Leita í fréttum mbl.is

Að stíga trylltan dans....heima hjá sér!

trylltur dansinn

Rosalega lifi ég spennandi lífi.  Sit heima hjá mér á laugardagskveldi og safna bloggmyndum. Fer ekki út til að stíga trylltan dans geri það bara heima hjá mér. Spila álfar og fjöll og líð fallega um gólfið og raula með. Er orðin svo heimakær og róleg í mér. Vakna nú alltaf vel til lífsins þegar vorar og hlýnar. Ég er ekki þessi vetrartýpa. Skrepp saman í kulda og er eins og lítil hrædd rúsína þegar vetur konungur ræður ríkjum. Svo er ég náttla alltaf eins og nýútsprungin rós í hlýjunni og nýt þess að vera til í öllum mínum glæsileika og litum.

Mér finnst alveg frábært að vera kona. Konur eru dásemdar verur.  Líka karlar. Alveg hreint magnaðir sumir hverjir. Hef verið að liggja í og lesa bækur eins "Women who run with the wolves" sem er eins og konubiblían mín. Ferlega skemmtilega vekjandi og sterk. Set hérna með smá um bókina. Nenni ekki að þýða það en vona að það komi ekki að sök.

 Women who run with the wolves is undoubtedly one of the most widely acclaimed and most influental books of resent years. It has been heralded as the seminal work on the inner life of women. A work of poetry and power, it began a revolution and continues to transform the lives of millions raound the world. Clarissa Pinkola Estés is a Jungian pyschoanalyst and cantadora (keeper of old stories)of many years standing. She reveals how within every woman there lives a Wild woman, filled with passionate creativity and ageless knowing..but repressed for centuries by a value system that trivializes emotional truth, intuitive wisdom and instinctual self confidence. Dr. Estés´s extraordinary and enriching bestseller shows how through her foremost interpretation of story and her psychological commentary, we can reclaim and rejoice in our true feminine power...how we can awaken within the depths of our souls one who is both magic and medicine.

rósaskaut

Eftir alla þessa umræðu undanfarið og feminisma og réttindabaráttu kvenna held ég að það sé lang farsælast að byrja bara heima hjá sér. Laga sjálfa sig til og finna kraftinn sinn og kjark..þora að vera maður sjálfur og standa upp í öflugri sjálfsvirðingu og vera að fullu þáttakandi í þessari frábæru veröld. Sem er jafnt fyrir dásamlegar konur, dásamlega karla og dámsamlegust börnin.

Get bara metið hlutina út frá minni reynslu en það lagaði allt..mig, samskiptin mín og samband og viðhorfin..líka gagnvart karlrembunni..að byrja bara á sjálfri mér. Og vitiði hvað..það er eiginlega bara ævistarf hvers og eins að betrumbæta sjálfan sig og leyfa öðrum að gera það sama á sinn hátt. Svoleiðis getur þessi heimur batnað. Vona að það sé alveg meiriháttar stuð hjá ykkur á laugardagskveldinu eins og hjá mér. Og ég er að meina það. Stígum trylltan dans heima hjá okkur og njótum kveneðlisins og karleðlisins í sinni bestu mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er ég sammála þér ... maður á að byrja heima hjá sér! Ég er með þynnku eftir undanfarna daga ... og hef ekki drukkið dropa af víni! Takk fyrir flotta færslu, eins og venjulega, elsku krúttið mitt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Fyndið. Ég var einmitt að hugsa um í dag (eða var það í gær?) hvað ÉG gæti gert til að láta fólk VILJA gera það sem ég vil að það geri ... hmm... var það ekki annars það sem þú varst að segja? LOL Nei ókei, það sem mér datt í hug var reyndar betrumbæting á sjálfri mér, sem myndi svo virka útávið á aðra :) Ég er einmitt að díla við svona karleðli hérna hjá mér núna sem þurfti að fara í betri farveg.

gerður rósa gunnarsdóttir, 24.2.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He he..Gerður. Þetta er heimilisbrandarinn. Þegar ég af minni kvenlegu visku er a segja öllum hvernig best er að gera og vera en enginn fer eftir því. Þá segi ég alltaf..Ef þið gerðuð bara eins og ég segi þá væri allt einfalt og auðvelt asnarnir ykkar!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.2.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér líður líka vel, var að horfa á danska sjónvarpið breska sakamálamynd með gamalli hetju.  mr. Barnaby hehehe.  Og fá mér í eina tána af grænum öl. Lífið er bara dásamlegt ikke?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, ég sit bara við tölvuna á Evuklæðum, vafin inn í sængina mína með vínglas við hönd og les blogg og kommenta þar sem það á við eins og t.d. hér.    Bara ljúft líf.

Svava frá Strandbergi , 24.2.2007 kl. 22:26

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ef þú ert ekki þú sjálf, hver ert þá?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.2.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vitiði hvað...þi' eruð bara flottustu bloggvinir í heimi. Er ekki merkilegt hvernig er hægt að tengjast í gegnum tæknina og vita samt um leið að það er eitthvað annað sem er að tengjast? Eitthvað sem þekkir engar takmarkanir?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.2.2007 kl. 23:55

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm mín kæra takmarkalaus vinátta er eitthvað sem blívur endalaust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2007 kl. 00:40

9 Smámynd: www.zordis.com

Heimilið er skemmtilegasti staðurinn, þar er bestu vinina að finna, fallegasta fólkið og vellíðan sjálsins er eins og best verður kosið! 

Ég var heima á laugardagskvöldi í faðmi foreldra og ömmu lúsarinnar.  Notaleg stund

www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 10:43

10 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég var líka heima á laugardagskvöldið (sem og önnur kvöld) umvafin andardrætti sona minna.......og hósta öðru hvoru

Gerða Kristjáns, 25.2.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband