Leita í fréttum mbl.is

Bloggið að gera mig gjaldþrota?

Nú er ég með smá hjartslátt. Þegar ég var að byrja að blogga fékk ég leiðbeiningar um hvernig maður getur náð í myndir og sett á bloggið sitt. Það hefur verið helmingur gamansins hjá mér að finna myndir við hæfi og að fá hugmyndir um eitthvað til að skrifa um út frá sniðugum myndum. Svo fór maðurinn minn eitthvað að kíkja þessa síðu þar sem ég næ í myndirnar og hann segir að ég verði að borga fyrir þær. Getur það verið? Hvar ná bloggarar í sínar myndir og eru einhverjar kvaðir á því???

 Sko..eins og ég er nú oftast greind og gáfuð þá bara hvarflaði ekki að mér að maður mætti ekki fá lánaðar myndir og setja á síðuna. Væri ekki eitthvað systemo sem bara leyfði ekki að myndir væru færðar ef fólk vill það ekki??? Ég meina og spyr bara eins og fávís bloggari...verð ég handtekin og látin borga alla peningana mína ef þetta kemst upp? Þegar ég fór að skoða þetta í rólegheitunum stendur að hver mynd kosti 150 dollara eftir 30 daga prufutíma. Og hvað? Á maður þá að skila þeim aftur eða fæ ég bara sendan reikninginn fyrir brjálæðislega mörgum myndum.Crying Spurning dagsins er sem sagt...Er ég búin að blogga mig í stórt gjaldþrot? Hjálp..hjartað í mér er alveg á tvöföldum hraða..og ég á í sálarstríði. Ætti ég að setja inn mynd með þessari færslu eða ekki???? Iss það munar ekki um eina í viðbót...ég er jafndauð eftir sem áður.Hárið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki græna glóru elskuleg.  Ég er of löt til að reyna að leita mér að myndum.  Ef ég set inn mynd, þá hef ég yfirleitt tekið hana sjálf.  Annars birtist mynd frá mér á BB.is um daginn, og mér er sagt líka í mogganum.  Ég ætti ef til vill að skoða málið hehehehe nei bara djóka.  Mér fannst bara gaman að sjá myndina mína tróna í Bæjarins besta. 

En vonandi er þetta ekki rétt.  Og þá er bara að láta myndirnar hverfa .

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Jeeee minn eini Katrín! Þetta er rosalegt ástand Vonandi lendir þú ekki gjaldrþroti eða skuldafangelsi út af þessu. Ég skil "ótta" þinn Við hjónin vorum á Íslandi um daginn og þegar ég kom heim beið mín voða "hótunarbréf" frá þeim sem ég kaupi nettenginguna af vegna ólöglegs niðurhals Humm... og saklausu börnin mín höfðu víst bara notað tækifærið og hlaðið niður slatta af myndum á meðan þau voru ein heima   Bara svona saklausir þættir Ég velti fyrir mér að skipta um internettengingu en er svo ekki búin að gera neitt og er enn hér heima og vona að ég fái að vera það En í alvöru þetta er klikkað, því eitthvað í þessu systemi er bara ekki í takt við raunveruleikann sem er að við notendur viljum fá þetta frítt Er það til ofmikils mælst

Megi dagurinn færa þér gæfu

Guðrún Þorleifs, 27.2.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takkfyrir stuðninginn stlepur.  Dagurinn mun færa mér gæfu ég finn það á mér.

En....... ef ég verð handtekin og sett í fangelsi....þá er ég búin að ákveða að nota tímann og skrifa bók. Hún verður ekki með neinum stolnum myndum. Kannski einog ein stolin hugmynd læðist með en það er auðveldra að sverja þann stuld af sér! Gott að ég er að flytja . Segi engum hvert.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 11:14

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Je minn góður. Myndirnar sem þú hefur sett inn hafa svo sannarlega veitt mér ánægju ásamt blogginu. Hef ekki spáð í þetta en finnst mjög líklegt að þarna sé um höfundarétt að ræða. Ég átti einu sinni nokkrar myndir í Fishing News og fékk vel borgað fyrir þær. Svo sá ég líka mynd frá mér í Around Iceland, henni var stolið og aðra í Japanskri auglýsingu um fiskrétti. Henni var líka stolið. Settu bara þínar eigin myndir inn. Hafðu þær í lítilli upplausn svo enginn steli þeim. Annars endar það þannig að einhver kóperar myndirnar þínar og klæðir veggina hjá sér með þeim!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:29

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Málið er að ég er með litla upplausn á mínum myndum þannig að það er ekki hægt  stela þeim stækka og prenta..gæðin væru herfileg. Ljósmyndarinn minn sagði að þannig þyrfti það að vera sem færi á internetið þar sem það væri vonlaust að koma í veg fyrir að fólki fái sér myndir til alls konar nota af netinu. Verð að skoða þetta betur....og kannski að kippa öllum myndunum burtu...böhhh!

Nú og ef það koma ekki inn fleiri blogg næstu árin..þá vitið þið hvar mig er að finna!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 11:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal senda þér bréf reglulega í fangelsið.  Verðuru framseld hingað heldurðu.  Hér er ef til vill kominn grundvöllurinn undir Netlögguna hans Steingríms hehehe........

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 12:01

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og bókin myndi heita Bréfin frá Cesil og svo yrði gerð mynd um þau í hollywood og þú yrðir að mæta í gullkjól til að tala við óskarnum. Sé þetta alveg fyrir mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 12:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe jamm og það mætti líka vera smásvanur á öxinni ha !! erþaggi ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 16:04

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Öxlinni meinti ég hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 16:05

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei öxinni...passar alveg. Var einmitt að ákveða titilinn..Axarmorðinginn ógurlegi frá vestfjörðum. Ég þori að veðja að þú hefur nú oft notað exi til að myrða lítil sæt tré.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 16:22

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég næ í myndir, með að skrifa leitarorð eftir efninu hverju sinni inn á google og smella svo á myndir, þá koma upp myndir af netsíðum, sem tengjast leitarorðinu. Maður klikkir svo á myndina og fær þá upp glugga sem býður manni að skoða myndina í þeirri stærð. sem hún er birt. Þá hægri klikki ég á myndina og seiva hana á skjáborðið.Pikka hana svo þaðan inn á bloggið.

Það er líka hægt að skrifa clipart eða clip art og subjektið með, þá koma allskyns myndir tengdar efninu, sem þú ert með í huga. Loks er hægt að skrifa leitarorðið og illustration eða photo á eftir og þá er leitin aðeins hnitmiðaðri. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 17:17

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er ekkert, sem jafnast á við myndirnar þínar. Ég held að það, sem þú ert að hlaða niður sé frítt af því að á þær er þrykkt "Image Bank" eða eitthvað álíka. Það eru sýnishorn í takmarkaðri upplausn. Ef þú ert áskrifandi og greiðir fyrir, þá færðu topp upplausn og ekkert vatnsmerki.

Svo ég held að áhyggjur þínar séu óþarfar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 17:20

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ Jón Steinar...þú ert búinn að bjarga lífi mínu í dag..sem og aðra daga. Ég eyði löngum stundum að finna myndir..fullt af því sem ég fer í gegnum heillar mig ekkert...en sumar myndir eru bara ÆÐI!

Ég elska að setja saman orð og myndrænar lýsingar...gott að ég verð ekki handtekin fyrir það. Og svo kemur þú alltaf inn og reynir að láta fólk skilja að ég er ekki bara alltaf að gantast! Krútt! Alveg eins og á bloggmyndinni þinni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 18:42

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér var í alvöru frekar órótt og sá fyrir mér himinháa reikninga fyrir gamanið

En nú get ég haldið áfram ótrauð og glöð...You wont know what hit you guys!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband