29.8.2007 | 23:14
Hvað finnst þér best að lesa???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
29.8.2007 | 19:04
Góða drekaflugan
Þar sem ég sat úti í garðinum mínum áðan og var að lesa The Witch of Portabello eftir Paulo Coelho sem er enn eitt snilldarverkið hans flaug stór drekafluga næstum beint inn í hárið á mér . Sem betur fer festist hún ekki í hárstríinu á mér..bæði hennar vegna og mín vegna...heldur straukst bara við lokkana rétt áður en hún settist á þakbrúnina. Ég hljóp auðvitað inn og náði í myndavélina þar sem það er sjaldgæft að sjá slíkar flugur í garðinum enda halda þær sig mestmegins við tjarnir og votlendi þessar drottningar.
Til mikillar lukku var hún alveg heillengi á þakrennunni hjá mér og ég náði að festa hana á mynd.
Þessi drekafluga minnti mig á yndislega sögu sem gerðist fyrir nokkru síðan þegar vinkona mín ein kom í heimsókn til mín. Hún var að koma úr erfiðum uppskurði og kom í hvíldar og veikindafrí hingað til okkar. Ég tók hana að tjörn við skólann minn sem alveg hreint undurfalleg og full af vatnaliljum. Þar sem við sátum þar undir tré og nutum náttúrunnar sáum við stóra drekaflugu sem var á sveimi yfir tjörninni. Hún flaug beint fyrir framan vinkonu mína og flögraði þar með sínum silfruðu vængjum beint fyrir framan hana..eins og hún væri að horfa á hana eða reyna að segja henni eitthvað merkilegt.
Vinkona mín var nú fremur smeyk við svona stóra flugu og var ekkert vel við að hún væri að reyna að stara svona í augun á henni. Þetta var í október og laufin á trjánum farin að falla og þau sem voru á jörðinni farin að skrælna. En eins og allir vita...allavega sumir...þá eru dýrin oft að reyna að segja okkur eitthvað og það merkir stundum eitthvað sérstakt þegar dýr kemur í námunda við okkur á sérstakan hátt.
Drekaflugan flaug svo allt í einu niður við fætur vinkonu minnar og settist á jörðina beint fyrir framan fætur hennar og fór að bisa eitthvað við laufin sem þar voru. Okkur til mikillar undrunar vafði hún halanum á sér utan um eitt skrælnaða laufblaðið og hélt svo við það með afturfótunum um leið og hún flögraði með það upp í tréð og setti svo laufið varlega á trjágreinina innan um öll lifandi og grænu laufin.
Þetta fannst mér merkilegt!!!
Ég er alveg handviss um að hún var að koma með skilaboð til vinkonu minnar um að hún yrði alveg heil eftir þennan uppskurð og myndi blómstra aftur á ný. Og hún gerir það svo sannarlega í dag.
Er meira að segja ein bloggvinkona mín. Hún gefur sig bara fram ef hún vill.
Mér fannst þetta eitthvað svo fallegt og vona að drekaflugan sem var í garðinum mínum hafi verið að koma með svona skilaboð til mín...að allt sé gott.
Það er eitthvað svo mikið af dýrum í kringum mig núna..maurar, flugur og risaköngulær eru bara stöðugt að kíkja inn í líf mitt núna eins og sjá má á bloggfærslum mínum undanfarið.
Ég er engin sérstakur skordýraaðdáandi..ég viðurkenni það alveg.
En ég heillast af þeirra heimi og þeim undrum sem maður verður oft vitni að þar.
Verum góð við dýrin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggfærslur 29. ágúst 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari