Leita í fréttum mbl.is

Þetta blogg er alltof hægfara.....heyrirðu það?

Gengur alltof hægt fyrir mig í dag...og ég má hreinlega ekkert vera að þessu núna. Ætlaði að blogga einu sniðugu leyndói hérna inn um Hvernig maður notar trú til að flytja fjöll...nei það er reyndar enn athugunarefni hjá mér.... en ekkert mál að leysa upp ský. Það er bara barnaleikur Ég þarf nefninlega að fara í hressandi bubble bað og hitta vinkonu mína á kaffihúsinu okkar á eftir. Við getum sko talað og malað..en besta er að við kunnum að hlusta líka. Og hún er ekki þessi týpíska breska kona sem malar stanslaust um ekki neitt. Ég var lengi að átta mig á þessum furðulega vana kerlinga að hugsa upphátt og halda að þær séu að eiga samskipti á meðan. Hélt að ég væri bara svona lélég í enskunni að botna ekkert í þeim.

Oh hi how are you? I just got here after I took my other son to football I need to buy milk and clean my bathroom..people never clean the bath after they have washed them selves..do they? I better buy the ocean spray it smells better than the vanilla wich my mom uses doesn´t it ? Oh I like the red colour on her shirt do you think she had a haircut ? I better not wear yellow, makes me pale but yellow roses are georgeus.. ble ble ble ble ble ble.....Sideways

 Og svona umla þær í einni bunu og eiga heimsmet í að anda ekki á milli orða og söngla með röddinni eins og þær séu í rennibraut. Fyrst reyndi ég að svara þar sem þær skjóta inn spurningum í vaðlinum, en er löngu hætt að reyna að taka þátt í þessu enda heyra þær ekki neitt og hlusta aldrei. Ég stend bara hinu megin á skólalóðinni til að lenda ekki í þeim. 

 En sem sagt vinkona mín kann að hlusta.

kona með opið eyra

Hefur þú hlustað á einhvern í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það hringdi ein mjög andlega sinnuð vinkona mín í morgun, og hún sagði bara svo marg fallegt við mig, að það er í raun og veru ekkert að marka þó ég hafi hlustað með athygli

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert stórkostleg!

Er sama að hlera og hlusta?

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Að hlusta í alvöru er að hlusta með allri verund sinni..augunum, líkamstjáningu og auðvitað eyrunum líka

Munurinn á að hlera og hlusta...?

I dont know. Verður þú ekki bara að senda Birni Bjarnasyni fyrirspurn um það?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 15:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að starta bloggsíðunni minni og að því loknu hóf ég að hlusta á vorið.  Það er bullandi gróska í vorinu, sólin skín og ég finn að andinn er fisléttur.

Ég hef hlerað að BB eigi erfitt með að hlusta!!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 16:26

5 identicon

ég hef hlustað í dag! Geri mismikið af því en hef gert það í dag! Vá samt að lesa rununa sem er hér fyrir ofan á ensku ... úff hvað ég mundi detta út og gleyma því að hlusta ef einhver væri að segja mér þetta...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband