21.2.2007 | 12:20
Hið litaða líf og flott sólgleraugu!
Lífið er svo flott á litinn.
Man eftir einum manni sem kom í viðtal á Aðalstöðina fyrir mörgum árum. Hann kom vikulega til að ræða ákveðið mál og það sem vakti athygli mína og kátínu var að hann kom alltaf með mismunandi lituð sólgleraugu. Einn daginn kom hann með appelsínugul sólgleraugu, annan daginn með blá, stundum rauð og stundum gul eða græn. Sagði að þetta væri hans leið til að horfa á heiminn í gegnum mismunandi liti og kæmi honum alltaf í gott skap. Og hann var alltaf glaður og kátur og bjartsýnn. Hló mikið og var ekkert að taka lífinu af of mikilli alvöru..hvað þá sjálfum sér.
Hafiði pælt í því að við erum kannski bara alltaf að sjá í gegnum okkar lit hvernig lífið er? Og svo er einhver hinum megin við borðið að reyna að troða sínum lit í þín augu? Skilur svo ekkert í að þið séuð aldrei sammála? Kannski erum við öll með lituð sólgleraugu sem bera í sér litina sem mótuðu okkur í gegnum reynslu, persónulega upplifun, menntun, menningu og bara öllu öðru sem hefur bara komið fyrir þig. Að það sé hreinlega enginn annar sem eigi nákvæmlega eins lituð sólgleraugu og þú?
Vhoaaa...ætli það þýði að við séum að lifa 6 billjónir raunveruleika..þar sem í hverjum þeirra er einn aðalleikari. Þú? Ef það væri svoleiðis getur maður svo sem skilið að fólk sé ekki að koma sér saman um fullt af hlutum. Vonandi er þá eitthvert svið þarna á bak við þar sem leyfi er gefið fyrir að taka niður lituðu sólgleraugun og allir geta séð hvernig allt er í raun. Það eru nefninlega allir litir í ljósinu. Er það ekki spennandi?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Vonandi fara sem flestir að sjá allt litrófið.
Svava frá Strandbergi , 21.2.2007 kl. 12:50
það er skerí að spá í hvernig heimurinn liti út ef við hefðum bara svarthvíta sjón einsog sumar tegundir, úff hehe, litirnir koma okkur í gott skap
mikið rétt það sem þú segir um blæbrigði mannlífssins, þau er ca 6 billjón talsins.
halkatla, 21.2.2007 kl. 12:55
Suma dreymir bara í svart/hvítu. Aumingja þeir!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 13:44
Litir, litir, litir!!! Elska liti! Þegar ég var lítil var mér skammtaður uppáhaldslitur. Mía systir átti þann gula, Hilda rauða, Gummi bróðir græna og ég fékk þá þann bláa! Man ekki hvernig þetta gerðist en ég fékk allt í bláu þangað til mér þótti nóg um. Það er svo gaman að vera orðin fullorðin og geta átt ALLA liti sem uppáhaldsliti!
Sammála þér, lífið er svo flott á litinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:09
Það er heilmikið til í því að það séu 6 billjón veruleikar "þarna úti" og að allir séu aðalleikarar í sínum. Það getur enginn skilið nákvæmlega hvernig þér líður, ekki nokkur maður, því hann hefur ekki verið aðalpersónan í þínum veruleika. Sem betur fer náum við þó flest að vera nokkuð sátt við aukaleikarana okkar.
Birgitta, 21.2.2007 kl. 18:08
Góð pæling, lífið væri litlaust án lita
Kristberg Snjólfsson, 21.2.2007 kl. 18:18
Æ, hvað þú ert skemmtileg! Takk fyrir þetta.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.