi alveg nóg í bili og set þá aftur undir rúm í í konfektkassanum. Það er nefninlega svo gott að vita að maður eigi möguleika því með þeim kemur vonin og með von í hjarta getur maður allt, alltaf.
Megi dagurinn ykkar vera troðfullur af öllum hugsanlegum möguleikum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 12. júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari