7.3.2008 | 23:14
Athugun 22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
7.3.2008 | 08:47
Svona á að vera og gera...Frábær Öldubrjótur!!!
Um daginn þegar ég var að lesa Hugmyndabókina mína..er ekki enn búin að skrifa neitt á auðu blaðsíðurnar..fékk ég góða hugmynd. Reyndar búin að bubbla í maga mínum og kolli lengi, einhvers konar ímynd af því til hvers og hvernig stjórnmál og stjórnmálamenn ættu að vera. Sá fyrir mér að í stað þess að flokkarnir standi og þylji yfir almúgann hvað þeir muni gjöra, og lofa að ef þeir verði kosnir þá muni þeir gera hitt og þetta fyrir okkur. Og við sitjum og bíðum og verðum fyrir vonbrigðum stundum eða gleymum því sem lofað var eins og þeir. Treystum þó því að þegar hlutir eru framkvæmdir þá séu þeir gerðir á bestan hugsanlegan máta með okkar hag að leiðarljósi en það er þó því miður ekki alltaf raunin.
Mér finnst hinsvegar að hlutverk kjörinna fulltrúa þjóðar eigi að hafa það hlutverk að tala kjark og hugrekki, sköpun og framkvæmdagleði í þjóð sína svo hún megi gera margt af því sem þarf að gera sjálf og eins og henni þykir best og hagkvæmast.
Frábært dæmi um þetta heyrði ég svo í fréttunum í fyrrakvöld..þegar þar var tekið viðtal við konur sem vinna við umönnun aldraðra. Þær hafa stofnað samtökiin eða félagið Öldubrjót. Öldubrjóturinn hefur þann tilgang að þjálfa og kenna útlenskum konum að verða virkir þátttakendur í íslensku atvinnulífi. Ekki bara með því að geta talað íslenskuna betur..heldur með því að læra um bakgrunn og menningu, tónlist og fleira sem gefur þeim betri og sterkari tengingu og skilning á starfi sínu í umönnun aldraðra og betri tengsl við þessa þjóð sem er nú heimaland þeirra. Þetta gerir það líka að verkum að gamla fólkið okkar fær umönnun og samskipti sem gera því líka gott og þörfum þeirra er betur mætt.
Stelpurnar sem vinna við þetta alla daga..sjá og vita hvað þarf og hvernig hægt er að leysa málin á sem bestan hátt fyrir alla. Þarna eru þær að mæta á faglegan hátt þeim vanda sem skortur á starfsfólki hefur verið. Þarna verður til gagnkvæm virðing og hjálpsemi og samstaða um að gera vel á þessum vetvangi sem þarfnast svo fleira starfsfólks svo vel megi vera.
Þegar ein þeirra var spurð af fréttamanni..."En er þetta ekki hlutverk stjórnvalda að gera þetta sem þið eruð að gera", svaraði hún.." Nei ekkert endilega...Við erum grasrótin og sjáum hvað þarf að gera þar sem við lifum og hrærumst í þessu umhverfi og vitum því betur hvað og hvernig best er að hafa hlutina og okkur finnst bara gott að geta lagt okkar af mörkum. Í samfélaginu þurfum við öll að vera með"
Og auðvitað á hlutverk stjórnvalda m.a að vera það að styðja við og virkja svona flotta vaxtarsprota sem verða til þar sem þeirra er þörf. Ég tek ofan fyrir ykkur sem sköpuðuð Öldubrjótinn....og veit að hann á eftir að gera meira en að kljúfa ölduna..sé fyrir mér marga múra verða klofna af fólki eins og ykkur. Og það er málið. Að brjóta niður múrana og byggja svo brýr á milli í staðinn. Það er alvöru samfélag og þar sem sköpunarkraftur og vit þjóðar fær að njóta sín. Að hugarfarið einkennist ekki af uppgjöf og vanmætti þegar staðið er frammi fyrir vandamálum eða nýjum verkefnum heldur baráttu fyrir að finna lausnir sem virka. Og gera það svo bara!!!
Næst er svo að finna lausn á launamálum þessara hópa.
Það var þessi frétt sem gladdi mig svo...var einhvernveginn alveg í réttum anda fyrir nútímaþjóðfélag og fólk sem gefst ekkert upp.
Og kannski er einhverskonar hugmynd/tilfinning að verða til um að á endanum þurfum við ekki að treysta einhverjum öðrum þarna úti fyrir velferð okkar og framþróun heldur sé það í okkar hendi..og það er góð tilfinning. Auðvitað þurfum við einhverskonar stjórnsýslu en meginhlutverk hennar ætti að vera að virkja þjóð sína á jákvæðan hátt, tala í hana kjark og þor, gefa henni pláss til að skapa sitt samfélag og hafa pláss fyrir fullt af svona Öldubrjótum.
Það eru svo margir möguleikar og margar leiðir hægt að fara sem opna dyr að betri útkomum. Virkjum sköpunarkraft og hugmyndaauðgi. Það eru mestu auðævin!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 7. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari