3.6.2007 | 15:07
Fegurð og frægðardraumar konu á sunnudegi
Ég var að róta í myndasafninu mínu og fann þessa bráðhuggulegu sjálfsmynd af mér sem ég teiknaði fyrir mörgum árum. Einhver leiðindapúki benti mér á að ég hefði greinilega steingleymt að rissa upp nokkur ár sem verða með aldrinum að ókennilegum línum og uppábrotum framan í manni..en það var svo ekki svoleiðis.
Ég einfaldlega notaði strokleðrið og þurrkaði út öll versumerki um visku mína og lífsreynslu.
Mér finnst bara lífsnauðsyn að kona eigi eina mynd sem er ekki alsett aukalínum. Nógum tíma eyðir maður með galdrapennanum frá Loreal hvern morgun til að galdra sig fína og slétta. Já láttu þig dreyma kona góð...raunin er sú að ég eyði nefninlega bara litlum tíma og helst engum í að laga mig til og þess vegna er svo gott að eiga eina svona mynd..svona til samanburðar um hversu afskaplega fallega lífið er að setja mark sitt á mann með línum og hrukkum og fellingum svo það fari nú örugglega ekk framhjá neinum að ég er kona með fortíð og langa reynslu.
Nokkur þúsund líf að baki og fleiri framundan.
Annars er þessi sunnudagur búinn að vera svo sérdeilis frábær að hann mun bara auka broshrukkurnar mínar því ég er búin að vera brosandi næstum síðan ég vaknaði. Ég hef fengið svo mörg yndisleg e mail í dag frá alls konar fólki..sum mjög óvænt og hjartahlýjandi. Meira að segja pantanir á kortum. Já þetta heimsveldi mitt er að fæðast..það er alveg ljóst.
Svo fékk ég eitt e mail sem sagði..Katrin don´t walk, Run!!!!
Og ég held að ég geri það bara...er að hugsa um að taka hlaupasprett í gegnum lífið núna í sumar og láta draumana mína rætast hratt og vel.
Það er nefninlega ekki eftir neinu að bíða.
Ó fagra röndótta veröld
komdu með mér út að hjóla
um lífsins hóla.
Klæðum okkur í sumarkjóla
og svo skulum við róla
hátt
svo við sjáum yfir allt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Langaði allt í einus svo í vöfflur með rjóma eftir að ég las pistilinn þinn Þannig að ég ætla að fara að baka Verður gott að rífa sig aðeins upp frá tölvunni sem ég er búin að sitja of lengi við. Ekkert skemmtilegt veður úti og ég ætlaði að eiga letidag Takk fyrir að rífa mig upp úr stólnum. Kveðjur og knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 15:23
Þessi mynd var nú bara teiknuð í flýti til að nota sem hluta af plönturannsóknarverkefni sem ég var að gera þá og til að sýna hversu tekin ég var af verkefninu setti ég hausinn á mér með á myndina af öllum plöntunum og sómdi mér bara vel á milli þeirra..
Vöfflur og rjóma...vá hvað ég hlýt að vera girnileg að framkalla löngun í slíkt góðgæti..híhí.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 15:36
Æðisleg sjálfsmynd!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 16:58
Þú ert falleg Katrín og flott myndin sem þú teiknaðir.
Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 17:10
Þetta er skemmtileg mynd Katrín mín. Þrátta fyrir hrukkuleysið. Það er auðvitað rétt hjá þér, að stundum þarf að spara svolítið Annars ertu alveg frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 17:14
Falleg mynd af fallegri konu!
Hugarfluga, 3.6.2007 kl. 19:20
Vöfflurnar voru mjög góðar gleymdi að segja áðan að myndin sem þú teiknaðir af sjálfri þér er mjög góð og ég þekki þig alveg á henni Hárið sérlega vel teiknað.....þú ert listakona. Knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 02:39
Þessi mynd er alveg eins og þú en samt svo ólík. Geturðu ekki teiknað eina svona af mér, þ.e. með engum línum?
Ibba Sig., 4.6.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.