Leita í fréttum mbl.is

Storyteller á steinþrepi og englar sem elska næturklúbba!

 Ég fékk svo sætt e mail með ástarsögu sem gerðist fyrir tilstilli lítillar bænar eða tengingar við Guðssálina. Og ég ætlaði að senda smá svar sem varð svo bara að að heilu bloggi. Svo ég set það hér svo þið getið haft eitthvað skemmtilegt að hugsa um og prufa í dag..ok?
"Já sko þetta er það sem ég er alltaf að reyna að segja öllum.  Gott að þú ert búin að uppgötva þetta. Það breytir lífi manns og gerir það að algeru ævintýri.
Man eftir einni skólasystur minni þýskri sem var barnlaus og makalaus 37 ára en átti flott fyrirtæki og fína íbúð. Búin að ferðast mikið en var nú komin á þann stað að langa til að eignast kall og krakka og kött og fannst lífið frekar einmanalegt og hryllilega tómlegt.
þaumín leið

Vandamálið var hins vegar það að hún hitti aldrei neinn sem passaði henni og varla nokkurn sem hafði áhuga sagði hún. Samt var hún búin að leita í mörg mörg ár með engum árangri. Við sátum á steintröppunum fyrir utan skólann sem var svona mitt kaffiþrep eða afdrep og þar sat ég öllum stundum og fólk settist hjá mér og fékk eina og eina sögu sem passaði fyrir vandamálin þeirra.
"Sko" sagði ég .."ekki hafa neinar áhyggjur. Biddu bara englana þína að finna fyrir þig mann sem hentar þér.  Segðu þeim svo í aðalatriðum og jafnvel smáatriðum líka hvers konar félaga þú leitar að og hvaða eiginleika þú vilt að hann hafi. Þýska bekkjarsystir mín sem fæddist 11. júní 1963 og er þar með aðeins tveimur dögum eldri en ég og þar af leiðandi heldur hún að hún sé líka vitrari sem er ekki alveg rétt...horfði á mig eins og ég væri greinilega tveimur dögum yngri og ekki alveg með fulle femm. Engla?? Hvaða engla ertu að tala um??? Ekki segja mér að þú trúir í alvöru á engla???Horfði á mig eins og ég hefði haldið því fram að hafið væri rautt og himinninn grænn
Þar sem ég er orðin ýmsu vön sitjandi þarna á þessu steinþrepi daginn inn og daginn út, segjandi skrítnar en dagsannar sögur, lét ég þessi viðbrögð ekkert á mig fá.
"Sko mín kæra...gerðu bara eins og ég segi þér. Settu svo verkefnið í hendur englanna þinna og hættu að hugsa um það. Þeir munu finna fyrir þig the perfect man."Belive you me" sagði ég svo með áhersluþunga og horfði beint í augun á henni. Mundu bara að bregðast við innri tilfinningum þínum og svara alheiminum þegar hann byrjar að færa ykkur saman. Ef þú færð furðulega hugdettu sem er algerlega ólógísk..er það líklega það sem þú þarft að gera.
 Skilurðu mig?? ´
MC2501526863819_ca1d92c3bb
Þetta var á fimmtudegi og vikuna á eftir kom þýska einmana skólasystir mín með tómlega og karllausa lífið sitt og settist hjá mér á steinþrepið. Hún hreinlega tindraði og glitraði og hamingjan skein af henni skærar en sólin.
  "Veistu hvað..ég ákvað að gera þetta sem þú sagðir mér..þú veist þetta með englana..ha? Ég meina ég trúi ekki svona dellum en þar sem ég hafði sossum engu að tapa ákvað ég að prófa. Á föstudaginn var ég á gangi niðri í þorpi þegar ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að fara til London og dansa alla nóttina í næturklúbbi..bara alein. Sem er bara biluð hugmynd og alls ekki við mitt hæfi. En þessi hugmynd lét mig ekki  friði svo ég ákvað bara að skella mér, minnug orða þinna um að ég ætti bara að bregðast við og framkvæma hugdettur mínar. Allavega ég fór til London með lestinni..fann næturklúbb labbaði inn á gólf og byrjaði að dansa. Útundan mér sá ég hávaxinn og myndarlegan mann..hann var að horfa á mig og ég horfði á móti. Mér fannst eins og ég þekkti hann en kom honum ekki fyrir mig.Hann færði sig nær og við byrjuðum bara að dansa saman án þess að tala.
A184
Við dönsuðum saman alla nóttina eins og gamlir elskendur. Undir morgun kom það í ljós að hann býr í litla þorpinu þar sem skólinn okkar er og var að fara þangað..hafði sjálfur fengið þessi klikkuðu hugmynd um að fara til London að dansa...hann er hálfþýskur og á fyrirtæki í þýskalandi eins og ég. Og fer þangað aftur í sumar..eins og ég!  Og veistu...það er svo skrítið það er eins og þetta hafi átt að gerast, allt verið planað og undirbúið. Svo brosti hún og horfði á mig. 
Kannski af englum??
Hver veit??
untitled
Síðast þegar ég frétti af þeim bjuggu þau alsæl og hamingjusöm saman einhversstaðar í þýskalandi.
Já englar hafa nefnilega smekk fyrir öllu..hávaðasömum næturklúbbum í London og geta látið allt gerast þrátt fyrir vantrú okkar jarðlinga.
 Er það ekki bara hughreystandi og gott að vita??

Hinn svarti dagur dómaranna.

 Látum nöfnin þeirra standa í svörtu  í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.

Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.

Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???

Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu undir yfirskriftinni

Hinn svarti dagur Dómaranna.


Bloggfærslur 17. september 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband