31.5.2007 | 21:38
Barátta vondu stjörnumerkjanna við góðu stjörnumerkin
Hér eru hinar neikvæðu hliðar stjörnumerkjanna..þetta eru púkarnir sem sitja á annarri öxlinni ykkar og reyna að telja ykkur trú um að þið séuð ekki nógu góð, eða klár og allt bullið sem neikvæðu hliðinni dettur í huga að þylja upp úr sér.
Sem betur fer eru svo stjörnumerkjaenglarnir á hinni öxlinni og þar er sko annað hljóð i strokknum.
Hér koma þessar elskur og munið að trúa frekar á þá en bræður þeirra og systur hér fyrir ofan. En ekki gleyma að baráttan er alltaf í gangi og maður verður að vera duglegur að velja hvern einasta dag hvoru megin maður ætlar að vera...munið það!!!
Þið megið líka alveg segja okkur hvaða eiginleika þið hafið úr báðum hópunum. Ég trúi því samt ekki upp á einn einasta bloggvin minn að hann hafi eitthvað neikvætt til að bera. Bara alls ekki!!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Púkinn minn var dysjadur sídasta vor ... er reyndar afturganga og sagdi mér ad hann myndi elta mig uppi. Í hans stad situr búttadur engill sem hvíslar stögugt snidugu í eyra og á hinni öxlinni fae ég líka gott gott! Svo zegar púkinn naer ad klófesta sig í haelana á mér haegir hann á mér en aldrei zad mikid ad ég nái ekki ad henda honum frá mér! Er nokkud högggód enda gömul skytta, og örfaett í zokka .....
www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 21:46
Ha, ég temperamental? Nei, ég er ekki svoleiðis fiskur...
Over emotional, overly sensitive, indecisive og escapist. Þetta er það neikvæða sem ég sé þarna sem eiga við mig.. Læt aðra um að telja upp þetta jákvæða. Held samt að ég sjái kannski eitthvað sjálf...
Maja Solla (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:50
Hvaða merki ert þú Zordís?? Maja Solla..sko. Maður á einmitt að vera duglegur að vita hvað er jákvætt við mann sjálfan stelpa!!! Svona romsaðu þessu uppúr þér. Ég er t.d tvisvar sinnum skemmtilegri...og hugmyndaauðugri en hinn helmingurinn af mér sem er tvisvar sinnum leiðinlegri og stjórnsamari en hinn helmingurinn...úff það er svo flókið að vera tvíburi..er farin að sjá og heyra tvöfalt!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 21:59
Ef þetta er ekki hin tærasta snilld, veit ég ekki hvað. Yndislegt mótvægi við mærðina sem yfirleitt einkennir svona kort. Ég fer að bjóðast til að gerast umboðsmaður þinn, kortakona.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:33
heheheh ég er allt úr báðum...
...hreinlega geðklofa
:)
Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 22:44
Sem naut hlýt ég að neita öllu hið neikvæða ... Nei nei, annars sýnist mér ég sjá hluti úr báðum hliðum sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ég get verið nöldrari og þver ... og auðvitað er allt hið góða satt... - auðvitað "extremely good looking" ... nei annars, ég hrekk alltaf í kút þegar ég lít í spegil! Yikes!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 22:55
Guðný Anna mín..þessi skemmtilegu kort eru alls ekki frumsamin af mér..setti þau inn fyrir þá sem hafa gaman af stjörnumerkjapælingum. En þú mátt samt alveg vera umboðskona fyrir mig...það er eitthvað svo hollywodd að hafa umboðsmann..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 22:57
Mér finnst þetta neðra eiga öllu betur við mig, ljónið. Eiginlega er bara allt í efra frímerkinu bull ... sko.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:28
ég er meyja og algjörlega fullkominn ....................................................................................................................................................................trúir eeinhver þessari fullyrðingu Þá væri ég ekki meyja. Gagnrýnin á allt og alla, en samt búin að vinna það mikið í sjálfri mér að ég er sátt við mitt innra sjálf, og líkama. Ég get brosað til kerlingarinnar sem birtist mér í speglinum og sagt, elskan mín við gerum bara betur næst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2007 kl. 23:57
Ég er vog. Þetta er snilld.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.6.2007 kl. 00:04
Sem steingeit er ég nokkuð ánægð enda fullkomin. Get ómögulega fundið neitt neikvætt við mig. Hef alltaf verið feilfrí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2007 kl. 01:14
Ég get nú bara alls ekki lesið eða séð neitt skrifað ljótt í kringum vonda ljónapúkann minn. Ég hlýt að vera svona blind á eigin galla.
Svava frá Strandbergi , 1.6.2007 kl. 01:22
Ég get bara ekki þagað yfir þess lengur...GÓÐI Vatnsberinn finnst ekki...svo ég varð að fara og finna annan vatnsbera úr annarri seríu svo þaðyrði ekki gapðandi tóm í góða hlutanum. Ég er mjög sjokkeruð yfir þessu...veit einhver hvað hefur gerst með góðu vatnsberana? Ég hef alltaf átt svo góðar vinkonur í þesssu merki..slökkviliðsmaðurinn er eins og glöggir lesendur geta séð af annarri tegund.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.6.2007 kl. 08:12
Ég er svo blessunarlega Ljón - og þar sem það er svo dökkur floturinn á efri myndinni þá get ég bara með engu móti séð mínar neikvæðu hliðar En þessi neðri mynd á mjög vel við mig - og auðvitað Gurrí mína líka..........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 1.6.2007 kl. 08:22
Ljón, ó ljón...
Guðrún Þorleifs, 1.6.2007 kl. 08:50
Ég er fiskur ég ekki séð neitt ljótt við hann en kannski er ég bara blind,
Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2007 kl. 09:37
OK, OK... við skulum sjá... Sensitive, helpful, imaginative, trusting, kind, compassionate, friendly... ég get ekki séð að það sé einhver kostur að vera sensitive, nema þetta sé svona kontrast á móti því að vera overly sensitive. Ég er sko alveg bæði, ljótur kokkteill.
Maja Solla (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.