1.9.2007 | 21:55
Maður á að vera góður við öll dýr...líka köngulær
Bara leyfa ykkur að fylgjast með risaköngulóarfaraldrinum hér. Núna rétt áðan hljóp enn ein yfir gólfið. Þær koma alltaf undan sjónvarpinu og ég verð enn og aftur að standa uppi í sófa til að verkstýra því hvernig þær eru fangaðar. Ég er samt alveg stóískt róleg..ég meina ég arga hvorki né garga..bara hypja mig hratt og vel uppí sófa og læt hlutina gerast þaðan. Sest svo rólega þegar ég veit að köngulóin er örugglega komin í garð nágrannans. Mér dettur ekki í hug að drepa þær..það boðar ekkert gott en vá hvað ég hugsa stundum um að.....óprenthæft!!!
Ég hef samt smá áhyggjur af þessari ró minni. Hvar eru öskrin og tryllingurinn sem heltóku mig hér áður fyrr...eru þau kannski bara að safnast upp innra með mér og svo einn góðan veðurdag þegar ég stend við tannkremshilluna í súpermarkaðinum þá bara brestur stiflan og ég arga og garga..hoppa og reyti hár mitt í óviðráðanlegum köngulóartryllingi??? Og hvað í ósköpunum eru þær að gera þarna undir sjónvarpshillunni??
Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að kíkja þar undir.
Er bara í skónum inni.
Ohhhh..best að setja inn mynd sem lætur mig gleyma
að ég sé heima
með áttfættum skrímslum sem sitja um líf mitt.
Ef þær koma aftur og ég sit hér í sakleysi mínu
set ég bara fyrir mig hendina og segi.."Talk to the hand
and leave me alone!!
Innri ró
Innri ró
Innri ró og friður
sé með yður
sagði Risaköngulóin sem
sat í hárinu á mér og brosti.
Hér er ein rosaleg saga sem ég lenti einu sinni í...Varúð ekki fyrir viðkvæma!!http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/110510
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
jæks, ég skil hvað þú ert að ganga í gegnum. þarsem ég bý morar allt, og stundum sé ég þær koma hlaupandi undan rúminu, stundum eru járnsmiðir með þeim í för. Ég læt þá vera en fer með þær út og bið þær vel að lifa, fæ jafnvel samviskubit yfir að vera að senda þær útí kuldann.
halkatla, 1.9.2007 kl. 21:58
Viðbjóðshrollur. OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 22:09
Köngulær eru ógeð í útliti, en þær eru listaarkitektar og snilldarvefarar, hjálpa okkur líka að losna við óæskileg skordýr, en samt vildi ég ekki hafa þær undir sjónvarpinu mínu. Hvað þá rúminu!!
Svava frá Strandbergi , 1.9.2007 kl. 22:35
Jésús minn...undir rúminu??? Ég hef bara kosið að trúa því að það sé ekkert spennandi fyrir þær að gera undir rúminu mínu. Nú fæ ég mér eitthvað rótsterkt fyrir svefninn svo ég geti sofið. Æ nei..þá kannski vakna ég ekki ef þær skríða uppí mig. Er það ekki vísindalega sannað að við borðum heilan helling af skordrum meðan við sofum?? En það getur ekki verið að það sé hægt að borða svonastórar risakóngulær í svefni án þess að vakna..eða bara kafna??
Viský. Ég bara verð að hella þeim ógeðisdrykk í mig...þá steinlíður yfir áttfættu kellingarnar ef þær koma nálægt mér meðan ég sef. Er það ekki öruggt ráð??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 22:42
rúmið mitt er við hliðina á dyrum inní geymslu og þar búa þessi kvikyndi, það er ekkert fyrir þær að gera undir rúminu þannig séð, en ég sé þær alltaf koma hlaupandi þaðan og þá hleyp ég á eftir þeim með glasið, sem ég geymi við rúmið fyrir þessi tilefni
og eg reyni að vera á undan kassöndru því hún pyntar þær bara
halkatla, 1.9.2007 kl. 22:51
Já veiðigræjurnar mínar eru á borðstofuborðinu. Glas og bæklingur úr fínum hörðum pappa sem er frá indverska veitingahúsinu. Chicken Korma, hrísgrjón, nan brauð og frítt rauðvín ef maður pantar fyrir meira en tuttugu pund!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 22:58
Þær skyldu þó ekki kunna að lesa kóngulærnar þínar .... uhm og eru kannski alltaf að bíða eftir að það komi rauðvín í glasið þess vegna koma þær aftur og aftur og aftur...........
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.9.2007 kl. 23:04
Ég hef þá kenningu að hefnigjarni nágranninn þinn veiði kóngulærnar frá ykkur jafnóðum, brjótist inn hjá ykkur á nóttunni og komi þeim fyrir undir sjónvarpinu. Það getur ekki annað verið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 23:38
Fann gamla viskýflösku aftast í ruslaskápnum og er búin að hella viskýi í kringum sjánvarpið. Annað hvort virkar það þannig að köngulærnar halda sig bara þar undir eða allt sjónvarpsfólkið verður þvoglumælt í morgunsjónvarpinu!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 01:02
Halló þetta er efni fyrir Stephen King, Ófreskjurnar undir Imbanum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2007 kl. 11:43
Köngulær eru meinlausar og þægilegar í umgengni. Þær borða allskonar minni skordýr sem við eigum erfitt með að koma auga á. Það er gott að vera með 2 - 3 köngulær í hverju herbergi. Og alls ekki eyðileggja fyrir þeim vefi. Vefurinn er veiðigræjan og nauðsynlegur sem slíkur.
Jens Guð, 2.9.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.