Leita í fréttum mbl.is

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

Eru ekki þessi stjórnmál bara öll af sama meiðinum? Allir vilja láta kjósa sig til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina og ekki vantar hin fögru loforð og frábærar framtíðarsýnir í framboðsræðum þeirra sem vilja valdið

ákall

Kjóstu mig og kjóstu mig og treystu mér og trúðu mér og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta bæta og laga. Ef eitthvað fer svo úrskeiðis og ég klúðra málum rækilega bið ég þig að muna að það var ekki mér að kenna. Það var hinum að kenna og ég get ekki verið ábyrg/ur á þessum skandal og yfirsjónum. Auðvitað ber mér að fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem fylgir störfum mínum og tek við þeim með gleði en ábyrgðinni varpa ég hins vegar á hina.

það var ekki ég...það var hann
Og hverjum skal trúa
og hverjum skal treysta
 til að búa
í haginn
spyr maginn
 Og hugsar um matarskatta
og aðra skatta
sem menn með hatta
eru að fatta
skila öllu þínu og mínu í stærri vasa.
Af áxöxtunum skuluð þér þekkja þá
 sagði maðurinn með viskuna.
af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá
"Er ekki bara sama .....undir þeim öllum?
 spurði þá kerla og snýtti sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Ég held barassta að þú hafir hitt naglann á höfuðið...

bara Maja..., 25.3.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég vildi óska að þú hefðir getað horft á Spaugstofuna í gærkvöldi þar sem forsætisráðherrann er látinn segja við Jón Sigurðsson ráðherra sem er reynda náskyldur börnunum mínum og sem ég var skotin í í skóla þegar ég var very young. 'Kosningaloforð er ekki það sama og loforð'

Svava frá Strandbergi , 25.3.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: www.zordis.com

Næst þegar í bít í djúsí peru þá hugsa ég hingað!  Stjórnmál eru hlutur sem ég hverf inn í og veit ekki meir!  Tek undir orð Guðnýjar Svövu um að loforð sé ekki kosningarloforð og öfugt!

www.zordis.com, 25.3.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verst þykir mér nú við loforðin, sem þeir efna rétt fyrir kosningar.  Þeir sem sitja við völd eru nefnilega með heftið og nota tímann rétt fyrir kosningar til að ausa út peningum í hitt og þetta til að kaupa sér fylgi og tryggja áframhaldandi stjórnarsetu.

Væri ekki lýðræðislegra að taka af þeim heftið svon 6 mánuðum fyrir kosningar?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 17:49

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jú og hefta svo fyrir munninn á þeim og láta verk þeirra undanfarin 4 ár tala fyrir sig sjálf.  Nei kannski ekki alveg hefta með heftibyssu heldur hefta talið í þeim í smá tíma Je minn eini...það er erfiðara en ég bjóst við að sitja þegjandi hjá í þessum skripaleik stjórnmálanna. Konu er bara stundum svo ofboðið að hún gleymir að hún er algerlega ópólitísk og mun ekki spendera atkvæði sínu fyrr en traust hennar á þessu systemoi er komið aftur. Helst bara alveg nýtt systemo sem er um alvöru lýðræði og frelsi.

Ég verð stundum svo móðguð yfir þeirri vitleysu sem borin er á borð fyrir fólk að það sér ekki út um gluggana hérna hjá mér fyrir móðu. Anda inn og anda út fara í heitt bað og lesa ekkert meira á bloggi sem snýr að öðru en uppskirftum og djúsgerð. Jamm.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 18:07

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sammála síðustu ræðumönnum ! öllum!

ljósið virkar alltaf nú og seinna.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 18:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð ertu  Verst er þegar menn taka loforðin til baka strax eftir kosningar og koma svo með þau aftur fyrir þær næstu.  sum sé margnota kosningaloforð. Þau eru vissulega fyrirhafnarminnst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 18:52

8 identicon

"So true, so very true," segja þeir á enskunni, þegar orð eins og þessi færsla þín hitta naglann á höfuðið. Mér finnst svo ótrúlega ótrúlegt að sjá himinhá laun ráðamanna (þingmanna, bæjarstjóra... o.s.frv.) þegar vinnutíminn og starfsgetan virðast vera svo mikið loft ... kannski grimmt að segja þetta - en ég get bara ekki að þessu gert ...

Kossar og knús til þín Katrín, fyrir mjög svo frábæra færslu!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:43

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vel mælt að vanda!  Knús yfir hafið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband