Leita í fréttum mbl.is

Bloggvinatiltektir!

Í mínum bloggvina hópi er umræða um bloggvina tiltektir. Að setja þá af listanum sem aldrei heimsækja og maður kíkir kannski sjaldan til. Mér finnst ég hafa eignast rosalega góða og almennilega bloggvini og er stolt af þeim af þeim öllum. Sumir þeirra kíkja reyndar aldrei við í eigin persónu og virðast ekkert við mig vilja tala eða þekkja...veit ekki af hverju þeir í upphafi sóttust eftir félagsskapnum.

Suma bað ég um kunningskap þar sem mér fannst eitthvað varið í bloggið þeirra..og kíki þangað stundum. Áhuginn virðist hins vegar ekki vera gagnkvæmur. Sé þá aldrei. Svo það verður gerð vorhreingerning hjá mér því ég vil svo einlæglega halda bandi við mitt fólk. Og ekki bara skoðanabræður eða systur. Það er oft svo gott að fá ólík sjónarhorn til að velta sér uppúr. En sumt verður bara að fara. Og ég vil taka það fram að það er ekkert persónulegt...ég bara kemst ekki yfir að sýna svona mörgum lit. En vá hvað ég er stolt af  mörgum bloggvinum mínum. Mér finnst þeir bara flottastir....og elska að fá þá í heimsókn. Í "raunveruleikanum" er ég vinafá en vinagóð. Tek gæði langt fram yfir magn. Og er upp með mér þegar ég fer í gegnum vini mína sem vilja halda sambandi í ljósi þess að líkur sæki líkan heim. Þið gerið mig stolta af sjálfri mér að vera  í ykkar félagsskap. Takk þúsund sinnum...ég met ykkur svo mikils.

halloween people

Við erum kannski ólík..en geymum einhvern óséðan arf okkar á milli!!!

Þið eruð bara krútt!!! I love you!!!!HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Katrín bloggvinur. Ég kíki alltof sjaldan á síðuna þína en það sem þú skrifar er oftast frábært :)

Bestu kveðjur, þinn bloggvinur Hlynur

Hlynur Hallsson, 27.2.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Í guðanna bænum..allir sem hafa sjaldan kíkt við...ekki fá hjartaáfall! Engin þörf á því. Suma heimsæki ég og skoða oft þó þeir komi aldrei til mín...mér finnst það bara allt í lagi. Þó einhver geti ekki sótt neitt til mín þýðir það ekki að ég geti ekki sótt neitt til þeirra. Þar sem eru engar gagnkvæmar heimsóknir..þar sem ég kem ekki við og þeir koma ekki við þá er engin þörf á að halda því við lengur. Í raunveruleikanum er það svo oft þannig að ég hitti fólk sem ég hef ekki hitt árum saman og það er iens og við höfum hittst í gær...eða ég hitti einhvern og við eigum ekki eitt orð til að segja. Það er ekki endilega tímalengdin sem ræður..heldur tengingin. Svo ég hendi engum sé mér finns í hjartanum vænt um!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 23:31

3 identicon

Er ekki með hjartaáfall, en vill ítreka það sem ég sagði fyrir skömmu (annað hvort hér eða á öðru bloggi mínu), að ég elska að kynnast nýju fólki, og hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá ert þú ein af nokkrum vinkonum sem kíkja reglulega til mín og á mig ... og ég met það mikils. Þú ert ein af rúsínunum mínum hérna

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:47

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mér þætti ósköp vænt um að þú hentir mér ekki, þó ekki væri nema fyrir allt sem við brölluðum saman fyrir net.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 27.2.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei ég myndi aldrei henda þér út "Klemma" mín og finnst voða vænt um að hafa hitt þig aftur. Man eftir bollanum sem pabbi þinn átti og var bundinn við ofninn því hann vildi ekki drekka kaffið sitt úr þvegnum bolla. Ferlega sæt minning. Ég man! Bara hjartanlega velkomin!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 00:01

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég var búin að gleyma þessu með bollann.  Amma var alltaf að stelast til að þvo bollann þrátt fyrir blátt bann lægi við því, pabbi ákvað því að binda bollan sinn við ofninn, sem var við hliðina á eldhúsborðinu.  Amma sá við því leysti bollann, þvoði og batt hann aftur.

Hvaðan kemur annars orðatiltækið blátt bann?  Það er miklu eldra en bláa höndin er það ekki.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.2.2007 kl. 00:18

7 identicon

ætli mér verði hent út ... samsápóperustjörnunni ?? kannski er katrín abbó því ég er með aðalhlutverkið hehe nei annars ætti ég að vera abbó af því að hún er auðkýfingurinn ??? hehe nei ... held ég fá að vera ... ;) er eiginelga bara ekki með neinar áhyggjur af því

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 01:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjúkket ég sé að ég er hér ennþá hehehe.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband