Leita í fréttum mbl.is

Álfar og fjöll..lyng og lækjarsprænur

fjaðrakona

Nú er ég aldielis búin að gera mig fína. Er að fara í bæinn og kaupa skó á strákinn. Táin útúr og botninn lekur. Þegar ég fer í bæjarferð fer ég í mitt fínasta púss...þegar ég nenni.

Set upp fjaðrahattinn og gullmeikið. Stundum fer ég bara beint út eins og ég vakna með hárið útí loftið og grá í framan. Fer bara eftir hvernig liggur á mér. Núna er ég í einstöku fegurðarskapi og set inn mynd af hvað ég er búin að gera mig flotta fyrir bæjarferðina. Yrði ekki hissa þó ég fengi súperfína afgreiðslu. Fínheitin í dag spretta út frá því að ég er að hlusta á geisladisk sem ég fékk í jólagjöf frá íslandi. Álfar og fjöll. Alveg yndisleg þessi íslenska tónlist.

Maður finnur bara lykt af lyngi og lækjarsprænum og nagar harðfisk við Esjuna. Og langar að vera Álfadrottning. Sem ég er. Í dag.

 See you!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Dj.. ert flott. Þú ert eins og drottning og þrælarnir í skóbúðinni munu lúta þér sem slíkri. Eru þetta nokkuð svörtu fjaðrirnar hans Davíðs Stef...? Ég myndi hlusta daglega á Álfar og fjöll væri ég í fjarlægð, "Þú sem í fjarlægð..."

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er viss um að þú vekur svo mikla athygli svona flott að allir snúa sér við á götunni til þess að horfa á þig og þeir sem eru undir stýri verða svo yfir sig hrifnir að það verður umferðaröngþveiti allsvakalegt og óteljandi árekstrar.


Nei annars ég er bara að bulla. Þú ert æði.  Þú vekur örugglega athygli þori ég að bóka.

Svava frá Strandbergi , 20.2.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: www.zordis.com

hugguleg til fara í dag ........ þú heillar afgreiðslufólkið upp úr "skónum" 

www.zordis.com, 20.2.2007 kl. 16:34

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Töff

Guðrún Þorleifs, 20.2.2007 kl. 19:33

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gullmeik og strútsfjaðrir, já, eða svörtu fjaðrir Davíðs eins og Hulda stingur upp á? Verður ekki betra. Vild´ég hefði mætt þér.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.2.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég verð bara að segja eins og er að ég vakti ..ja kannski ekki lukku..frekar athygli. Og fékk ekki góða afgreiðslu í búðunum. Á einum stað var kallað á öryggisvörðinn?? Er fólk alveg hætt að hafa auga fyrir alvöru fegurð á almenningstöðunum? Maður bara spyr sig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.2.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband