Leita í fréttum mbl.is

Kerlingarótti og köngulær.

Einu sinni var ég skíthrædd við köngulær. Og auðvitað lögðu þessi kvikindi mig í einelti. Þó ég byggi á þriðju hæð í blokk um hávetur á íslandi og allar eðlilegar köngulær í dvala var alltaf ein sem vakti og sprangaði um á koddanum mínum eða í hárinu á mér. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ég hafi argað og gargað, hoppað og skoppað ef eitthvað hreyfðist nálægt mér og gæti verið könguló. Innri terrrorrinn sem fóbíunni fylgdi var sko ekta.

Man þegar ég lagði land undir fót og heimsótti ameríku í fyrsta sinn. Sat í bíl á hraðbraut og krakkagemlingar í aftursætinu. Bílstórinn var að spjalla við mig þegar hann skyndilega steinhætti að tala og starði skelfingu lostinn á minn langa og fagra háls. " Ekki hreyfa þig "stamaði hann. Það er risastórt köngulóarkvikindi á hálsinum á þér og ég veit ekki nema það sé baneitrað.

Ég fylltist ótrúlegri skelfingu en hlýddi því að hreyfa mig ekki, þar sem ég átti enn eftir að sjá  ýmislegt í ameríkunni og vildi ekki enda ferðina nýkomin og vera send heim steindauð með köngulóarbit á hálsinum. Man bara að innra með mér argaði ég hljóðlaust af skelfingu og tærnar á mér voru í tryllingskasti í skónum. " Oj" sögðu krakkagemlingarnir í aftursætinu og störðu hugfangin á skrímslið. "Hún er brún" sagði annað þeirra. "Og loðin" bætti hitt þeirra við. Og við á miðri hraðbraut þar sem hvergi var hægt að stoppa. Bílstjórinn var svo hræddur sjálfur að hann var með svitadropa á efri vörinni og allt í einu greip hann hálsklút sem lá í kjöltu minni og henti honum á köngulónna sem rann beinustu leið niður hálsmálið á kjólnum mínum.  Þarf ég eitthvað að lýsa því hvernig mér leið? Haggaðist ekki því ég trúði því algerlega að ég mætti ekki hreyfa mig því þá myndi kvikindið bíta mig og drepa. Innri tryllingurinn bara jókst og það var alveg að steinlíða yfir mig af streitu og skelfingu. Loksins, loksins gátum við stoppað og ég hentist út úr bílnum út á engi og argaði og gargaði og öskraði og dansaði trylltan stríðsdans og  hristi mig frá hvirfli til ylja.  Gat ekki hætt að öskra í langan tíma. Veit ekki hvað flaug í gegnum huga þeirra sem keyrðu framhjá þessari snarbrjáluðu konu enginu..hehe.

Ekki skemmtileg lífsreynsla get ég sagt ykkur.

Núna er ég ekkert hrædd við köngulær. Maður venst þeim hangandi í hverju horni og meðan þær skríða ekki beint upp í munninn á mér er mér nokk sama um þær. Las líka áhugaverða kenningu um að köngulær tákna innri styrk og ástæðan fyrir að flestar konur séu svona óstjórnlega hræddar við þær þýði að þær óttist svo mikið sinn eigin styrk. Þessu trúi ég algerlega. Núna er ég alveg óhrædd við minn innri styrk og hætt að hræðast köngulær. Það er örugglega engin tilviljun og nú get ég allt sem ég vil. Myndi meira að segja skreyta afmæliskökuna mína með könguló og fagna því að með aldrinum verði ég stöðugt vitrari og sterkari.

Já svona er nú lífið oft skrítið!56108650kóngulóarkaka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kóngulóahræðsla mín hefur minnkað með árunum, kannski er eitthvað til í þessari kenningu ...

Ég var reyndar alin upp við að kóngulær væru hættulegar, mamma skrækti ógurlega ef eitthvað hreyfðist og hljóp jafnvel út úr húsi. Hún sá bíómynd, þrívíddarmynd, um kóngulær þegar hún var krakki og skaðaðst svona af því ... úúúúúúúúúú´...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband