Leita í fréttum mbl.is

..........................................

cant see

Nú er kona svo syfjuð að hún nennir ekki að blogga neitt.

Er bara tóm og hefur engar hugmyndir en samt svo full.

Full af skemmtilegheitum dagsins, samveru, góðum mat og heimsókn í hús þar sem agnarlítil mannvera er mætt.

Svo syfjuð að hún svaf mestalla leiðina heim.

Hangir nú yfir kertaljósi og hugsar um að verða græn og væn við sjálfa sig.

green woman

Hinir horfa á boltann og rúmið kallar og sængin býður faðmlag sem freistar.

Augnlokin þyngri en gamlar syndir sem þó eru flognar á brott með fyrirgefningunni.

Morgundagurinn bíður og líður áður en kona veit af.

Ætli einhver viti hvað tíminnn er farinn að líða hratt?

Að morgundagurinn er orðinn að minningu áður en hann kemur?

Og einu ummerkin eru tómar krukkur í skáp og hrukkur í augnhvörmum?

Eini tíminn sem maður hefur til að vera til er í draumi sem líður hægt.

Svo hægt að maður kemst ekki úr sporunum. Og er alltaf of sein.

Best að sofa smá og hraðspóla inn í framtíðina.

Þessar flugleiðingar eru í mínu boði.

höfuð

Góða hæga drauma öll sömul.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þú ert svo skemmtileg !

Níels A. Ársælsson., 1.4.2007 kl. 01:56

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn og vonadi fékkstu gott flug um draumalöndin Gott að byrja daginn á að kíkja til þín Takk fyrir mig

Guðrún Þorleifs, 1.4.2007 kl. 07:45

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf sama gæða konan

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: www.zordis.com

Gleðin kallar á auka orkugjafir ... Þú ert lánsöm að hafa alla hjá þér!  Góðar stundir á fallegum Pálmasunnudegi!

www.zordis.com, 1.4.2007 kl. 11:34

5 Smámynd: Mafía-- Linda Róberts.

Svona líður mér akkurat núna

Mafía-- Linda Róberts., 1.4.2007 kl. 11:43

6 Smámynd: bara Maja...

Tíminn flýgur alltof hratt ! Enda er dagurinn varla vaknaður þegar byrjað er að skipuleggja... hvað á að gera í dag ?

bara Maja..., 1.4.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband