Leita í fréttum mbl.is

Umbreyting úr bloggarakerlu á náttfötum í Frú ísland!

vekjaraklukka

Vá hvað tíminn líður. Fer að verða tímabært að koma sér á fætur..já ég er í rúminum með tölvuna  mína.....eru það ekki allir???

 Við látum það eftir okkur að kúra á sunnudagmorgnum frameftir og fara svo og gera alvöru morgunmat-hádegismat...eða brunch sem er samsett úr orðunum breakfast and lunch!  Okkar brunch samanstendur af spældum eggjum, beikoni, ristuðu brauði og nýkreistum ávaxtadjús.(reyndar vil ég heldur ískalt kók með en set ávaxtadjús þar sem það lítur mun betur út)

Ég er búin að drekka morgunkaffi með mörgum bloggvinum. Ibba er að setja sig í stellingar áður en hún fær ömmu sína og afa í heimsókn. Amman er víst fræg fyrir að fá hlátursköst og það helst yfir óförum annarra.Hún er 84 ára. Geggjun er náttla bara farin til New York og búin að pakka öllu. Ég sagði henni frá vini mínum Tony Gray sem er einmitt með geggjaða málverkasýningu á Wall street "The American flag" Svo skoðaði ég myndir hjá Guðmundi góða frá bloggarahittingnum.  Hló með Jónu Ingibjörgu sem fékk tvö hlátusrsköst í gærkveldi íklædd sexý svörtum nýjum tangóskóm og söng bítlalög á þýsku. Hún og amma Ibbu væru örugglega fínar saman.

Gurrí er að pæla í að fá sér föt eins og Dorritt hjá Nínu og kannski eitthvað djöfullegt veski í stíl. (The devil wears Prada) Zordis dúlla átti bara gott kvöld í faðmi íslands og ömmumúsarinnar sinnar..ömmur eru greinilega in núna! Og Guðný Svava segir að fjallkonan sé Ísland og vill Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisfrú landsins. Ég verð nú að segja að ég held að ég eigi nú meira tilkall til þess að vera frú ísland. Hefur einhver annar en ég hérna staðið í fjallkonubúning á kók-kassa bak við ræðupúlt á 17. júní og mælt þessi fleygu orð?

Enn kem ég til þín íslenska þjóð

sem átt þér sagnaminningar og ljóð

Og byggt hefur þetta blessaða land í ellefuhundruð ár.

Goldið afhroð, glaðst og sigrað

grátið svo þín tár eru perlum öllum dýrri

okkur þeim sem eftir lifa.

Nei ég hélt ekki. Og ekki nema 3 dögum eldri en tólf vetra gömul. Já snemma beygist krókurinn segi ég nú bara. Ferlega gott að vera loskins búin að ákveða og finna útúr hvað ég ætla að vera núna þegar ég er orðin stór. Frú Ísland auðvitað. Að ég skyldi ekki hafa séð þetta koma eins næm og nösk og ég er. Ég slæ nú bara á lærið og segi eins og amma mín.."Sú er léttlynd"

engill

Ætli ég þurfii nokkuð kórónu? Njahhhh...ég hlýt að geta reddað mér einhverju fínu til að vera í hjá henni Nínu. Ef það er nógu fínt fyrir Dorritt og Gurrí þá hlýtur það að duga fyrir Frú Ísland líka.

Eigiði bara frábæran sunnudag og verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Góðann daginn Frú Island!  Góður og ferskur dagur, bloggrúnturinn tekinn og brakandi kaffi í bollanum.  

www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég fer beint til Nínu á morgun og tékka á kórónu! Hahhahaha

Guðríður Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310959

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband