Leita í fréttum mbl.is

Hvernig kveður maður bestu vinkonu sína??

angelstalking

Þessa konu sem ég hitti fyrir tilviljun á kaffihúsi fyrir nokkrum árum og hefur verið mér eins og systir síðan? Þann dag sátu englarnir okkar á húsþaki kaffihúss og leiddu okkur saman...sögðu "Þessar tvær passa sko vel saman og gera hvor annarri gott...hjálpum þeim að kynnast! Og þar með upphófst fallegast vinkonusamband sem ég hef kynnst.

 Ég þarf ekkert að gera.  Bara vera ég og henni finnst ég frábær þannig..í sorg eða gleði. Alveg sama hvað... hún er þar og ég fyrir hana. Og núna þarf ég að yfirgefa hana og skilja hana eftir því mín leið liggur núna á annan stað. En ég get ekki tekið hana með..hún hefur fjölskyldu og skyldur eins og ég, en leiðir okkar liggja ekki í sömu átt og það er bara hrikalegt. Það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þessa vinkonu mína, langar að gera ALLT en samt svo margt sem ég get ekki gert. Leiðir eru að skilja og við grátum báðar hátt og sárt.  Svona getur vináttan stundum verið sár. En ég veit í hjarta mínu að ekkert mun nokkurn tímann skilja okkur að. Það er Guðsgjöf að hitta hana hina sig í annarri manneskju. Æ hvað þetta er samt vont!!!

10165013

Ég bið hér með um allar blessanir himnanna fyrir hana og fjölskyldu hennar alltaf!!!

HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú knúsar hana í klessu og lofar sjálfri þér að hitta hana aftur

Heiða B. Heiðars, 18.9.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Hugarfluga

Hvert er hún að fara eða hvert ert þú að fara?

Hugarfluga, 18.9.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú kveður hana ekki. Þú berð hana áfram með þér í hjarta þínu og gefur henni léttan koss á kinn um leið og þú segir léttilega: "sjáumst......"

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

We'll meet agin don't know where don't know when

But I know we'll meet agin some sunny day......

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:48

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður vinkonuþráður slitnar ekki, bara lengist

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er undantekning fremur en regla að hitta mannveru sem stendur með manni alltaf gegnu súrt og sætt og fellur aldrei í þá gryfju að dæma eða öfundast. Sem vill manni bara allt það besta altaf í öllu. Sem finnst hún ekki minnka þegar þú þarft að taka flugið þitt. Af því að hún þekkir þig.

Hversu oft þurfum við ekki að glíma við það að þegar okkar tími kemur að þá hanga flestir í hælunum á okkur...og vilja ekki sleppa??? Af því að það minnir þá svo illþyrmislega á það að þeir sjálfir eru fastir?? Vinkona mín Jacqui er ekki þannig. Hún samgleðst og sleppir um leið og hún grætur. Mín vegna og sín vegna. En gerir það samt. Það er það sem er svo fallegt við hana. Og það gerir það að verkum ef ég einhverntímann kem aftur kem ég beint til hennar. Það er ekki hægt að halda sápu fastri. Hún rennur manni allataf úr greipum. Losaðu takið og leyfðu henni að liggja og hún er þar.

Þetta er mín lokaspeki í kvöld....sef með hana undir kodddanum mínum og trúi að á morgun þegar ég vakna verði ég bara kát með þessi sannindi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig elskan en ertu í alvörunni að flytja heim?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já....eftir 7 ára nám og fjarveru erum við nú á heimleið. Um leið og við fáum húsnæði og vinnu. Veistu um einhverja krúttlega íbúð fyrir 4 manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu??? Langar mest að halda íslensk jól.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 00:22

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Íslandið kallar mjög óvænt!!!! Og þegar maður llifir í raunveruleika 2 bregst maður auðvitað við!!!

Here we come!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 00:33

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þessi færsla ber bæði sorg og gleði.  Sorg yfir kærri vinkonu, og gleði yfir að þú ert að koma heim.  En svona kæreikssambönd þola allt líka fjarvistir.  Og það er í raun og veru ódýrara og styttra að heimsækja vinkonu í Englandi en vinkonu sem væri stödd á Egilstöðum.  Knús mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 08:24

11 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert yndisleg vinkona og mér finst Marta Smarta koma með nokkuð fína speki um ykkur vinkonurnar!

Vinkonufaðmur til þín mín kæra!

www.zordis.com, 19.9.2007 kl. 16:47

12 identicon

mér finnst frábært að þú skulir eiga svona góða vinkonu....þú verður að rækta samband ykkar þrátt fyrir skilnað.......100 kossar yfir þúsund nætur berast til þín frá okkur hérna hinum megin !!!

Vala og Gísli (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:02

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já þetta er ekki auðvelt,  ég upplifi svo oft að maður mætist á ákveðnum tímabilum, kennir og lærir, hjálpar og er saman í tíma, svo hefur það lærst, talað og verið saman sem á að vera, þá kemur nýr tími, nýtt tímabil, ný manneskja og það tímabil tekur við.

karma sem þarf að lifa og klára.

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:00

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hlýleg og falleg kveðja frá ykkur Vala og Gísli.  Vandamálið er bara að ég hef ekki hugmynd um hver þið eruð..og skammast mín níður í tær yfir að fatta ekki neitt. Er ég virkilega orðin svona gleymin og ga ga?? Hjálp. Þetta er mjög neyðarlegt fyrir mig ég veit það en svona lagað getur komið fyrir besta fólk..er það ekki??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband