10.9.2007 | 21:39
Frægðarferðir skóparanna á ströndu og dýrmætur froskadraumur!
Mikið var gaman hjá okkur vinunum um helgina. Fórum að týna steina á fallegri ströndu þar sem ritari þessarar færslu hefur fundið sér framtíðardraum til að dreyma. Sá draumur er um lítið cottage sem stendur á kletti með útsýni yfir haf, himinn og sjö skjannahvítar systur.
Sjáið hvernig rétt glyttir í þau húsin þarna í fjarskanum, hinu meginn við flóann. "Þar gæti verið gaman fyrir okkur að búa" sagði ég við skópörin en þau létu sem þau heyrðu ekki í mér og grænu stígvélin duttu á hlið af einskærri undrun yfir svona hugsun húsmóður. "Megum við ekki bara fara og leika okkur hér á ströndinni á meðan þú lætur þig dreyma" spurðu svörtu skólaskórnir sem eru orðnir ansi snjáðir eftir langa skólagöngu. "Jú endilega" sagði ég og hallaði mér bara og naut veðurblíðunnar og dreymdi um storma og öldur frussandi fyrir neðan litla húsið mitt á klettinum.
Skópörin þrömmuð eftir steinaströndinni framhjá einni af skjannahvítu klettasystrunum. Þær standa þarna tígulegar sjö saman og þykja einstaklega fagrar og tígulegar.
Stöldruðu við til að njóta útsýnisins yfir hafið bláa hafið og létu hugann bera sig hálfa leið yfir hnöttinn til fjarlægra ævintýralanda sem eru þarna hinu megin við bleytuna.
Söfnuðu fallegum steinum og tróðu á sig eins miklu grjóti og þau gátu borið. Grænu stígvélin voru einum of gráðug og voru hreinlega afvelta og komust hvorki lönd né strönd!! "Það er alltaf gott að kunna sér hóf" sögðu inniskórnir. !Líka þar sem eitthvað er ókeypis eins og steinarnir hér. Reyndar væri rétt að segja að við öll sem göngum á þessari jörðu eigum þessa steina saman". Inniskórnir voru mikið fyrir að segja eitthvað vitrænt en voru svo sjálfir troðfullir af ókeypis steinunum.
Mary Poppins fór að vaða í drullu í flæðarmálinu. Það er mjög ólíkt henni en stundum verða jafnvel fínar frúr að skvetta smá úr hælunum og láta eins og lífið sé eitthvað meira en alvörugefni og afturhaldssemi. Hún meira að segja renndi niður rennilásnum á öðrum skónum svo það sá í blátt fóðrið. Og eins og það væri ekki nægur léttleiki á einum degi losaði hún um brúnu silkireimarnar og brosti stríðnislega. Og þó hún væri að ganga í leðju mátti vel sjá að göngulagið var mun djarfara en hennar er von eða vísa. Það er eitthvað frelsandi við sjávarsíðuna!!
Grænu stígvélin óðu ógrenjandi með rauðu skóna út í miðjan poll og voru mjög hughraust miðað við hvað þau eru miklar skræfur svona dagsdaglega. Voru líka svolítið upp með sér að fá að hafa rauðu lífsreyndu spariskóna í sér. Fundu til sín og að líf og hælbönd hinna rauðu voru í raun í þeirra skóbotni.
Svörtu snjáðu skólaskónum fannst bara fínt að hafa útsýni yfir allt og viðurkenndu ekki fyrir sitt litla líf að þau væru smeyk við að fara inn í þetta furðulega fjöruborð þar sem leyndust ýmsar hættur.
Gott að hafa Group HUG áður en haldið var heim á leið eftir skemmtilegan dag á ströndinni.
Á heimleiðinni hittu þau Kóerubúa sem hlógu og skríktu af gleði yfir að hitta svona fagran hóp af skóm.
Þau settust í grasið og spjölluðu heilmikið. Kóreubúarnir s0gðust vera hér til að læra ensku og sögðu skópörunum skrítnar sögur frá fjarlægum heimkynnum sínum. Að ef kona sem vildi eignast barn en gæti það ekki, rækist á aðra konu sem hefði dreymt froska væri það gæfumerki. Sérstaklega ef draumakonan væri tilbúin að selja hinni barnlausu konu froskadrauminn. Það þýddi að sú barnlaus myndi þá fljótlega verða með barni þar sem froskadraumar þykja mikil frjósemistákn.
Þetta fannst nú skópörunum merkilegt. "Og hvað þarf að borga fyrir svona froskadrauma"? spurðu skópörin. "Spurjið húsmóður ykkar og eiganda sem dreymir um hús á hvítum kletti" sögðu glöðu kóreubúarnir. "Okkur hefur verið sagt að hún hafi einmitt selt einn slíkan fyrir nokkrum árum".
Þau kvöddu svo Kóerubúana því þurftu að fara og læra meiri ensku áður en þau færu heim til sín.
í lok dags var gott að horfa yfir vatnið og njóta listrænna forma ljóss og skugga.
Gangið vel á skónum ykkar.
Skór eru nebbla líka ...ehh fólk???
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Frábær færsla og yndislegar myndir. Group hug á bloggvinalínuna.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 21:44
Hópefling er yndisleg og ég held að það verði gott að koma í rjúkandi kaffi til þín, horfa á systurnar sjö og finna sjávarilminn veita innblástur!
Mikið hefur verið gaman hjá ykkur í fjörunni .....
www.zordis.com, 10.9.2007 kl. 22:11
Þetta er dásamlegt. Líst vel á kofann á klettunum. Það hefur verið minn draumur í mörg ár.
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 22:25
Aldeilis skemmtileg frásögn af fallegum skóm í fjöruferð
Ágúst H Bjarnason, 10.9.2007 kl. 22:57
Já mér fannst ég verða að gera eitthvað róttækt til að draga athyglina frá dónalega súkkulaðiboxinu í færslunni á undan. Og nú blogga ég í beliku og hef ekki hugmynd um hvernig. En fyrir þá sem eru forvitnir þá fékk ég borgaða eina sneið af súkkulaðiköku með silfurkökuskrauti á fyrir froskadrauminn. Hélduði að þetta væri djók???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 23:18
ÉG get svarið að stafirnir voru bleikir þegar ég ýtti á send.....!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 23:19
En o gaftur....hlakka svo mikið til að lesa og skoða bókina þín!
Hópknús!
Vilborg, 10.9.2007 kl. 23:34
Ég skósögurnar þínar
Læt mig dreyma skódrauma í nótt
Góða nótt skór
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:44
Flott, takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 00:07
Sæl Katrín, skemmtileg saga. Ég kíki stundum á síðuna þína og finnst alveg meiriháttar að lesa og skoða myndirnar. Þér leiðist örugglega aldrei með svona frábæra skóvini
Takk fyrir mig
Ragnhildur Jónsdóttir, 11.9.2007 kl. 10:58
Bara gaman að lesa skósöguna þína og horfa á flottar myndir.
Auður Lísa (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:06
Aldeilis frábær færsla. Gaman að lesa þessa ævintýrasögu. Auðvitað eru skór fólk, næstum því, þeir eru allavega utan um fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 11:40
skemtilega myndasaga, takk fyrir það katrín
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 13:42
Frábær skósaga, alltaf gaman að lesa sögurnar þínar. Merkilegt þetta með froskadraumana. Knús til Englands!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.9.2007 kl. 13:49
Þegar ég var í skolanum dreymdi mig eina nótt draum þar sem ég var öll þakin litlum gulum og grænum froskum..innan undir peysunni minni og ú hárin á mér. Fannst það bara fyndið en reyndi eins og ég gat að hrista þá af mér þar sem þeir kitluðu mig svo. Morguninn eftir var ég eitthvað að tala við Kóreanska bekkjarsystur mína og fyrir tilviljun hafði einhver gert frosk úr leir og sett á borðið hennar kvöldið áður og þegar ég sá hann mundi ég drauminn og fór að segja henni hann. Hún varð algerlega uppnuminn og spurð hvort ég vildi selja henni drauminn..þar sem hún væri lengi búin að reyna að eignast barn en ekkert gengi. Sgði mér svo að í Kóreu trúa konur að froskadraumur leysi þetta vandamál og að froskadraumar gangi kaupum og sölum. Og þar sem ég hafði engar frekari áætlanir um að eignast fleiri börn sagði ég henni fullkomlega frjálst að fá froskadrauminn minn. Í kaffihlénu kom hún með stóra sneið af súkkulaði köku til mín og var það borgun fyrir drauminn. Maðurinn hennar sem var nemandi í skólanum hreinlega hneygði sig fyrir mér og þakkaði af öllu hjarta þessa gjöf mína. Til að gera langa sögu stutta..þá hitti ég þau um daginn með litlu fallegu dóttur sína sem er núna 3ja ára og heitir Hungangsfluga. Man ekki hvernig það er stafsett á hennar móðurmáli en merkingin er þessi.
Mér fanns flott að fá að gerast draumasölukona og að eiga þátt í að draumurinn þeirra rættist. Set mig hér með í hóp annarra frægra íslendinga sem gátu selt allt..Eins og Einars Ben sem seldi norðurljósin. Geri aðrir betur!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 14:11
Skemmtileg saga um skó og steina þú er frábær.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 17:27
Yndisleg saga Katrín bæði skemmtileg og falleg Takk.
Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 17:41
Flott skósaga
Eva , 11.9.2007 kl. 17:42
Já er Fluva litla Kóreönsk? Svona ljóshærð og sæt? Er hún ekki bara tökubarn?
híhíhíhíhíhíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 18:11
Blogglestrarkvitt frá þessari á farandsfótunum í íþróttaskónum
ps.
komin heim (aftur)
Guðrún Þorleifs, 11.9.2007 kl. 18:45
Það fara ekki allir í skóna þína. Ég er að gera því skóna að þetta er bara snilld.
Bergur Thorberg, 11.9.2007 kl. 20:22
Takk fyrir commentin þið öll. Sit hérna sveitt við að setja saman bók ...velja myndir af yfir 200 skómyndum og setja saman með texta sem hefur eitthvað skemmtilegt að segja. Svo er bara að finna útgefanda sem hefur smekk fyrir ævintýrinu sem varð til þegar mér datt í hug að taka mynd af grænu grátandi stígve´lunum sem ég nota í skógargöngur sem ég blogga reglulega um. Þegar ég var komin með þau út í garð þá byrjuðu rauðu skórnir sem ég fann í second hand búðinni að æpa á athygli líka. Og ekki nóg með það heldur hoppuðu Mary Poppins skórnir mínir sem ég fann í sérkennilegri búð í London út úr skóskápnum og heimtuðu líka athygli. Svo þegar ég byrjaði að mynda þau vildu þau endilega fá að sjá meira en þennan litla garð sem ég á. Og þegar við vorum að fara út úr dyrunum skutluðu snjáðu skolaskórnir sér fram á sjónarsviðið og inniskórnir horfðu á mig með svip sem sagði..."Eiga þau öll að fá að fara..og ekki ég?
Svo síðan þá hafa þau fylgt mér í gegnum lífið og vilja bara fá að segja sína sögu hvar sem við komum. Auðvitað eiga öll sjónarhorn alltaf rétt á sér og ég get ekkert annað en leyft þeim að tala og upplifa veröldina á sinn hátt.
Vona að þið njótið með þeim. Þau hafa nú þegar skapað sér sitt pláss og það verður ekki af þeim tekið í bráð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 21:37
Hér er byrjunin á skóævintýrinu.... fyrir þá sem ekki hafa fylgst með því öllu.
http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/297386
.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.