Það er svo margt sem ég á eftir að blogga um að ég fæ svima þegar ég hugsa um það.
Þetta er bara örlítið brot af listanum yfir verðandi blogg
Græni geimsteinninn minn..ekkert smá spennandi saga. Athugið...GEIM steinn en ekki gimsteinn.
Gönguferð kringum vatn...the Lake.... með Skotum, börnum og björgun fótbrotinnar risabjöllu.
Litli fuglsunginn sem maðurinn með trésögina næstum drap!
Afmælisveislur í löngum bunum í júlí og vandfundna afmælisgjöf tengdasonarins sem kemur í stað veðurfrétta
Reykingapása í bakgarði kirkjugarðs og engill sem er fyrrverandi hermaður sem leitar hinnar kvenlegu hliðar sinnar eftir ískyggilegar reynslur í stríði
Skúlpturinn sem ég gerði blindandi og var svo enginn annar en....!!!!!Þarf að taka myndir af honum svo ég geti sett inn þegar myndakerfið kemst í lag.
Hætt að rigna og sólin LOKSINS farin að skína.
Já um allt þetta gæti ég bloggað væri ekki eitthvert ansans ólag á tölvunni minni og myndakerfið bara alls ekki að virka...en aðalástæðan er sú að ég á eftir að vaska upp!!
Og það geri ég núna með skærgulum uppþvottalegi með sumarlykt og einhverju sérstöku efni í sem gerir glösin glansandi. Og á meðan ég gleðst yfir sápukúlunum horfi ég út um gluggann og dansa í huganum um túnið með litlu blómálfunum sem fylgdu fallegu plöntunum sem ég var að setja á mína veranda
Veranda er svona ítalíulegt orð yfir stétt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Yndislegt orð veranda.....
Eigðu góðan dag
Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 11:38
Njóttu dagsins og ég bíð spennt eftir ofannefndum bloggum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 11:42
Eigðu góðan dag Katrín mín. Vonandi heldur sólin áfram að skína.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 11:48
Jiii ég var næstum búin að gleyma furðulega draumnum sem hún Björg Kristjana bloggvinkona mín var í...að dreyma bara nafnið hennar er Sigurtákn..en þið ættuð að vita allt hitt...oh my god! Ég verð að blogga um þennan draum og svo hugmyndina sem ég fékk núna þegar ég var að vaska upp. Það yrði metsölubók ef ég myndi einhvern tíman skrifa þá sögu. Það segi ég satt.
Jæja má ekki vera að þessu..brakandi þurrkur og full þvottavél af ilmandi nýþvegnum þvotti sem bíður eftir að komast á snúrurnar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 12:06
Góðan sunnudag og gleðilega sól. Þvílíkur munur að geta aftur farið að þvo þvott og þurrka úti! Maður þvær ekki í rigningu, er það nokkuð???
Væri nú aldeilis fínt ef þú settist nú niður nógu lengi til að skrifa eina bók fiðrildið mitt Spurning hvort það mundi henta þér betur að tala inn á diktafón og ...
Bara að koma með hugmyndir. Er svo frjó núna eftir fjörugan júnímánuð og heilabúið hreinvaskað eftir rigninguna og rokið undanfarið
Guðrún Þorleifs, 8.7.2007 kl. 12:19
Kveðja yfir hafið, engillinn minn! Hlakka til að lesa væntanleg blogg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 13:54
Guðrún ég tek sko undir með þér að heilabúið er heldur betur hreinvaksað eftir nstum 8 vikna allsherjar rigningarskúr. Það er reyndar sossum ekkert glaðasólskin enn sem komið er..en samt aðeins að létta til. Ég var einmitt að raða....í huganum.....öllum óskrifuðu heimsbókmenntunum mínum. Þyrfti heldt að hafa svona sjálfvirkan gemlin hlauðpandi á eftir mér og skrifa jafnóðum niður allar mínar snilldarhugmyndir sem komast því miður of sjaldan út úr hausnum á mér.
Annars er ég htt við að hengja út þvottinn....það hrannast upp ský yfir litlu sólina mína!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 14:36
Elsku Katrín. Passaðu að bræða ekki úr þér kona. Heilinn er greinilega á yfirsnúning. Nú er bara to breathe in.... breathe out... breathe in.... breathe out..... breathe in..... breat...... You get the picture, right? Verð þó að segja að ég bíð spennt eftir þessum blogg... nei... bíddu... ekki-bloggum. Ertu annars ekki komin með efni í heila bók þarna?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 15:22
Vandamálið mitt er ekki að mig vanti efni til að skrifa um...vandamálið mitt er að setjast niður og skrifa allt efnið og nota allar þessar hugmyndir. Get the picture?
Gurrí..hvernig var með dularfullu styttuna frá Brasilíu sem losar allar ritstíflur sem þú ætlaðir að senda mér???
Það segir sig sjálft að ég get ekki bloggað af neinni alvöru með tölvuna í þessum hægagangi, myndakerfið óvirkt og lyklaborðið svoleiðis í rugli. Þið ættuð bara að vita hvað ég þarf að leggja á mig við að skrifa það sem ég hef skrifað í dag. Ég hef eiginlega þurft að nota galdra frá Hornstrendingum og Arnarfjarðarættinni.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 16:03
Er þetta nokkuð "kriptonít" þ.e. þessi græni geimsteinn?
Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 19:58
Gott ad fá svona ekki blogg um hluti sem eru naudsynlegir og merkilegir! Er komin af Fjalli og átti zar ljúfar stundir!
www.zordis.com, 8.7.2007 kl. 20:11
Moldavite er græni geimsteininn minn..sjaldgæfastur steina á jörðu og sumir segja að í honum finnist málmar eða efni sem ekki séu þekkt á jörðunni.
Annras get ég bráðum byrjað að blogga því tölvan er loksins betri...Ásgeir minn..við erum með sama syndrómið sýnist mér. Þetta með að fá allt of margar hugmyndir sem verða svo ekki að neinu..híhí.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 20:29
Ég get bara varla beðið eftir þessum bloggum, - og tilheyrandi skreytingum. Þú gerir lífið litfegurra og skemmtilegra, Katrín, og ég meina þetta. Ljúfar kveðjur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.