28.2.2007 | 19:11
Hugarfarsbyltingu núna!!!
Ég var að svara henni Halkötlu þar sem hún bloggar um reiði sína og örvæntingu og svarið varð svo langt..sorry Halkatla mín ég gat bara ekki stoppað þegar ég var komin af stað....að það varð eiginlega sjálfstætt blogg svo ég set það hérna líka því mér fannst vanta einhverja góða mynd með því og bara varð að laga allar stafsetningavillurnar sem fóru...úff! Æ þið vitið hvernig ég er...alltaf að dekkoreita!
Veistu það Anna Karen það er fullt fullt af fólki sem líður eins og þér yfir öllu þessu hróplega óréttlæti og vöntun á vilja og heilbrigðri skynsemi í þessu þjóðfélagi. Öllu venjulegu fólki ofbýður og sér alveg greinilega hvar hundurinn liggur grafinn. Meira að segja lausnirnar við flestum þessum vandamálum eru ekkert erfiðar fyrir venjulegt fólk að koma auga á. Vandamálið er hins vegar það að það er búið að ræna krafti þessarar þjóðar. Með því að tala óskiljanlega um flest mál sem okkur koma svo mikið við en botnum ekkert í þegar fræðingarnir fara að tala sérfræðitungumálið sitt. Og komumst sum okkar að þeirri niðurstöðu að það sé vegna þess að við séum bara svo heimsk og vitlaus og skiljum ekkert! Það stelur t.d krafti og baráttuþreki fólks. Efnahagsmálin, heilbrigðismálin, menntamálin, og öll hin málin er ekki talað um á mannamáli. Annað sem þesssi þjóð er búin að glata líka er trú og traust. Hún er vonlaus og uppgefin. Uppgefin á því að horfa upp á það áratugum saman að öflin sem landinu stjórna er skítsama um fólkið okkar. Um sjúklingana..0mmur okkar og afa, krakkana og unglinga, láglaunafólkið og öryrkjana. Þeim er líka alveg skítsama hvað okkur finnst um þau. Því þau vita sem er að það er hægt..eða hefur verið hægt hingað til..að ljúga að okkur ölllum fjandanum fyrir kosningar til að fá atkvæðin til að halda völdunum sínum vitandi að við munum ekki nema 7 sekúndur eftir svikunum, geðheilbrigðismálunum og fólkinu sem enginn fæst til að sinna vegna lágra launa,kennurum sem hafa ekki mannsæmandi laun, bankaokrinu, skattpíningunni nema fyrir þá ríku...virkjanatröllunum og náttúrufjandmönnum og að við munum rölta spariklædd á kjördag og skila því til þeirra sem þeir telja sér bera. Valdinu okkar og lífi okkar. Landinu okkar og framtíðinni okkar. Bjartsýni og sköpunarkrafti . Voninni.
Allt þetta hefur með hugarfar þjóðarinnar að gera. Til að breyta öllu þessu verðum við að breyta hugarfarinu. Reiðin er frábært afl til að vekja mann upp og láta mann langa til að fara og færa fjöll. En hún er ekki góður eða raunsær skipuleggjandi eða hugsuður mikill. Ég trúi því svo innilega að það sé glufa fyrir alvöru breytingar hérna. Fólk er farið að hugsa öðruvísi og standa meira upp fyrir sjálfu sér sem einstaklingar. Bera virðingu fyrir eigin skoðun og treysta hyggjuviti sínu og neita að láta fara áfram illa með sig. Stjórnarhættir sem taka ekki mið að þörfum fólksins í landinu eiga ekki að geta viðgengist. Við getum tekið til baka kraftinn okkar og virðingu. Eigum ekkert að vera skömmustuleg og niðurlút þegar svínað er á okkur. Standa upp og segja..hey!!! Ég vil ekki svona framkomu, laun, heilsugæslu eða menntun þar sem allt er af skornum skammti og rugli. Og standa keikust þegar brotið er á þeim sem minnst mega sín og geta ekki varið sig. Þá eigum við hin að gera það! Algerlega svellköld og tilbúin að láta ekki tommu undan. Því það eru gildin okkar. Það sem við trúum á í hartanu og það sem okkur finnst. Og við segjum það á mannamáli svo allir skilji og allir geti verið með. En við gerum öðruvísi en áður. Finnum út hvað virkar raunverulega. Það sem virkilega skekur þennan valdastrúktur. Skyrslettur eð mótmælalspjöld heyra sögunni til. Við eigum að hugsa og vera vakandi og sterk og taka virkan þátt í öllu sem að okkur snýr. Vera alltaf að láta í ljósi skoðanir okkar og alltaf að segja nei þegar við meinum nei og já þegar við meinum já. Og krefjast þess að þannig hagi stjórnmálamenn sér líka. Segi það sem þeir meina og meini það sem þeir segja og meta þá síðan af engu öðru en verkum þeirra.
Límum fyrir munninn á þeim og látum þá leiða okkur í allan sannleikann um hvað hefur verið gert og hvar.
Við erum engir aumingjar. Það er bara tímabært að fara að vakna og standa upp og vera eins og uppréttir og almennilegir íslendingar sem eru að springa úr óvirkjuðu hugviti, gæsku og sköpunarkrafti. Við erum þjóð sem gæti verið ein flottasta þjóð í heimi af því að við gætum lært og sameinast um að byggj samfélag sem byggir á raunverulegum og mannlegum gildum. Einn góðan veðurdag..ekki langt í vorið sem betur fer...kviknar ljós og við munum vita nákvæmlega hvernig við gerum.
Blessi ykkur!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
góð og þörf lesning
Gunna-Polly, 28.2.2007 kl. 19:23
Katrín mín kæra; hm..hvað ætlarðu að kjósa? Takk fyrir pistilinn.
Þú varst að bjóða til Hollywood-ar; ég þangað. Geng að stjörnunni þinni, það er enn ekki búið að gera mína. Það breytist þegar við verðum orðnar heimsfrægar í Blogg and the beautiful by Gurrí.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:22
Tek undir með Gunnu
Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:29
Heyr, heyr!! Fanta góð skrif hjá þér Katrín mín. Ég hef stundum hugsað með sjálfri mér að kannski þurfi bara 'blóðuga byltingu' til þess að koma málunum í lag á Íslandi.
Svava frá Strandbergi , 28.2.2007 kl. 23:06
Ég mæli með byltingu! Það þarf að breyta svo mörgu. Það þýðir ekki að heilaþvo okkur endalaust með því að við höfum aldrei haft það betra. Það er hreinlega ekki rétt!!! Sumt er gott, annað alls ekki!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 00:21
Lífið þarf ekki að vera svona flókið. Við einfaldlega gerum alla hluti flóknari en þeir eru. Ef við til dæmis hlustuðum á okkar eigin skynsemi og tilfinningu, og bærum meiri virðingu fyrir öðrum, þá held ég að allt væri miklu einfaldara.
Stressið sem býr í okkur af því að við gerum of miklar kröfur til sjálfra okkar og annara er óþarfi. Ef við bara skiljum að enginn er fullkomin, og við sættum okkur við okkur sjálf eins og við erum, þá erum við búin að taka stóran hluta af stressi burtu. Ef við svo líka skiljum að hinir eru ekki fullkomnir heldur og gerum ekki of miklar kröfur þar, þá verður lífið miklu betra.
Að læra að slaka á og bara vera til. Það er ekki þar með sagt að við látum aðra valtra yfir okkur. Munum bara að það sem við sendum út frá okkur kemur tífalt til baka. Og það erum við sjálf sem ráðum hvaða hugsanir við sendum frá okkur. Við getum hreinlega lagað margt með því að fara í smá naflaskoðun, og hugsa hvað get ég gert til að gera lífið auðveldara, bjartara og betra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 09:19
Já einmitt Cesil. Þegar fólk er orðið mjög reitt, vonsvikið og uppgefið á erfiðum aðstæðum svo árum eða jafnvel áratugum skiptir er ekkert skrítið að það vilji bara byltingu...jafnvel blóðuga.
Horfandi til baka í söguna hefur það sýnt sig að þegar svona kraftur losnar úr læðingi óheftur þá getur verið mjög tvísýnt hvernig slíkt fer vægast sagt. Held ekki að við viljum blóðugar byltingar en byltingu viljum við á mörgum sviðum. Það er alveg rétt að margt er vel gert en það eru enn of margir sem líða of mikið. Og við erum ekki það mörg að við getum ekki leyst nokkur svona mál. Spurningin sem leitar á mann er hins vegar sú...í hverju er tregðan fólgin ..hvað er hið raunverulega vandamál að ekki sé tekið á öllum þessum brotalömum sem ofbýður ollu venjulegu fólki?
Af hverju komast sumir lögreglumenn upp með ofbeldi og fantaskap í starfi..af hverju geta ekki dómarar dæmt eftir glæpnum? Af hverju er það álitið í lagi að loka bara geðdeildum og hafa alltof fá úrræði fyrir fólk sem hefur lent í vímuefnadjöflinum? Hvernig stendur á því að fólkið sem byggði upp þetta land með eigin höndum og afli situr nú og bíður á listum eftir að vera sinnt almennilega og af mannúð síðustu ævidaga sína? Það er alveg sama hversu margar reglur og reglugerðir við setjum...þetta hefur með hugarfar að gera og gildi. Og að vera nægilega sterkur til að fylgja þeim eftir. Ég hef enga trú á ofbeldi í neinni mynd...og dettur ekki í hug að sletta skyri eða fiðra og tjarga sumt fólk sem eiginlega ætti það samt næstum skilið fyrir slæleg vinnubrögð, undirferli og að hugsa bara um rassagatið á sjálfu sér þegar það á að vera að sinna starfi og finna viðeigandi lausnir fyrir fólkið í þessu landi. Það er hins vegar okkar hlutverk að veita aðhald..tala og vera mjög sýnileg, og velja vel hverjum við veitum þessa ábyrgð. En auðvitað kjósa flestir eftir eigin hagsmunum og því sem kemur þeim best...fremur en heildinni og því miður eins og minnislausar hænur og hanar eða bara af gömlum vana. En sem betur fer alls ekki allir.
Ég hef enga patentlausn..en hef sterka tilfininningu fyrir að núna þurfi að brjóta upp fyrri stjórnarhætti og landsins gömlu klíkur og koma á raunverulegu lýðræði. Lyðræði án stjórnmálaflokka..lýðræði fyrir fólk og um fólk þar sem önnug og merkilegri gildi verði ráðandi. Og efast ekki eitt augnablik að til er lausn sem finnst þegar við förum að anda með nefinu og gefa okkur tíma til að skoða og skilgreina með vakandi vitund um hvað er hvað. Og akta svo sterkt út frá því.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 09:27
Já ég er sammála því að það þarf að brjóta upp þetta mynstur. Það er sagt að nýjir vendir sópi best. Og það er líka sagt að byltingin éti börnin sín. Sú bylting sem hófst með núverandi ríkisstjórn er svo sannarlega búin að éta börnin sín upp til agna, sum þeirra, en hygla öðrum svo þau vita ekki aura sinna tal. En samt sem áður fá þeir alltaf umboð ár eftir ár, frá því fólki sem hvað harðast verður úti. Fólk lætur hreinlega plata sig, hræða sig eða bara er í viðjum vanans, eins og ein eldri kona sagði við mig í síðustu kosningum, Ásthildur mín mér finnst þið í Frjálslynda flokknum vera með svo góð stefnumál og góða hluti........... en ég hef nú alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn og get ekki breytt því núna (þegar svona stutt er eftir) hlýtur hún að hafa meint. Hvað á að gera við svona fólk? Þetta er ekki lýðræði, þetta er algjör óvitagangur og svona fólk ætti í rauninni ekki að hafa kosningarétt. Ef það er bara kosningamaskína fyrir ákveðin öfl af því bara.
En svona er þetta bara. Menn ætla að breyta til, en svo fer höndin skjálfandi á sama Exxxið og alltaf áður. Það er eitthvað í þjóðarsálinni sem er svo fastheldið á gamlar venjur og ekkert sem getur breytt því. Og í þessu skjóli skálka þeir sem þurfa ekki einu sinni að tala með fagurgala. Grímulaust geta þeir sagt bara hvað sem er í trausti þess að vera áskrifendur að stöðum sínum. Það er von að manni sundli.
Það væri annars spennandi að hætta flokkadráttum og fara í persónukosningar. Kjósa eingöngu það fólk sem maður treystir. Ætli það sé framkvæmanlegt ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 11:21
Þetta eru góð skrif hjá þér og Önnu Karen (sem er frá sama byggðarlagi og ég) en þau eru of löng. Sannarlega orðí tíma töluð en ná ekki eyrum nógu margra.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 11:46
Já þegar það þarf margt að segja þá tekur það auðvitað sitt pláss.
Cesil þú spyrð hvort þessu nokkuð hægt að breyta. Já það er hægt. Ef við lítum á söguna voru oft einstaklingar sem komu fram með byltingarkenndar hugmyndir sem áttu sér ekki stóran hljómgrunn en byrjuðu að ryðja sér farveg og á endanum umbreyttu hvernig fólk hugsaði. Einhversstaðr verðum við að byrja og tala og skrifa og alls ekki trúa á þá rimla sem við höfum reist hingað til að Þeir séu óbrjótanlegir. Við höfum nú séð múra hrynja og falla þegar fólk fór að bryeta viðhorfum og hugsunum. Eitt held ég að sé líka mjög mjög mikilvægt og það er að fara að horfa með bjartsýni og krafti fram á veginn og eyða ekki orkunni í það sem hindrar. Einbeita okkur að nýjum lausnum og opna hugsunina inn á að allt er mögulegt sem við hugsum og viljum breyta. Því allt byrjar sem hugsun og verður svo raunveruleikinn okkar í hínum ýmsu formum.
Hvað ég ætla að kjósa?
Hef ekki enn séð farveg fyrir atkvæði mitt þar sem ég held að vel yrði með það farið...svo ég bíð átekta. Kannski miðju fjólublátt afl sem geislar í allar áttir og lýsir fyrir alla?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 12:02
Ágætis umræða í gangi hérna. En krakkar, byrjar þetta ekki allt innan frá okkur sjálfum, ég breyti þessu með því að breyta sjálfri mér. Munum svo að líkt dregst að líku. Við erum að fara í gegnum miklar umbreytingar núna en vek athygli á myndina The Secret. Mér þykir líklegt að ég kjósi sama og Katrín þ.e.a.s. kærleikann
Vilborg Eggertsdóttir, 3.3.2007 kl. 02:35
" Og standa keikust þegar brotið er á þeim sem minnst mega sín og geta ekki varið sig." Man eftir því að hafa lesið einhversstaðar - "Það sem þið gerið mínum minnstu bræðrum það gerið þið mér" --- og sjálfum okkur, því við erum öll af sama ljósi.
Vilborg Eggertsdóttir, 3.3.2007 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.