Leita í fréttum mbl.is

Álfailmur og galopnir himnar

Hér sit ég rassblaut eftir að hafa tyllt mér út í garð til að vera smá stund með plöntunum mínum og tunglinu...og nokkrum regndropum. Var að koma heim frá Alice Þórhildi Ömmu stelpu. Afinn var að mála herbergið hennar og hún er mjög glöð með vinnubrögðin og hjalar og skríkir af kátínu yfir þeim hugmyndum sem við höfum fyrir hana. Hún verður bara fallegri og fallegri þessi litla steingeit og horfir rannsakandi yfir heiminn hvern dag og veltir fyrir sér hvað hún kom hingað til að gera.

20070604204652_7

Himnarnir hafa opnast, ekki bara með því að senda okkur ómælt regn heldur og líka fullt af blessunum og skemmtilegum hugmyndum og tækifærum.

Í gærmorgun kom inn um bréfalúguna yndislegur blómálfailmur..póstkort með ilmi af blómálfum frá einhverri konu sem framleiðir slíkan ilm....gott að hafa hann ilmandi í kringum sig þegar maður drekkur morgunkaffið sitt. Svo kom póstmaðurinn með pakka með gullfallegu úri handa mér. Svo þegar ég fór í bæinn sá ég að það var útsala í fallegustu búðinni og þar fann ég pils og topp sem eru svolítið sígaunaleg en samt voða elegans sem ég fékk fyrir hlægilega fá pund.

Ég var alsæl.

Sat svo fyrir utan kaffihúsið mitt og hugsaði með sjálfri mér um leið og ég horfði á gömlu steinkirkjuna sem stendur þar í bakgarðinum um hvað þetta líf væri eiginlega. Þá gekk framhjá mér ungt par. Stelpan var í hvítum bol og á honum stóð...Live to love.

Þá veit ég það.

 Elskaðu heiminn og hann elskar þig til baka.

525211694_230394ec47

Svo smá rassbleyta truflar mig ekki neitt....ekki heldur það að allt sem er að gerast lítur ekki vel út. í kjarnarnum á því myrkri býr ljós sem er komið til að lýsa leið sem færir allt í rétt horf.

Svo framarlega sem við gefumst ekki óttanum á vald sem nærir það sem við viljum ekki.

Svo skilaboðin mín til þín eru þessi...Vertu bjartsýnn og trúðu ávallt á góða útkomu.

Fjársjóðurinn þinn felst oft í myrkrinu sem við hlaupum hvað hraðast frá.  Þegar maður þorir að horfast í augu við óttann og myrkrið leysist það upp og í gegn kemur ljósgeislinn þinn.

48141130_d56b58ccc4

Spilaðu þína eigin tóna og leyfðu þeim sem vilja að hlusta.

Þú ert engum bundin nema þínu eigin hjarta. Þar er þinn raunveruleiki og þinn sannleikur.

 Dansaðu svo trylltan dans drauma þinna og vertu frjáls og glaður.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki lítill verkefnalisti fyrir mann að detta í fimmtugt.

Ægilega er litla skottið fallegt.  Þarna er hún lítið að pæla í öðru en hvað amma hennar er með fyrir framan andlitið og hvaða leifturljósamanía þetta er í henni alltaf hreint.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.7.2007 kl. 03:48

2 identicon

Þakka góð ráð.

Maja Solla (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir. Það er fólk eins og þú sem gefur lífinu gildi.

Þröstur Unnar, 28.7.2007 kl. 09:19

4 Smámynd: www.zordis.com

Love to live eða var það live to love .... álfailmur, léttsætur tásuilmur með lótusívafi ....  ohhhh lífið er svo dásamlega opið, fullt eftirvæntinga og spennandi ævintýra. 

Galopnum augun og tökum eftir birtunni er gælir við okkur!  Hjartaknús til þín kæra Katrín ...

"Ömmuskottið þitt er guðdómleg"

www.zordis.com, 28.7.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er barnið fallegt og myndirnar.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.7.2007 kl. 10:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla og yndislegt barn.  Ég er alveg sammála þér Katrín mín, brostu framan í heiminn og heimurinn brosir framan í þig.  Og það bara kemur allt einhvernveginn til manns. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2007 kl. 12:16

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Alice Þórhildur er sjálf eins og lítill fallegur blómálfur.

Svava frá Strandbergi , 28.7.2007 kl. 13:41

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt......

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 16:38

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið einstaklega er þetta fallegt og skýrlegt barn.

Takk fyrir góðu og fallegu orðin þín, Katrín.  Þú ert spök kona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband