Leita í fréttum mbl.is

Vonda blogggyðjan hrekur góðu mjúsurnar á brott!

Alveg er þetta furðulegt með mig og mínar Muses. "Muses" eru listagyðjur sem koma til manns og hvísla blíðlega í eyrað á manni það sem maður ætlar að skrifa eða skapa og eina sem maður þarf í raun að gera er að setjast hljóður og vera nálægt sjálfum sér og leyfa þeim að taka yfir.

Líka kallað "þegar andinn kemur yfir mann". Þetta er ég búin að gera ítrekað svo ég geti skrifað bækurnar sem sveima í kringum mig. Alltaf undanfarið þegar ég sest niður kemur skrítin vera sem er troðfull af pistlum um pólitík og dramaköstum sem hafa ekkert með mínar heimspekilegu en ennþá óskrifuðu bækur að gera.  Alveg sama þó ég setji mig í stellingar, andi djúpt og láti sem ég taki ekki eftir neinu í kringum mig.  Blogg. Pistlar. Myndir. Athugasemdir!!! Pæliði í því að skrifa frekar athugasemdir en heimsbókmenntir???  Ég er viss um að þetta er einhverskonar blogggyðja sem hefur tekið yfir. Ég er haldinn  illum anda bloggyðjunnar sem hleypir ekki hinum að. Kannist þið við þetta?eggjagyðjan

Ég verð eitthvað að gera til að leika á hana svo ég verði rithöfundurinn sem er að kafna í maganum á mér. Hvað ef ég þykist bara ætla að blogga en er svo bara að fara að skrifa eitthvað allt annað?

Sest við tölvuna og innskrái mig á Moggablogg og fer í nýjar færslur en í staðinn fyrir að blogga skrifa bara bók..hehe. Ég veit að allt svona virkar. Nota þetta óspart þegar ég kem til Reykjavíkur. Man þegar ég þurfti að komast úr miðbænum og upp í Barmahlíð. Fór bara eins og ég er vön götuna sem liggur þangað og endaði vestur í bæ! Kom mér aftur í miðbæinn og tók nú aðra götu sem virtist augljóslega liggja í átt að hlíðunum og endaði í sjálfheldu á planinu hjá Umferðarmiðstöðinni og ég var alls ekki í skapi fyrir svið og rófustöppu. Vantaði að komast upp í Barmahlíð. Eftir langa umhugsun og íhugun ákvað ég að vera snjöll og leika á þetta nýja gatnakerfi og þykjast bara að vera að fara til Keflavíkur. Vissi að til þess að komast þangað verður maður að komast framhjá hlíðunum. Tók bara allar beygjur og brunaði eftir öllum skiltum sem á stóð Keflavík og lét auðvitað eins og ég væri í alvöru að fara þangað þar til ég kom að götu sem lá í Hlíðahverfið. Þar beygði ég leifturhratt og sigrihrósandi til vinstri og Voila! Komin! Gabbaði heilt götusystem.

Svo ég er að hugsa um að þykjast bara blogga alveg þar til komið er að pikka inn fyrstu setninguna og skrifa svo eitthvað allt annað en blogg og gabba þannig þessa freku blogggyðju sem hefur ýtt Mjúsunum minum burt.

 Já leiðin að velgengninni getur verið svolítið flókin á köflum og ruglað besta fólk í ríminu.

skilti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Jóna. Starfið þitt er nefninlega mjög áhugavert og greinilega þarft. Alltaf gaman að sjá hvernig fólk velur sér lífsleið sem það svo sinnir af passion. Guðmunudr..já ég er alltaf að ströggla við verkin mín. Og finna hvar fyrirstaðan situr sem fastast. Kannski að gott bað leysi mig úr viðjum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310959

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband