Leita í fréttum mbl.is

Dásemdarkvikmynd og draumur um mannauð

Var að horfa á kvikmyndina Fur með Nicole Kidman og æ honum þarna hinum....og hún var bara æðisleg mæli eindregið með henni. Svolítið dularfull, draumkennd og mjög fallega tekin. ENGAR hraðar klippingar og tikkar bara í flest box hjá mér. Nicole er líka bara svo góð leikkona.

Svo sat ég í garðinum í smá stund því það kom sólarglæta og krakkarnir í hverfinu voru úti að leika.

Úr næsta garði heyrðist.."I am the Greatest" og önnur barnsrödd svaraði  "Oh no you are not. Not for much longer". Under, over, pepsi cola here we go!!! Þetta er greinilega einhver svona leikur. þau syngja þetta og sveifla höndum og standa á höndum og hoppa svo eins langt og þau geta.

Mér varð hugsað til þess að akkúrat svona líður börnum þegar þau eru ung..finnst þau frábær í sjálfum sér og finnst þau geta allt. Svo fara að laumast inn efasemdaraddir í kollinn á þeim, oft koma þær frá okkur stóra fólkinu með skilaboðin "ó nei það ertu ekki, ekki mikið lengur". Og svo er bara drukkið pepsi og hoppað út í lífið með hausinn fullan af alls konar skrítnum hugmyndum um ófullkomleika og getuleysi. Sköpunargáfan kæfð og barnið  og lífsgleðin týnd. 

Soldið sorglegar hugsanir í sólinni. Mikið vildi ég að við gætum kennt börnunum að halda áfram með þessa hugsun að þau séu frábær og fullkomin í sjálfum sér og smíðað menntakerfi sem byggir á skilningi á einstaklingnum og mannauðinum sem býr í fólki og því hversu allir eru einstakir hver á sinn hátt.

Sú menntastefna gæti til dæmis heitið draumur dansandi engils.Halo

englasöngur

 


Bloggfærslur 16. júlí 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband