Leita í fréttum mbl.is

Hvort?

ruslafata

Finn ekkert sniðugt til að blogga um.

Er sybbin og ætla bara að skríða í ból.

Margt að fást við á morgun.

Ætli maður myndi nokkuð nenna vakna ef maður vissi hvernig dagurinn yrði?

Ef maður vissi allt sem myndi gerast?

Ævintýrin og hið óvænta er drifkrafturinn minn.

Þekki fólk sem gæti ekki lifað við allar mínar óvæntu uppákomur á meðan ég myndi ekki lifa af fyrirsjáanleikann í þeirra lífi.

Sumir vilja allt á sínum stað og rútínuna eins og vanalega og alls ekkert óvænt. Finnst það gott og  það skapar öryggi.

gleraugu, regnhlíf, glas

Allt á sínum stað!

Gleraugun svo maður sjá skýrt.

Regnhlífin svo maður verði ekki blautur og Hálfullt vatnsglas.

 Eða er það hálftómt? Úff þoli ekki svona erfiðar spurningar. Hvort er það? Þetta setur alveg daginn úr skorðum. Gat það ekki bara annað hvort verið galtómt eða alveg fleytifullt?

Óþolandi.

Nú þarf ég að hugsa og komast að niðurstöðu.

Hangi bara yfir sjónvarpinu þar til ég hef gleymt þessu fjandans vatnsglasi.

bangsar

Já nú man ég!

 Öryggið er í bangsanum mínum. Kúri með hann undir sæng og loka augunum og ekkert óvænt getur gerst svo lengi sem Bangsi kúrir hjá mér og ég hjá honum.

Frábært. Thats life.

Bangsinn minnHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sofðu, sofðu góða!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Hugarfluga

Góða nótt, Katrín mín Snæhólm. Hittumst í Draumheimum 37. Þú munt þekkja mig á loðna búknum mínum og gulu og svörtu röndunum! Ef ekki, þá verð ég líka með 17. júní fána .. svona just in case.

Hugarfluga, 16.4.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gn

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Góðan daginn!!!!!

Mikið er gott að byrja daginn..svona eftir morgunrúntinn að fara með krakkana í skólann og svona...... að fá sér ristað og kaffi og kíkja aðeins á bloggvini sína áður en maður tekur til starfa.

Mikið rosalega svaf ég vel. Lífið er gott og fullt af orku.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 07:59

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég er nú svo hræðilega jarðbundin að ég verð að vita allavega nokkurn veginn hvað er í kortunum. Bloggaði áðan.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 08:58

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn Takk fyrir "innlitið". Þessi skrif þín, minntu mig á hvað mér finnst gott að vera frjáls og að vera ekki læst í klukkuskömminni Gangi þér vel í dag. Ég er að spá í að fara að tala við blómin í garðinum mínum og athuga hvort þeim lýst ekki vel á þær hugmyndir sem ég hef fyrir þau

Guðrún Þorleifs, 17.4.2007 kl. 09:05

7 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegur dagur er glennir upp augun ... eitt. stk cappuchino og heill dagur af skemmtilegum ævintýrum.  Líka í vinnunni!

www.zordis.com, 17.4.2007 kl. 09:37

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Life is a box of chocolates, you never know what your're gonna get...

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband