Leita í fréttum mbl.is

Jæja , safnaði mér 599 krónum og á nú fullt af myndaplássi og nýjan bloggvin sem málar með kaffi!!

Þetta var nú ekki erfið aðgerð þegar að henni kom. Að kaupa meira myndapláss en eins og þið vitið er ég löngu orðin full....af myndum..... og varð að auka plássið og víðsýnina mína.

Á flakki mínu um bloggheima rakst ég á skemmtilegan karakter sem málar ofsalega fallegar og skemmtilegar myndir á striga með kaffi.

Það er eitthvað við kaffið. Svo heitt og dulúðugt. Töfrandi.

Kaffisopi á réttri stundu getur læknað ýmis hjartasár og opnað fyrir góðar samræður milli vina. Höfgur ilmurinn og dökki liturinn gera líka sitt. Seyða mann á framandi staði í sjálfum sér og gefa hugarfluginu aukinn kraft. Vekur upp sofandi og heldur vakandi hinum þreyttu. Já alger töfradrykkur og svona lítur hann út kominn á striga og í mynd eftir  Berg Thorberg nýja bloggvin minn. Hann heitir auðvitað KAFFI á bloggvinalistanum mínum.

mynd007

Þessi kaffimynd er eftir hann og heitir... Last supper on pin street.

Já nú brosir lífið við mér.

Sólin farin að skína, heitt á könnunni og ég á fullt hús mynda.

 Reyndar finnst mér að málverkamyndir eigi að heita yndir.

Af því þær eru svo yndislegar.

Ykkur er velkomið að kíkja á yndirnar mínar í galleríinu mínu og svo mæli ég með yndunum hennar Zordísar bloggvinkonu, yndunum hennar Ipanama og kaffi yndunum hans Thorbergs. Ef þið heimsækið síðurnar þeirra getið þið skoðað allar yndirnar þeirra.

Bara svona ef þið viljið auka yndið í lífinu ykkar.

untitledjdgj

 


Bloggfærslur 31. júlí 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband