30.8.2007 | 13:02
Hvað er það sem þú átt erfiðast með að trúa???
Ég hef óendanlegan áhuga á öllu sem viðkemur mannlegu eðli og lífi á öllum sviðum. Þá er ég lika að tala um svið sem eru ekki öllum sýnileg eða skiljanleg. Við búum í margvíðri veröld og þar má finna margt skrítið og skemmtilegt. Ég er að setja saman mína eigin frásagnir af furðulegum, ótrúlegum og skringilegum atburðum og uppákomum sem hafa gerst í lífi mínu. Sumt tel ég mig skilja og skynja hvernig það gat gerst en sumt veldur mér töluverðum heilabrotum og vekur upp margar spurningar. Sumar af þessum sögum hef ég sett hér á bloggið mitt og greinilegt að sumir sjá og skilja á sinn hátt og aðrir hafa allt aðra sýn. Það er auðvitað bara eðlilegt og gangur lífsins að við komum að málefnum og viðfangsefnum frá okkar eigin reynslu, upplifun. menntun, menningu, uppeldi og svo mörgu öðru sem hefur mótað sýn okkar og skilning.
Nú langar mig að spyrja lesendur...Hvað er það ótrúlegasta sem þú hefur orðið vitni að eða upplifað? Og í framhaldi af því, hverju áttu erfiðast með að trúa?? Trúir þú á kraftaverk t.d. Trúir þú að við lifum eftir dauðann?
Trúir þú að það séu til englar eða djöflar...hjálpendur og leiðbeinendur? Álfar og huldufólk...að við getum heilað hvort annað eða okkur sjálf og þá hvernig? Hvað er þessi orka sem allir eru að tala um og hver skapar hvað? Erum við leiksoppar duttlungafullra örlaga eða sköpum við okkar eigin raunveruleika? Eru takmörk fyrir því hvað mannveran getur skilið um sjálfa sig og er um við kannski miklu meira og stærra en við höldum?
Höfum við í raun ótakmarkaða möguleika?
Hvernig sjáum við heiminn og okkur sjálf í honum? Er þetta dimmur, grimmur og dökkur pyttur þessi veröld eða skínandi gimsteinn í alheiminum??
Að trúa á eitt útilokar það endilega að geta líka trúað á annað?? Þetta eru margar og stórar spurningar og þið þurfið ekkert að svara þeim öllum...megið bara segja það sem ykkur finnst um það sem þið viljið tjá ykkur um. Sumt af ofantöldu,allt eða ekkert.
Ég vil endilega hvetja til þess að hér verði gefið pláss fyrir hvern sem er að tjá sig án þess að fólk fari að gera lítið úr annarra manna raunveruleika og sýni hvert öðru virðingu og umburðarlyndi í þessum umræðum. Þrasgirni og þrætur skila aldrei neinu.
Það er bara svo hollt að velta fyrir sér öllum sköpuðum hlutum. Tek eftir orðum eins kennara míns sem sagði alltaf..."Þegar þú mætir nýrri hugmynd eða hugsun segðu þá ekki NO!! segðu heldur OH???
Það er mjög mikilvægt að lifa með spurningum sínum.
Búðu til pláss hjá sjálfum þér til að hugsa og velta fyrir þér þessu sem þú þekkir ekki eða skilur ekki og þaðan getur þú tekið ákvörðun um hvort viðkomandi hugmynd hentar þér... eða ekki.
Set hér inn til gamans tvær eldri færslur sem eru um svona uppákomur og sérkennilegar upplifanir.
http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/186239/
http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/258926
Have fun!!!
Bloggar | Breytt 1.9.2007 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 30. ágúst 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari