Leita í fréttum mbl.is

Hang in there darling....

Hver er þetta sem hangir þarna fram af brúninni? Ætli þetta sé íslendingurinn sem er að reyna að hífa sig uppúr skuldunum og vaxtaokrinu? Eða foreldrið sem er að reyna að hífa sig upp úr örvæntingunni yfir týnda syninum sem fíkniefnadjöfullinn dregur með sér um allt án þess að samfélagið kunni við því nein ráð..hefur kannsi ekki ráð á því að aðstoða. Ráðalaust?

 Kannski er þetta öryrkinn eða aldraður sjúklingur að hanga á horriminni fram að næstu mánaðamótum. Getur allavega notið útsýnisins og að það er enn smá náttúra eftir! En hvað veit ég svo sem?

 kemst á toppinn

Eina sem ég veit að þeir sem geta dregið þig upp eru því miður of uppteknir við að veiða atkvæði og steypa stórar virkjanir og steypa venjulegum launþegum í skuldir. Það er ekki einu sinni til Götueldhús í borginni..enda væri skuldasúpa það eina sem væri á boðstólum.

Er ekki soldið smart hvernig þeir sem vilja fara með ráðin fyrir okkur og taka ákvarðanirnar eru klæddir?

Og með flott tískugleraugu og brúnku um miðjan vetur? Stílistarnir í Debenhams eru örugglega rosa bissí fram á vorið..ha? 

 Voðalegt nöldur er þetta í mér.   Auðvitað er fólk þarna inn á milli með brennandi hugsjónir og góðan vilja til góðra verka. Ég hef bara séð svo vitlausa hluti sem særa í mér heilbrigðu skynsemina að ég hef misst alla tiltrú á þetta systemo. Og sef bara með mitt atkvæði undir koddanum eins og ég sagði henni Elmu og les um lýðræði án stjórnmálaflokka og læt mig dreyma um allt öðruvísi framtíðarsýnir. Það er alveg sama hvað þið brosið breitt og fáið flekklausa brúnku og jakka í stíl...mitt atkvæði verður hjá mér og verður ekki veitt af ykkur sem stáluð kvótanum fyrr en ég sé að þið meinið það sem þið segið og segið það sem þið meinið. Amma mín sagði að maður ætti alltaf að vera maður orða sinna og þá var eitt handtak merki um að fólk stæði við orð sín. Sama hvað. Munið það þegar þið farið að taka í hendurnar á atkvæðunum ykkar!

Nú er ég örugglega búin að koma mér út úr húsi hjá öllum sem hugsanlega myndu vilja styrkja mig sem listakonu. Ansans! Ætti ég ekki bara að eyða þessari færslu?

andlit náttúru

Ég er alveg rosalega glöð með þá ákvörðun mína að vera svona ópólitísk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyr, heyr!!! Þetta er ekki nöldur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill eins og þín er von og vísa.  Ég kom reyndar að einum manni svona, húkti undir vegg með hendur um magann.  Ég sá að allir aðrir gengu fram hjá honum, vissi að hann var drykkjumaður en fannst að hann þyrfti meiri aðstoð.  Svo ég gekk til hans hann var þá alveg fárveikur og ég fór með hann upp á spítala, þar sem hann var lagður inn.  Hann er dáinn í dag.  Dvergur var hann en öðlingsmaður.  Okkur hættir til að vera of hrædd við að láta okkur varða náungann okkar.  En það sem ég sé í þessari mynd eru tvær ljósrákir af himni, þannig að ljósið og kærleikurinn er til staðar fyrir þann sem þarna húkir, tilbúið að taka við honum ef illa fer.    Nú eða ýta honum upp á ef hann vill leyfa það.  Við verðum nefnilega líka að kunna að taka á móti kærleikanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott útsýni hjá honum, verst að hann sér það ekki.........

.........góður pistill hjá þér og takk fyrir smsið

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært, Katrín. Takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:32

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góð skrif hjá þér eins og vanalega. Þú ert engin nöldrari.

Svava frá Strandbergi , 22.2.2007 kl. 23:39

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Pistlarnir þínir eru alltaf svo ærlegir og skemmtilegir stelpuskvetta.

Á myndinni er maður að kyssa móður jörð í fullkomnum kærleik og þakklæti á meðan almættið kvittar fyrir með sindrandi sólstöfum að baki.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 03:05

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég held að þetta sé Þjóðverjinn að súpa rigningarvatn af klettasyllu.  Já það er gaman að lesa það sem þú skrifar.

gerður rósa gunnarsdóttir, 23.2.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband