27.8.2007 | 23:06
Epli eða appelsínur?
Ekki allt sem sýnist....
Ég hafði bara ekkert að gera eftir hádegið svo ég skellti mér út að tína epli. "Epli á dag kemur heilsunni í lag" segjum við á íslandi meðan að í englandi segjum við "An apple a day keeps the doctor away"!!! Sumarblíðan og sólin fengu mig til að fækka aðeins fötum enda verður manni bæði heitt við að klifra upp í stóru eplatrén og hrista þau duglega og syngja um leið hástöfum...Vorið er komið og grundirnar gróa..tra la la.
Nýju nágrönnum mínum líst örugglega bara vel á mig því þeir voru allir úti í glugga..samt smá feimnir ennþá því þeir földu sig bak við gardínur og ég sá bara í nefbroddinn á þeim. Gasalega lekker nýju laufin sem maður getur klætt sig í þegar maður er komin úr fötunum. Maðurinn minn kallaði mig Evu.."You Eva Me Adam "sagði hann og blikkaði mig.
Já þetta var bara alveg frábær dagur.
Svo gerðist nú eitt skrítið og kom þá í ljós að spekingar hafa alveg rétt fyrir sér. "The Wise Guys" kalla ég þá alltaf enda er ég svo léttlynd. Já sko þegar þeir segja að það sé nú ekki allt eins og það sýnist í henni veröld. Að oft sé flagð undir fögru skinni eða að maður eigi ekki að láta glepjast af umbúðunum.
Þessi sannindi eru dagsönn og viturlega mælt. Sjáiði bara með eigin augum. Rosalega var ég hissa. En nú er farið að kólna og ég ætla að fara úr laufblaðinu og skella mér í lopapeysuna mína og gammosíur. Eigið bara gott kvöld öll sömul.
Adam biður að heilsa. Hann er enn með einhvern undarlegan glampa í augum þegar hann horfir á mig. Örugglega laufblaðið sem er að hafa þessi áhrif á hann. Hann er forfallinn náttúrunnandi þessi elska eða þá að hann er svag fyrir konum á hælaskóm. Lengir lappirnar sko.
Þessi færsla var fyrst birt í mars en eins og allir vita týnir maður ekki eplin af trjánum þá. Núna er hins vegar uppskeru tíminn að ganga í garð og því við hæfi að laga stílfæra og endurbirta færsluna og leyfa henni að njóta þess sem rétt er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2007 | 17:53
Dáleiddar flugur, magnaðir maurar og ég alltaf jafn hissa!!!
Nú er ég loksins búin að setja inn myndina af dularfulla flugu og maurabardaganum sem átti sér stað í garðinum hjá mér um helgina. Vona að það sjáist hvað er þarna um að vera. Ef einhver skordýrafræðingur eða einhver sem veit meira um svona uppákomur les þetta má sá hinn sami alveg skrifa um það hér og svala forvitni minni.
Myndin stækkar ef þið tvísmellið á hana.
Þannig er að ég tók eftir flugum sem voru eins og hangandi á stráum eða grasi í garðinum og flugu ekkert um garðinn. Þegar ég kom nær sá ég að þarna var allveg fullt af maurum sem voru svona tuttugusinnum minni en þær og þeir voru alveg á fleygiferð um allt að draga þessar flugur niður í holur í jörðinni. Það var eins og flugurnar væru hálflamaðar eða dáleiddar..sumar höltruðu aðeins í burtu en voru svo dregnar til baka af maurunum. Það sem er mín spurning er hvað voru þær að hanga þarna á þessum grasstráum og af hverju flugu þær ekki bara í burtu??? Geta maurar bara dáleitt flugur og sagt..."þú getur ekki flogið..þú getur ekki flogið" og flugugreyin bara trúa því og láta þessa iðnu maura draga sig ofan í dimmar holur í moldinni? Guð má svo vita hvað gerist þarna niðri.
En vá hvað þeir eru skipulagðir og duglegir maurarnir. Eins og hver og einn viti nákvæmlega hvar hann á að vera og hvers er vænst af honum. Algerir litlir snillingar.
Þessari "uppskeruhátíð" mauranna eða hvað á að kalla þessa uppákomu lauk svo nokkrum tímum síðar. Þá sást ekki ein fluga á neinu strái og allt var orðið rólegt. Bara nokkrar litlar holur í moldinni. En mér fannst ég samt heyra ef ég hlustaði vel trumbuslátt og gleðisöngva þarna djúpt úr iðrum jarðar. Segir svo hugur að það hafi verið mauranir sem voru svona kátir með dagsverkið.
Ég var bara svo aldeilis hissa yfir þessu öllu saman svo ég tók myndir og ákvað að spyrjast fyrir um þetta mál hér á blogginu. Er það nema von að vinkona systur minnar hafi sagt um mig einu sinni.."Hún Katrín er alltaf svo hissa í framan".
Hvernig má annað vera þegar maður býr í veröld sem er alltaf að koma manni á óvart.
Ég viðurkenni það fúslega.
Ég er meira og minna steinhissa alla daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 27. ágúst 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari