Leita í fréttum mbl.is

Útrýming....eða smá fækkun á alltof löngum lista.

Jæks...þetta var erfitt en samt mjög þarft. Að henda út bloggvinum sem eru engir bloggvinir...þetta er eins og að setja strik yfir það sem á ekki lengur heima í lífi manns..

Vera alltaf með opið hús og fólkið sem kemur við fær sér bara bita af nýbakaðri kökunni og labbar inn á teppið og skilur eftir sig fótspor eða merki í talningu en ekkert meira. Labbar svo bara aftur út og maður veit ekki að það hafi verið hér. Vinir sem segja aldrei neitt og fá sér bara...þeim er hér með hent út...æ nei leiðnlegt að henda út fólki..settir út fyrir dyrnar finnst mér meira við hæfi. Gagnkvæm samskipti eru málið. Bless!!!!200192764-001

Annað hvort séstu eða þú sést ekki.

Bloggvinahreingerningin hefur nú farið fram.

Nauðsynlegt á hverju bloggvina heimili..ég var orðin alveg uppgefin á að reyna að halda utan um þessa hrúgu. Forgive me. En málið er að tala saman...og deila því sem manni finnst.

margar leiðir að sama marki

Annað hvort er maður með eða ekki.

Það eru ekki allir vinir

og maður getur ekki haft endalausa orku til að sinna öllum.

Ég vil frekar fáa og góða en marga og misgóða bloggvini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

*smjútský*  sé ég hangi inni  þó ég sé úti á túni að sletta úr klaufum...hingað kem ég til að sækja mér jákvæðni og orku mín kæra!! og þú útdeilir henni af þinni alkunnu snilld. Takk fyrir mig  (og þó þú hendir mér út þá hætti ég ekki að koma í heimsókn múahahaha)

bara Maja..., 1.6.2007 kl. 22:20

2 identicon

Mikið skil ég að þú skyldir hafa farið útí þetta.
Og þakka kærlega fyrir að fá að vera inni.
Kudos til Katrínar.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: www.zordis.com

Zad er greinilega "vorhreingerning" varla haegt ad segja "jólahreingerning" ... allavega ekki STRAX!  Gód ad taka til, ekki veitir af.  Med trilljon skrilljon vini hljóta zeir ad falla inn í feitan hóp bloggkunningja eda óvina! 

www.zordis.com, 1.6.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er enn að hugsa mig um um suma...sjáum hvað setur...þetta eru ekki refsiaðgerðir..en goshh hvað það er erfitt að hafa svona langan lista af bloggvinum og hafa á tilfinningunni að hjá sumum er maður sé bara enn einn linkurinn í agalega langan bloggvinalista sem hefur ekkert með það að gera hvað er að gerast. Ég nenni þessu ekki og langar ekki að vera eiithvað númer í runu hjá fólki sem er að safna bara til að safna og hefur engan áhuga á þér..mér eða mínum skrifum. Punktur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.6.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Hugarfluga

Ég er svo sammála þér. Sumir virðast safna bloggvinum svona eins og aðrir safna frímerkjum ... og sinna þeim svo ekkert. Maður á bara að hafa það fólk í kringum sig sem manni líður vel með og maður finnur samkennd með. Er upp með mér að vera ekki úti í kuldanum .... ennþá ... hehe. SMJÚTS.

Hugarfluga, 1.6.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sjúkkit maður, ég hangi inni. Takk Katrín. Það er mér heiður.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2007 kl. 23:10

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gosh ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband