18.3.2007 | 22:55
Húsmóðir hugsar sitt...
Er ekki hægt að þrífa burtu skítinn sem situr í þessari veröld. Gera hana skinandi hreina eins og heimilið og vaskinn?
Skúra skrúbba og bóna burtu eigingjarnar hvatir valdamanna sem sjá ekki hvar meinið liggur og með gjörðum sínum auka á misréttið og rykið sem hylur augu almennings?
Nýir vendir sópa best segir einhversstaðar.....Við þurfum svo nýja vendi sem sópa glaðir burtu draslinu og vita að á bak við þetta hugtak að slá ryki í augu almennings...er eitthvað annað sem skiptir máli. Að segja okkur satt um tilgang verka þeirra og gefa okkur raunverulegt val. Hætta að éta af trénu með ávöxtunum sem var ætlað okkur öllum.
Húsmóðir hugsar sitt. Rottugangur er ekki góður. Það þarf að afeitra hugarfarið og hætta að trúa á að rottur vilji eitthvað annað en éta og verða feitar. Sjá að það er til afl sem við getum virkjað og stýrt í miklu mannvænlegri átt. Og hvernig?
Með því að vita hver við erum og hvers við erum megnug. Húsmóðir las fínan pistil um hvernig standi á því að vilja hins almenna manns um frið og jöfnuð er hent út í hafsauga. Við erum svo miklu fleiri sem viljum það sama...sem viljum betri heim og bjartari framtíð. Við þurfu að láta í okkur heyra og ná sambandi við hver við raunverulega erum og hundsa hið falda vald sem er að éta okkur út á gaddinn á öllum sviðum.
Vera í sambandi við innri rödd og styrk. Og muna þegar við göngum að kosningaborðinu hver verk þeirra eru sem tala sem hæst núna og sækjast stíft eftir stuðningi okkar við hugmyndir þeirra um að halda okkur í skefjum næstu 4 árin. Stöndum með okkur sjálfum og því sem við vitum að er rétt.
Svarið er ekki þarna úti....það er í þér. Húsmóðir telur að þar liggi lausnin. Að tengja sig við almættið og hlusta vel. Og merkja svo við það sem skiptir mestu máli. Mannréttindi fyrir alla. Og að segja sig úr stríðsbandalagi sem er bara dauði og djöfullegt afl. Upp með ljósið og kjarkinn til að breyta.
Já þannig hugsar húsmóðir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Akkúrat. Kvitt, kikk, kveðja.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.3.2007 kl. 23:03
Þú ert allveg frábær, það er rétt hjá þér þannig hugsar húsmóðirin.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2007 kl. 23:13
Já, nýir vendir sópa best en kannski flengja þeir líka best. Hvernig væri að flengja burtu valdamennina og kjósa okkur mannvænni ríkisstjórn?
Svava frá Strandbergi , 18.3.2007 kl. 23:39
Heyr! Heyr! Nú líst mér á mína konu --- svona nú áfram krakkar, við getum breytt þessu, fylgjum rödd hjartans, koma svo
Vilborg Eggertsdóttir, 18.3.2007 kl. 23:51
Núverandi ríkistjórn horfði þegjandi upp á ofögnuðinn..skaðvaldarnir eru farnir frá en samt liggur ábyrgðin þarna hjá þeim sem ekki risu upp í því valdi sem þeim var þó trúað fyrir. Hvað segir það fólk núna?
Við verðum að læra að sjá í gegnum hlutina..og hætta að trúa orðavaðli. Sjá hvað er hvað. Hjarta mitt slær með mérum í Írak og feðrum í Irak...sem eiga enga leið út úr hörmungunum. Og það fyllir mig skömm að "við" þessir tveir serm tóku sér þjóðarvaldið hafi gert það í mínu nafni og þínu. Meðan við segjum ekkert og gerum ekkert verðum við að teljast samsek. Fjöldamótmæli á torginu eins og New York búar gera nú. Þessu verður að linna. Ég var að lesa í dag um hermenn breta sem koma heim algerlega eyðilagðir á sál og líkama..enginn vill við þá kannast eða veita neina hjálp..bara settir út á guð og gaddinn eftir "hetjulega" baráttu sína. Ömurlegt hvernig þetta allt er....og við erum mest að spá í hvernig parketið á að vera á litinn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 23:58
Hjarta mitt slær með mæðrum...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 00:15
Maður verður smá smeykur við þennan eldmóð og þorir ekki öðru en að kvitta.
Mennog konur eiga að standa saman eins og við Katrín í þessu videói, sem við gerðum hér um árið.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2007 kl. 00:34
Ha ha ha ha...þú minnir mig á liStakennarann minn..hann hörfaði alltaf aftur um fimm skref þegar ég sagði honum hvað mér fInndist og setti hendur í kross eins og til að verja sig og sagði svo..Whoa....keep your power down!!! SkÍthræddur við íslenskan kvennakraft!! En þetta myndband er einmitt og akkúrat eins og ég sé þig fyrir mér Jón Steinar....lol....og ég svona falleg í hvítu..enn ekki hvað???
........bráðhlægilegt alveg!! Og lagið alveg eins og sungið úr mínu brjósti!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 01:02
Annað video, þar sem ég er soldið að brillera.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2007 kl. 02:06
Góðann daginn Alltaf gaman að kíkja inn og spá í pælingarnar þínar. Eplatréið mitt er svo lítið enn að það ber bara álfadísir en í bakgarðinum á ég stórkostlegt kirsuberjatré og þar er gott að vera ...og hvað varðar þennan heim þá er víst best að byrja á sér og sínu. Vaáá... ef allir gerðu það með frið í heiminum að leiðarljósi
Knús frá DK
Guðrún Þorleifs, 19.3.2007 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.