31.1.2007 | 01:56
Gleymdir draumar í glerperlum....Aldrei of seint!
Og gamla manninn dreymdi draum um konuna með tárin.
Þegar hún grét hrundu tár hennar í grasið og ummynduðust í glerperlur. Glerperlur fylltar af litum drauma hennar og þrám.
Hún geymdi þær í svuntuvasanum og lék sér með þær þegar enginn sá til.
Þegar hann fór gaf hún honum eina perlu sem hann setti í vasann, þorði ekki að horfa eða skoða betur það sem í henni var.
Hvað ef draumar hans og þrár færu að birtast honum.
Hann stakk henni djúpt í vasann í myrkrið þar sem engir litir sáust.
Þó hann þyrði ekki að taka hana upp í dagsljósið fannst honum gott að strjúka sléttan flötinn og hugsa um hvaða leyndardóma hún kynni að geyma.
Löngu gleymdar minningar fóru að bæra á sér. Minningar um opið hjarta og viljugan huga. Tilfinning um að vera stór en ekki lítill og aumur eins og núna. Lífið hafði kennt honum á óvæginn hátt að það borgar sig ekki að láta sig dreyma.Það var bara ávísun á vonbrigði og feilspor.
Betra að vera öruggur í því sem hann þó þekkti.
Að hver dagur rennur eins og allir hinir dagarnir. Hljóður í ærandi hávaða sálarinnar.
Í ómi fréttanna af því hvernig þessi heimur var orðinn..ómennskur og kaldur, grimmur og duttlungafullur. Það var betra að reyna að gleyma þessum földu skilaboðum hjartans sem vildi meira.
Þegar hann horfði í spegilinn á morgnana sá hann andlit sem hann kannaðist ekki lengur við. Tómleg augun störðu á hann..virtu fyrir sér lífsins rúnir í andliti hans. Eins og eyðimerkur sandar þar sem vindar blása og forma línur og form, þar sem hvorki er hægt að finna skjól fyrir næðingi lífsins né brennheitum sólargeislunum sem brenndu upp hvern vott af lífi.
Hann rámaði í stundirnar á ströndinni. Þar sem ferskur vindur blés utan af hafinu og færði honum sögur og ævintýri úr veröldinni þarna úti. Og hann hafði látið sig dreyma um að sigla burtu til fjarlægra landa og verða sæfari og finna ástina og lífið sem myndi bíða hans þar. Þá höfðu augu hans verið full af fjöri og birtu og sannleikanum um að lífið væri gott, að lífið væri fagurt og fullt af földum fjársjóðum.
En það var langt, langt síðan. Með tímanum höfðu öldurnar skolað burtu draumum hans, tilfinningar hans orðið eins og rúllandi steinarnir í fjöruborðinu sem komu og fóru í hverjum andardrætti sjávarins. Og sæfarinn verðandi byrjaði að gleyma ævintýrunum og sögunum frá veröldinni þarna úti, og með tímanum og öldufallinu gleymdi hann líka ævintýrinu um ástina og hinn fagra heim sem beið hans.
Þess í stað hafði raunveruleikinn tekið við. Raunveruleikinn þar sem hver verður að strita hvern dag til að lifa og svo að deyja með draumum sínum.
Hann leit á lúnar hendur sínar, snjáð fötin og fann hvað hann var þeyttur, svo óendanlega þreyttur.
Hann stóð hægt á fætur, kvaddi félagana á knæpunni og hélt út í myrkrið. Regnið lamdi auðar göturnar en honum var ekki kalt. Hann var vanur veðrinu, hann fann bara kuldann í sálinni. Hann gekk niður að ströndinni. Hafið, máninn og vindurinn. Hann andaði að sér ferskri sjávarlyktinni og hlustaði á öldurnar gæla hver við aðra um leið og þær komu við og heilsuðu honum. Eins og þær vissu að þetta væri hann..maðurinn sem hafði ætlað að taka sé far með þeim fyrir mörgum áratugum og láta draumana rætast.
Settis á veðurbarða trébekkinn þar sem elskendur hittust á fögrum sumarkvöldum í litla þorpinu. Og hugsaði um lífið og raunveruleikann. Og fann í hjartanu söknuðinn.
Hann laumaði hendinni í vasann..strauk ljúflega um glerperluna sem konan í draumnum hafði gefið honum.
Hún var slétt köld og hættuleg. Merkilegt hugsaði hann með sjálfum sér að glerperlan hefði verið í vasanum á buxunum hans þennan morgun. Hann var viss um að þetta hafði bara verið draumur. Þegar hann leit í spegilinn hafði honum brugðið þegar hann sá löngu gleymdum glampa bregða fyrir í augum sínum.
Hann strauk perluna aftur. Huldi hana í hendi sér og hélt fast um hana.
Hún hafði verið falleg þessi kona.
Með ljósgullið liðað hár, tindrandi augu og svolítið bústin undir svuntunni.
Hún hafði tekið hendi hans í sína og haldið henni að hjartanu. Leyft honum að finna sláttinn og hann skynjaði lífið og fannst hann vera ungur aftur.Og honum fannst hann hugrakkur og sterkur. Og hún hafði hvíslað í eyra hans ljóði um að það væri aldrei of seint. Hann vissi ekki alveg hvað hún átti við en samþykkti orð hennar.
Þegar kvöldaði og sólin gekk til náða bak við fjallið sagði hún honum sögur sem hún las úr perlunum. Hún hélt þeim í hendi sér og las úr litum þeirra.
Sagði honum sögur af ferðalögum á fjarlæga staði sem menn þekktu ekki. Þar sem konur ófu örlaganet úr silfruðum þráðum mánans. Gerðu úr þeim möguleika og tækifæri sem biðu þess að verða á vegi mannvera sem vildu lifa og læra. Og sem þorðu að fylgja hjartanu.
Hún strauk hrjúfan vanga hans blíðlega og grét með honum þegar hann sagði henni frá óttanum, frá því að hafa ekki þorað að vera hann sjálfur og hvernig hann hefði látið berast með straumnum og hundsað röddina sem hvatti hann til að vera stór.
Hvernig lífið hefði brugðist honum og hversu sorgmæddur hann væri. Frá unnustunni sem yfirgaf þorpið og hélt á vit ævintýranna með öðrum manni sem var hugaður og hafði birtu í augunum og kjark.
Frá ölllum einamanalegu stundunum, svefnlausu nóttunum og myrkrinu sem hafði tekið sér bólfestu í huga hans.
Konan í draumnum hafði valið fallegustu perluna sem hún átti og gefið honum.og kvatt hann með þeim orðum að lífið væri gott og lífið væri fagurt en það væri hans að sjá og skilja.
Máninn óð í skýjunum og varpaði fölleitri birtu á manninn í fjöruborðinu.
Hann tók perluna upp úr vasanum, opnaði lófann hægt og horfði á alla litina sem dönsuðu um í glerperlunni sem einu sinni var tár.
Og hann muldraði um leið og hann stóð upp...aldrei of seint og það var óvenjulegur glampi í augunum á honum og fótatak hans ómaði um þögul strætin þegar hann hélt léttstígur út í myrkrið.
Það er sagt að enginn hafi vitað með vissu hvað varð til þess að gamli maðurinn tók sig upp og fór en sögur segja að hann hafi farið til fjarlægra landa og selt fagurlitaðar glerperlur á strætum og alltaf klæðst fötum sem ofin voru úr silfurþráðum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Fallleg nálægð í þessu. Minnti mig á Paulo Coelho.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2007 kl. 04:21
Kannski þó ekki sanngjarnt að líkja skáldverki við aðra höfunda. Þetta er mjög persónulegt og fullt af trega til þess tíma er við bjuggum í nálægð við menn og náttúru. Söknuður eftir því sem áður voru gildi lífsins. Kærleikur, umhyggja, náttúra og friður. Perlan stendur fyrir þann fjársjóð og hann er ekki glataður.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2007 kl. 04:27
Mig langar bara að segja að þessi saga byrjaði bara sem ein setning í huga mínum einn fagran dag í sólbaði í garðinum mínum. Sú setning lét mig samt ekki í friði þar til ég henti af mér sólgleraugunum og hljóp inn og settist við tölvuna og skrifaði hvað þessum herramanni bjó í brjósti.
það er nefninlega þannig sem listagyðjurnar vinna. Maður hefur ekkert val.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 04:36
Verður bara að skrifa það sem þeim býr í brjósti hverju sinni.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 04:39
Annars ertu dauður!!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 04:39
Ég er líka þeirrar skoðunnar að hugsanir og hugmyndir koma ekki innanfrá eða eru sjálfsprottnar. Við erum öll hluti miklu stærra samhengis, sem við getum tengst tilviljanakennt eða varanlega við ákveðin skilyrði.
Þessi hugtengsl eru áberandi hjá flestum í tengslum við okkar nánustu. Stundum þegar manni verður hugsað til einhvers náins, þá hringir hann, eða þá eitthvað gott eða slæmt hefur skeð á sama augnabliki. Slíkt er of algengt og almennt til að flokkast undir tilviljanir.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2007 kl. 05:20
Yndisleg og falleg saga.
Mikið er gott að byrja daginn hér. Takk kærlega.
Þekki þig ekki neitt en er farin að lesa hérna reglulega með morgunbollanum og kann ekki við annað en að kvitta fyrir í það minnsta í þetta eina skipti.
Elísabet Pétursdóttir
Lisa (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 06:53
Takk fyrir að taka mig í bloggsafnið þitt og takk fyrir fallegu söguna hér að framan. Kannski ég fari að skoða glerperlurnar mínar og athugi hvort þar er ekki einhvern leyndardóm að finna. Fyrr en varir svíf ég svo á vit æfintýranna handan við sól og sunnan við mána. Eg.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.1.2007 kl. 07:23
Takk fyrir falleg og uppörvandi orð góðu bloggvinir mínir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.