23.2.2007 | 21:01
athugun 3
Hvað framkallar orðið...FEMINISTI...í huga þér.
Upplifun, reynsla , minning, tilfinning, viðhorf, framtíðarsýn, bara allt sem þetta orð framkallar innra með þér og hvers vegna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Feministi...... einstaklingur sem er á móti frelsi fólks til að hafa val, á móti kvenfrelsi, situr uppi með eigin vanlíðan og finnst alltaf allir vera betur settir en hann sjálfur...............Hef jafnvel á tilfinningunni að þessir einstaklingar njóti eigin vanlíðunar.
Eflaust geri ég einhverja reiða með þessum orðum en þetta er mín skoðun á feminista. Persónulega vil ég að allir hafi rétt til að velja og hafna, hverju sem er, hvar sem er og finnist í lagi að segja og hafa skoðun á málefnum hvort sem einhver situr eftir í fýlu eður ei!
Hef sjaldan upplifað jafnmikið frelsi eins og eftir að ég varð fertug og varð nokk sama um hvað öðrum finnst um mig, veit nefnilega sem er að ég er frábær :)
Og það ert þú líka.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2007 kl. 21:29
Hvaða hag Arna? Og hvaða réttindi. Bara svona grunnspurningar til að fá nákvæmari útkomu...smúts!
Takk fyrir að vera með. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt athugunarverkefni akkúrat núna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2007 kl. 21:39
Feminismi kallar fram myndir eins og fordómafull og óttaslegin kona. Gleðilaus manneskja. Sjálfsvorkun, fórnarlamb...Aðskilnaður, biturð.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 21:59
Hvaðan eru þessar kenndir og tilfinningar sprottnar?
Eiga þær sér bara uppsprettu í karlaheimi og framkomu karla við konur? Ef við leikum okkur nú aðeins með alls konar hugmyndir sem eru viðteknar...að fyrri líf séu staðreynd. Voru þá konur ekki einu sini karlar á þessum ferli og settu karllga heiminn í fúnksjón'
Og voru kannski konur nútímans karlarnir sem settu viðhorfin í gildi sem nú eru að hitta þær?
Er okkur þá stætt á að halda alltaf áfram að finna sökudólga?
Og yfir þá sem ekki trúa á þær hugmyndir...Ég bara spyr líka um undirliggjandi gildi. Þegar ég gerði verkefni um það feminiska og það karllega..kom marft merkilegt í ljós. Vann með sásrsauka konunnar án þess nokkurn tímann að benda á neitt karllegt sem ástæðu. En viðbrögiðn voru áhugaverð. Karlar urðu mjög reiðir..konur grétu. Einn eldri maður sagðist skynja að konum hefði verið gert rangt til svo lengi og hann finndi til sektar sem hann vissi ekki hvað hann ætti að gera við. Ég sendi vinkonum mínum sem eru yfirlýstir feministar bækur um hið kvenlega og karlelega eðli til að lesa...kafa dýpra undir yfirborðið..en mér til mikillar furðu gátu þær ekki lesið neitt af því. Sklidu ekkert um hvað var verið að fjalla. Þetta er ekki einfalt. Ef við horfum bara út frá einu sjónahorni þá getum við bara komist að þröngri niðurstöðu. Hver er bakgrunnur feminista sem hafa hvað hæst? Hver er þeirra reynsluheimur gagnvart körlum'
Á sú sýn heima í leit að lausnunum? Svo er eitt sem við verðum bara að gera...að skoða okkur sjálf. Lærði mikið til að leysa okkar samband þegar ég hætti að einblína á hans galla og sjá mitt hluterk sem sjálftekins fórnarlambs. Og læra að standa uppúr því. Held að það s´´e svo mikill ruglingur í gangi venga þess að við öll erum með lokuð augun. Ætlum ekki hvað sem kostar að skoða hvernig við gerum okkur sjálf betri og full af sjálfsvirðingu og vitund um hvað skiptir máli.
Konur og karlar.
Endilega segið ykkar skoðun og viðhorf og verið einlæg og segið satt. Jafnvel þó þið sjálf lítið ekkert sérlega vel út í því. Bara þannig komumst við eitthvert.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2007 kl. 22:30
Ég er sammála Hrönn. Þarf því ekki að skrifa meira um það. Humm... Mér er líka nokk sama, komin yfir ferutgt Geggjað frelsi ...og gott að vera svona frábær og njóta þess
Guðrún Þorleifs, 23.2.2007 kl. 22:39
Ég finn bara fyrir gleði, frelsi, baráttu, samstöðu, sé konur sem standa með sér og nenna ekki að láta kúga sig lengur af þjóðfélaginu, lífsgildum, staðalímyndum ... Vissulega hljóta að vera til beiskir femínistar líka, er ekkert sammála öllum í öllu, en ég upplifi þetta bara svona!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:41
Einu sinni voru það konur og menn sem börðust fyrir því að konur og karlar stæðu jafnfætis.
Eins og staðan er í dag þá er fasismi það sem mér dettur í hug þegar ég sé orðið feminismi. Þær, já ég segi þær þar sem ég efast um að karlar gangi svona langt, eru að eyðileggja þjóðfélagið með sinum skoðanaþrýstingi. Þær, með aðstoð bændadurga og forráðamanna þjóðarinnar gengu svo langt í þessu klámráðstefnumáli að samúðin er öll komin til þeirra sem ætluðu að koma og skemmta sér og eyða væntanlega fullt af peningum eina helgarstund.
Bjöggi (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:02
Fertugar og frábærar stelpur mínar ég er rúmlega sextug og í fullu fjöri og frábær. Þannig að þið góðan tíma framundan næstu áratugi.
En feminismi hvað framkallar orðið ..... hm. Ég þekki frábærar konur sem eru feministar. þ.e. í félaginu. Þetta eru glaðlegar heillandi konur með leifrtandi húmor og glaðværð. Langt því frá að vera einhverjar ullarpokur.
En ég hef sjálf ekki áhuga á að gerast félagi. Ég tel mig vera jafnréttissinna, en ég við gera það á mínum forsendum. Og ég læt engan traðka á mér svo mikið er víst. Það er frekar þannig að karlmenn hræðast mig. En ég held að þeir geri það oft þegar þeir hitta sterkar konur. Fari í einhverskonar vörn. Veit ekki alveg af hverju, sennilega finnst þeim að þeir þurfi að verja sitt þegar þeir finna jafnoka sinn af hinu kyninu. Þess vegna held ég líka að margir karlmenn hræðist feminista, eða sé illa við fyrirbærið, vegna þess að þarna er afl sem þeir ráða ekki við.
Þarna er ég ekki að tala um alla karlmenn, heldur þá sem í daglegu tali kallast karlrembur, sem er andstaðan við feminista.
En það sem fælir mig frá þessu félagsskap eru hlutir eins og gerðust nuna um daginn. Mér líkar engan veginn þegar fólk fer fram með þessum hætti og skapar múgæsingu og skeytir jafnvel ekki um sannleikann. Þar er ekkert heilagt. Að mínu mati var þetta rangt, og átti sennilega ekki að ganga svona langt. Það voru aftur á móti hrædd merarhjörtu í buxum með bindi sem hreinlega urðu svo hrædd að þau vissu ekki hvað til bragðs ætti að taka og því fór sem fór. Sterkir einstaklingar hefðu ekki látið undan þrýstingnum, og þá hefði dæmið líka litið betur út fyrir þrýstihópinn. Hann hefði vakið athygli á málinu, án ábyrgðar á því hvernig fór.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 12:10
Hjá mér kallar fram orðið "femínistar" hugsanir um baráttu, óréttlæti, jafnrétti, konur, karla og laun.
Í öllum hópum þjóðfélagsins er hægt að finna slæm epli inn á milli, en ég held að tilgangurinn sé alltaf sá sami: að jafna hlut karla og kvenna.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 12:11
Wow, hvað ég er búin að vera lengi frá, þótt tíminn sé stuttur!
Feministi er tilfinning sem ég tileinka mér hugsanlega meir en ég geri mér grein fyrir. Ég kýs samt sem áður að nota það orð ekki því ég er jafningjasinni. Ég er fulltrúi persónunnar, fulltrúi þeirra án kyns. Eg hef fulla trú á jafnrétti persónunnar burt séð frá kyni, aldri eða trú. Kanski er ég bara sálar sinni
www.zordis.com, 24.2.2007 kl. 19:10
Feministi, orðið kallar fram minningu þar sem ég stend á Lækjartorgi með svo níðþungt kröfuspjald að ég sligast næstum undir því. Það er hinn stóri dagur Kvennafrídagurinn eini sanni, þegar þrjátíu þúsund konur fylltu miðbæ Reykjavíkur.
Á þessum tíma var ég í hjónabandi en bjó samt oftast ein með tvö ung börn sem ég bar ábyrgð á þar sem maðurinn vann úti á landi. Stundaði jafnframt nám frá kl. 8 á morgnana til kl. 4 á daginn, hugsaði um heimið í frístundum og lærði þegar ég var komin upp í rúm á kvöldin.
Ég var að byrja að kynnast feminismanum sem boðaði jafnrétti til handa báðum kynjum og ég hef tileinkað mér hann æ síðan.
Svava frá Strandbergi , 24.2.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.