23.5.2007 | 19:11
Ævintýri enn gerast í alvörunni
Hér sit ég með rautt nef og brennda bringu eftir dásamlega útiveru á ströndinni í dag. Útsýni alla leið til frakklands..svona næstum því...og sólskin og steinar og hiti og gola og ..bara allt gott
Fór til að hitta unga konu sem er örugglega ekki jarðnesk. Hún lítur út eins og sígaunadrottning með svart krullað hár og bleika lilju í hárinu. Í síðum hippakjól götóttum gammosíum og svoleiðis yndælt bros og fíngerða augnumgjörð að hún bara getur ekki verið af þessum heimi. Enda kom það í ljós þegar við fórum að spjalla að hún er mjög sérstök...hún sér ekki bara í gegnum stokka og steina heldur líka í gegnum fólk og fugla. Og hún getur svifið útúr líkamanum og farið hvert sem hana lystir þegar hún vill. Svo þegar ég sagði eitthvað sem henni fannst fallegt hélt hún hendinni yfir hjartanu sínu og andvarpaði..eitt sinn hljóp hún niður að sjónum og hélt höndunum langt upp í loft og dansaði og sönglaði með hafgolunni. Hún er líka storyteller...svona kona sem segir sögur og ævintýri. Þetta voru tvær sannkallaðar töfrastundir á ströndinni í dag.
Og já annað skemmtilegt...þar sem ég hef aldrei áður farið á þennan stað var ég týnd og tröllum gefin og sá þá gamlan mann á gangi. Ég stoppaði og skrúfaði niður rúðuna og spurði hann hvort hann vissi hvar Vente Villas væri. Gamli brosti og þá sá ég að hann var bara með tvær tennur..gamlar gular og skakkar. "Ég er einmitt að fara þangað" sagði hann...á ég ekki bara að vísa þér leið? Jú endilega sagði ég og hann settist inn í bílinn og við ókum af stað. Ég sagði honum frá eldfjöllum og skriðjöklum, fossum og norðurljósum og frussandi heitavatnslindum á íslandi og hann hló þegar ég sagði honum að það væri að snjóa á landa mína í maí. Svo vorum við allt í einu komin þangað sem ég ætlaði að fara og hann fór út úr bílnum skælbrosandi. "You are my angel today" sagði ég um leið og ég þakkaði honum fylgdina. Gamli brosti enn og aftur og sagði.."Thats something I can then be the whole day..ehh? An angel!!! Svo bankaði hann þrisvar í toppinn á bílnum og hvarf bak við næsta horn. Alger krúttmoli......eða engill?
Hann bað mig fyrir smá gjöf til ykkar á Íslandi. Sagði að þið gætuð stytt ykkur stundir með þessum litla gleðigjafa þar til sumarið kæmi í alvörunni. Sagði líka að þið væruð ekkert venjulega hughraust og dugleg að geta lifað við svona aðstæður...og óskar ykkur svo gleðilegs sumars.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Segðu meira frá þessari sígauna-galdrakonu!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.5.2007 kl. 21:31
Já ok..hún hringdi í mig til að biðja um ákveðna hluti...sem ég og gerði. Í símtalinu var mér ljóst að hún er ekkert venjuleg. Svo ung en samt svo vel tengd í allar áttir og ég hlakkaði mikið til að hitta hana. Hún hefur alltaf séð árur og allt sem felst í mannlegu hjarta...er samt áttavillt um hver hún er og hvernig hún geti unnið með þessa orku sína. Kemur af Ungverjum og Gyðingum. Stundum þegar ég sagði henni hvað ég hefði fundið út bara grét hún....og sagði takk takk takk. Þetta var bara magnað að hitta svona unga konu sem veit og skilur svo vel um hvað þessi veröld er um. Kenndi mér margt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 21:45
Takk!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.5.2007 kl. 23:23
Ég á einn svona kall!! Hann býr í götunni minni og segir alltaf eitthvað sætt þegar ég á síst von á því!
Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 01:21
Ahhh, hvað þetta hefur verið skemmtilegt!!!!!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 02:05
Gott í hjartað er lýsing á innliti til þín kæra Katrín! Ástarþakkir fyrir sendinguna hún kom í hús í gær og er yndisleg! Tækifæriskortið er virkilega fallegt, hitti mig á réttan stað með glitr elskandi augun!
Ég er að fara að hitta englakonu á eftir ..... þar hafa gerst skrítnir hlutir þar sem sálin hefur tyllt sér á nef, útsýnið farið land úr landi og englar allt um kring!
Yndisleg lesning!
www.zordis.com, 24.5.2007 kl. 07:24
Takk Zordís..njóttu vel og gaman að þú sért að hitta englakonu...
Eitt enn sem var sérstakt við þessa ungversk rússnensku gyinga sígaunastelpu. Nóttina áður dreymdi mig hana svo mikið..og þegar ég sagði henni drauminn og hvað gerðist í honum greip hún bara fyrir andlitið því það passaði allt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 08:20
Falleg lesning æi hvað gamli maðurinn var góður hafðu það gott í . í góða veðrinu.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.5.2007 kl. 09:53
frábært thegar madur hittir svona fók frá ødrum stad. og tvær skemtilegar í einu, thú ert lánsøm kona katrin.
ljós til thin frá mér sem er ad vinna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 10:02
Ja hérna hér.... aldeilis spennandi ævintýri
Eigðu góðan dag
Guðrún Þorleifs, 24.5.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.