Leita í fréttum mbl.is

Litir, ljós og skuggar. Og eitt lítið ljóð.

Í dag er rauður dagur.

 Dagur sem er fullur af krafti, elju og framkvæmdum.

mars

Hjartað í mér er eldrautt sem og blóðið, þó svo að hefðardaman í mér heimti á stundum að um æðar mér renni blátt blóð.

Hún trúir því að þá ætti hún faldar fjársjóðskistur og gullpeninga í handraðanum og gæti framkallað alla sína drauma samstundis, hér og nú.

satúrnus

Og meðan þær þrátta um litinn á blóðinu kemur inn gyðjan Fjólublá.

 Þessi sem hallar sér í tunglskini og horfir yfir heiminn í stökustu ró.

Og segir..."Það þarf ekkert alltaf allt að vera annað hvort eða. Það má og getur líka verið bæði".

Jafnvel allt.

Ég held að hún eigi við að það sé ekkert endilega bara til eitt rétt svar.

 Að svörin séu mörg og margvísleg sem hringsóli í kringum eina spurningu og komi til vegna mismunandi ústýnis þess sem horfir.

Tungl
Kannski dagurinn í dag sé fjólublár.
 Í algeru jafnvægi og vel blandaður,
   rauðum og bláum.
Eða kannski bara
Grænn og fullur af grósku og gleði?
venus
Þetta er þinn dagur svo þú hefur valið í eigin hendi.
Lífið er bara eins á litinn og þú litar það.
Eigið litríkan dag bloggvinir og litfagurt líf.
Litir læðast um lífsins skugga
leika sér og liðast
um króka og kima
Þeirra sem skima
eftir
 veðurblíðu.
Olíumálverk 70x70cm

Bloggfærslur 30. júlí 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband