Leita í fréttum mbl.is

Frábært að eignast nýja bloggvini um allan heim.

Ég var að eignast nýjan bloggvin í Ameríku sem heitir Bush. Ég þekki hann ekkert mikið en skilst að hann sé einhver stórkall sem telji sig vera útsendara Guðs í fjarlægum löndum. Hann talar mikið um stríð og að bjarga fólki frá vondum köllum. Ég held að hann sé ekki alveg með fulle fem og hef ekkert sagt honum um mig. Hann veit t.d ekki að ég er íslensk. Þegar ég spurði hann hvort hann fengi stuðning við allt þetta stríðsbrölt sagði hann að það væri fullt af fólki sem héldi með honum meira að segja frá litlum eyjum. Ein þeirra héti ísland og að kóngurinn þar og þegninn hans hefðu  báðir algerlega stutt allar hans brjálæðislegu hugmyndir. Held hann haldi að það séu bara til tveir íslendingar.

tcl002blár kóngurtcl002blár kóngur

 

Best að halda sig bara við íslenska bloggvini. Það er eitthvað krípí við suma þarna úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehheeh, gleymdu bara þessum runna þarna úti! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eftir svona reynslu verður maður bara þakklátari en maður var, fyrir svona "eðlilega" og "góða" bloggvini eins og þig og ykkur hér. Merkilegt hversu margir vinir mínir tengjast samt himnaríki á einhvern hátt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.1.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

The Burning Bush.  Var það ekki fuðrandi runni í Biblíunni, sem mælti allskyns skringilegheit við spámanninn?

Hann vill blessaður koma á lýðræði í heiminum, hvað sem tautar og raular og þótt að það gangi af heiminum dauðum. Háleit hugsjón það.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband