Leita í fréttum mbl.is

Skuggamyndir

200514605-001

Hvort er raunverulegra..laufblaðið eða skugginn af því??

Hafiði velt fyrir ykkur hversu margir trúa á skuggann af sjálfum sér?

Halda að það sé hið raunverulega sjálf. Laufblaðið er ekki einu sinni laufblaðið heldur birtingarmynd orkunnar sem skapar það. Hugmynd og orka í formi.

Hvernig sérðu þig...sem ljós eða skugga?

Líkama eða hugmynd?

Bara smá vangaveltur í upphafi helgar.

image02


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég hef nú aldrei hugsað þetta út frá ljósi eða skugga, sýnir bara hversu langt þú ert komin fram úr mér.  Í gamla daga var mér kennt að ég væri u.þ.b. 70% vatn og mér finnst það fín sjálfsmynd, hún hefur í það minnsta dugar mér hingað til.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.5.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skuggar og ljósbrigði sjást varla betur en á vatninu Matta mín...hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 11:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sniðugt!! Ég var einmitt að hugsa svipað í gær.

Pant vera ljós

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 12:12

4 identicon

...birtingarmynd orkunnar sem skapar það. Það er mjög fallegt, takk.

gumm (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Helgin ónýt ... nú mun ég liggja upp í sófa og hugsa. Takk kærlega!

Til öryggis (ég er búin að sjokkara svo marga bloggvini): Ég er að djóka.   

Guðríður Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí af hverju ertu ekki búin að sjokkera mig?  Æi það er örgla af því ég er svo sjóuð að ég tæki ekki eftir því.  Hehe

Ég er sál í pakkningu. Laufblaðið og skugginn eru bæði raunveruleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 15:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki leitt hugan að þessu.  Hvort tveggja er auðvitað raunverulegt, af því að það er bæði hægt að sjá og koma við það.  Er það ekki viðmiðið annars ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 16:41

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er búið að diskútera frá því fyrir öróf alda hvort eitthvað sé í rauninni raunverulegt....Sumir halda því fram að allt sé blekking...maya....Það er fátt sem við vitum með vissu nema þetta með dauðann  og hringrásina...en allt er orka. So much is true. Þannig að ég myndi segja að bæði væru jafn-"raunveruleg". ....

Ansi var þetta nú stutt og skýrt svar...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2007 kl. 18:02

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég sé ljós bara ljós en ekki skukka er þetta ekki gott svar hjá mér

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 18:30

10 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Skugginn er náttlega merkilegri því hann er bæði framhlið og afturhlið á því sem hann varpast af. Hann hefur báðar hliðarnar sömu megin þar sem engin bakhlið er á honum. Mögnuð pæling hjá mér.
Rosalega get ég verið gáfuð.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 18:48

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Svo er sjónvarp mjög merkilegt. Hver er raunveruleikastatus fólks í kvikmyndum? Sem eru nokkurskonar skuggamyndir. Eða þá minningar? Raungera minningar einhvern sem minnst er? Til dæmis að maður haldi að einhver sé á lífi sem maður kemst svo seinna að hafi verið látinn í mörg ár. Var hann raunverulegur á meðan eða ekki? Samanborið við þann sem maður hélt vera á lífi og var það. Eða er bara eitthvað raunverulegt sem maður hefur beint fyrir augunum? Um leið og maður lítur undan er það ekki til?
Já, hvað er raunveruleiki? Mjög furðulegt konsept.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 19:01

12 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Og hvar spilar vitneskja þarna inní? Er ...
Nei nú skal ég hætta ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 19:06

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

aha...hvað er á bak við skuggann? Er hann eins báðu megin..hver hefur séð bak við skuggann? Við flýjum flest skuggann og vitum ekki að innan í honum er lykillinn falinn að fjársjóðskistunni okkar...kistan sem er full af ljósinu þegar hún er opnuð! Þesss vegna er skugginn svo mikilvægur...hann er felustaður alls sem við leitum en hlaupum samt hraðast frá. Jamm... þannig er nefninlega leyndardómurinn mikli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 23:34

14 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Og er hann ... gegnsær!? hahaha Voðalegir heimspekingar erum við Katrín mín :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.5.2007 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 310934

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband